Handbolti

Aðalþjálfararnir báðir í bann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Halldór Jóhann verður ekki á hliðarlínunni annað kvöld þegar liðin mætast í Kaplakrika.
Halldór Jóhann verður ekki á hliðarlínunni annað kvöld þegar liðin mætast í Kaplakrika. vísir/stefán
Þeir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, og Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, munu ekki geta stjórnað sínum liðum frá varamannabekkjunum á morgun, en þeir voru báðir dæmdir í leikbann af aganefnd HSÍ í gær.

Á heimasíðu HSÍ stendur að félögunum hafi borist agaskýrslur í gærmorgun og málið því tekið upp af aganefndinni í gær. Þeir eru settir í bann vegna óíþróttamannslegrar framkomu gagnvart dómurunum eftir leik liðanna á fimmtudag.

Sjá einnig: Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 23-22 | Mosfellingar vörðu heimavöllinn

Afturelding vann leikinn með einu marki, 23-22, en leikurinn var æsispennandi og mikill hiti í leiknum. Mosfellingar eru því komnir í 1-0 í einvíginu og geta sent FH í sumarfrí og skotist í undanúrslit með sigri í Kaplakrika annað kvöld.

Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson dæmdu umræddan leik, en í aganefndinni sitja þau Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×