Andersen skoraði tvö annan leikinn í röð og KR komið í úrslit | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. apríl 2016 20:54 Þessi föstudagur er heldur betur dagur KR-inga því auk stórsigursins í körfuboltanum er fótboltalið félagsins einnig komið í úrslit Lengjubikarsins. KR valtaði yfir 1. deildar lið Keflavíkur, 4-0, í Egilshöllinni í kvöld og tryggði sig inn í úrslitin þar sem það mætir annað hvort Val eða Víkingi. Þau eigast við á mánudagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Keflavík hélt aftur af KR-ingum lengi vel í fyrri hálfleik en það var svo danski framherjinn Morten Beck Andersen sem kom vesturbæjarliðinu í 1-0 með skallamarki á 43. mínútu. Daninn skallaði boltann eiginlega aftur fyrir sig eftir mistök Beitis Ólafssonar í marki Keflavíkur. Hann kom út en náði ekki til boltans og skondinn skalli Andersens lá því í netinu. Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Andersen annað skallamark en það var stórglæsilegt. Hann fékk sendingu inn á teiginn og stangaði boltann standandi í samskeytin fjær, 2-0. Morten Beck Andersen virðist vera að hitna á hárréttum tíma, en eftir að skora aðeins eitt mark í fjórum leikjum í riðlakeppni Lengjubikarsins er hann nú búinn að skora fjögur mörk í tveimur leikjum í úrslitakeppninni. KR komst í 3-0 á 72. mínútu þegar Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði beint úr aukaspyrnu á 72. mínútu. Spyrnan var góð en Beitir Ólafsson, sem átti erfiðan dag í marki Keflavíkur, hélt að boltinn væri að fara framhjá og horfði á eftir knettinum í netið. Undir lokin skoraði miðvörðurinn og fyrirliðinn Indriði sigurðsson svo fjórða mark KR þegar hann fylgdi eftir skoti Óskars Arnar Haukssonar, 4-0. Sannfærandi sigur hjá KR-ingum í kvöld sem voru án nokkurra lykilmanna en tveir strákar fæddir 1998 og 1999 voru í byrjunarliði KR í kvöld. Öll mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Sjá meira
Þessi föstudagur er heldur betur dagur KR-inga því auk stórsigursins í körfuboltanum er fótboltalið félagsins einnig komið í úrslit Lengjubikarsins. KR valtaði yfir 1. deildar lið Keflavíkur, 4-0, í Egilshöllinni í kvöld og tryggði sig inn í úrslitin þar sem það mætir annað hvort Val eða Víkingi. Þau eigast við á mánudagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Keflavík hélt aftur af KR-ingum lengi vel í fyrri hálfleik en það var svo danski framherjinn Morten Beck Andersen sem kom vesturbæjarliðinu í 1-0 með skallamarki á 43. mínútu. Daninn skallaði boltann eiginlega aftur fyrir sig eftir mistök Beitis Ólafssonar í marki Keflavíkur. Hann kom út en náði ekki til boltans og skondinn skalli Andersens lá því í netinu. Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Andersen annað skallamark en það var stórglæsilegt. Hann fékk sendingu inn á teiginn og stangaði boltann standandi í samskeytin fjær, 2-0. Morten Beck Andersen virðist vera að hitna á hárréttum tíma, en eftir að skora aðeins eitt mark í fjórum leikjum í riðlakeppni Lengjubikarsins er hann nú búinn að skora fjögur mörk í tveimur leikjum í úrslitakeppninni. KR komst í 3-0 á 72. mínútu þegar Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði beint úr aukaspyrnu á 72. mínútu. Spyrnan var góð en Beitir Ólafsson, sem átti erfiðan dag í marki Keflavíkur, hélt að boltinn væri að fara framhjá og horfði á eftir knettinum í netið. Undir lokin skoraði miðvörðurinn og fyrirliðinn Indriði sigurðsson svo fjórða mark KR þegar hann fylgdi eftir skoti Óskars Arnar Haukssonar, 4-0. Sannfærandi sigur hjá KR-ingum í kvöld sem voru án nokkurra lykilmanna en tveir strákar fæddir 1998 og 1999 voru í byrjunarliði KR í kvöld. Öll mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Sjá meira