Samvinnu MA og VMA slegið á frest Sveinn Arnarsson skrifar 18. apríl 2016 07:00 Menntaskólinn á Akureyri. Skólaárið þar byrjar mun seinna en í öðrum skólum og lýkur því ekki fyrr en við útskrift 17. júní. Menntamál Samvinna menntaskóla á Norðurlandi verður ekki að veruleika eins og ráð var fyrir gert á næsta skólaári. Ástæða þess er að breyting á skóladagatali Menntaskólans á Akureyri náðist ekki í gegn í menntamálaráðuneytinu. Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, segir leitt að fjármagn hafi ekki fengist í verkefnið.Jón Már Héðinsson skólameistari Menntaskólans á Akureyri.„Það var ekki búið að útvega það fjármagn sem þarf til að breyta skóladagatalinu. Í góðri trú fór ég áfram með þetta mál innan skólans því ráðuneytið og ráðherra sögðu mér að þeir myndu tryggja það fjármagn sem þyrfti til að breyta þessu. Það að færa skóladagatalið kostar fjármagn. Þegar ég fékk síðan að vita að ekki fengist nægilegt fjármagn ákváðum við að slá þessu á frest um eitt ár,“ segir Jón Már. „Það er leitt að þetta skuli fara svona en þetta er ekkert slegið út af borðinu. Við frestum þessu bara um eitt ár.“ Skólaárið byrjar mun seinna í Menntaskólanum á Akureyri en í öðrum skólum og lýkur skólaárinu ekki fyrr en við útskrift stúdenta þann 17. júní ár hvert. Til að geta náð fram samvinnu allra menntaskóla á Norðurlandi þurfti að breyta skóladagatali MA. „Það þarf að kalla kennara inn úr fríi snemma, svo það þarf að taka mið af kjarasamningum og reglum um orlof,“ segir Jón Már. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra réð Svanfríði Jónasdóttur til að stýra vinnu um mögulega sameiningu eða samvinnu menntaskóla á landinu. Aukin samvinna milli skóla var samþykkt af ráðuneytinu til að spara fjármagn. Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, segir fjárhagsstöðu síns skóla grafalvarlega. „Í byrjun febrúar var okkur kunngjört að við fengjum ekki rekstrarframlag fyrr en skuld við ríkissjóð yrði greidd að fullu. Við höfum fengið þau svör að við verðum að borga ríkissjóði til baka uppsafnaðan halla skólans áður en við getum greitt þá reikninga sem hér safnast upp vegna daglegs reksturs skólans,“ segir Sigríður Huld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Sjá meira
Menntamál Samvinna menntaskóla á Norðurlandi verður ekki að veruleika eins og ráð var fyrir gert á næsta skólaári. Ástæða þess er að breyting á skóladagatali Menntaskólans á Akureyri náðist ekki í gegn í menntamálaráðuneytinu. Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, segir leitt að fjármagn hafi ekki fengist í verkefnið.Jón Már Héðinsson skólameistari Menntaskólans á Akureyri.„Það var ekki búið að útvega það fjármagn sem þarf til að breyta skóladagatalinu. Í góðri trú fór ég áfram með þetta mál innan skólans því ráðuneytið og ráðherra sögðu mér að þeir myndu tryggja það fjármagn sem þyrfti til að breyta þessu. Það að færa skóladagatalið kostar fjármagn. Þegar ég fékk síðan að vita að ekki fengist nægilegt fjármagn ákváðum við að slá þessu á frest um eitt ár,“ segir Jón Már. „Það er leitt að þetta skuli fara svona en þetta er ekkert slegið út af borðinu. Við frestum þessu bara um eitt ár.“ Skólaárið byrjar mun seinna í Menntaskólanum á Akureyri en í öðrum skólum og lýkur skólaárinu ekki fyrr en við útskrift stúdenta þann 17. júní ár hvert. Til að geta náð fram samvinnu allra menntaskóla á Norðurlandi þurfti að breyta skóladagatali MA. „Það þarf að kalla kennara inn úr fríi snemma, svo það þarf að taka mið af kjarasamningum og reglum um orlof,“ segir Jón Már. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra réð Svanfríði Jónasdóttur til að stýra vinnu um mögulega sameiningu eða samvinnu menntaskóla á landinu. Aukin samvinna milli skóla var samþykkt af ráðuneytinu til að spara fjármagn. Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, segir fjárhagsstöðu síns skóla grafalvarlega. „Í byrjun febrúar var okkur kunngjört að við fengjum ekki rekstrarframlag fyrr en skuld við ríkissjóð yrði greidd að fullu. Við höfum fengið þau svör að við verðum að borga ríkissjóði til baka uppsafnaðan halla skólans áður en við getum greitt þá reikninga sem hér safnast upp vegna daglegs reksturs skólans,“ segir Sigríður Huld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Sjá meira