Fjárframlög vegna skemmda af hálfu náttúrunnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. apríl 2016 14:22 Frá vettvangi Skaftárhlaups síðasta haust. vísir/vilhelm Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun að veita fjórum sveitarfélögum og þremur stofnunum aukin fjárframlög til að mæta ófyrirséðum útgjöldum vegna ágangs náttúrunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkisstjórninni. Sveitarfélögin fjögur eru Fjarðarbyggð, Breiðdalshreppur, Borgarfjörður eystri og Djúpavogshreppur. Hæstu upphæðina fær Fjarðarbyggð eða rúmlega 46 milljónir króna. Breiðdalshreppur fær tæpar fjórtán milljónir en síðari tvö sveitarfélögin fá um eina og hálfa milljón hvort. Sveitarfélögin urðu öll fyrir barðinu á óveðri undir lok síðasta árs og eru framlögin til komin vegna þess. „Ljóst er að fjárhagslegt tjón sveitarfélaga var þó nokkurt og erfitt fyrir þau að takast á við það án stuðnings. Hafnarmannvirki, grjótvarnir, veitukerfi, vegir og fleira sem tryggingar ná ekki yfir urðu fyrir skemmdum í sveitarfélögum á Austurlandi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. Vegagerðin fékk 181,2 milljónir til að bæta skemmdir sem urðu vegna óveðursins en einnig til að mæta kostnaði sem stofnaðist vegna Skaftárhlaups. Landgræðsla ríkisins fékk fjörutíu milljónir til að hefta sandfok og svifryksmengun vegna hlaupsins. Minjastofnun og Húsafriðunarsjóður fengu svo allt að 35 milljón krónur til að bæta tjón á fornminjum sem sköðuðust í óveðrinu. Í tilkynningunni kemur einnig fram að tjónamat á vátryggðum, tilkynntum og metnum tjónum til Viðlagatryggingar Íslands nema um 70 m.kr. vegna tjónamála hjá einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum. Örfá tjónamál eru enn í vinnslu, en fjárhæðir þeirra munu að líkindum hafa óveruleg áhrif á heildarkostnað. Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Fulltrúar Viðlagatryggingar meta aðstæður á Austurlandi Matsstörf vegna tjóna á verðmætum sem vátryggð eru hjá Viðlagatryggingu Íslands munu að líkindum hefjast ekki síðar en í annarri viku janúarmánaðar. 30. desember 2015 11:24 Skúrar splundruðust á Stöðvarfirði Tjónið eftir óveðrið á Austurlandi er gífurlegt. Bryggjur skoluðust burt á Eskifirði og stór verbúð fauk í nærri heilu lagi á Stöðvarfirði. 31. desember 2015 07:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun að veita fjórum sveitarfélögum og þremur stofnunum aukin fjárframlög til að mæta ófyrirséðum útgjöldum vegna ágangs náttúrunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkisstjórninni. Sveitarfélögin fjögur eru Fjarðarbyggð, Breiðdalshreppur, Borgarfjörður eystri og Djúpavogshreppur. Hæstu upphæðina fær Fjarðarbyggð eða rúmlega 46 milljónir króna. Breiðdalshreppur fær tæpar fjórtán milljónir en síðari tvö sveitarfélögin fá um eina og hálfa milljón hvort. Sveitarfélögin urðu öll fyrir barðinu á óveðri undir lok síðasta árs og eru framlögin til komin vegna þess. „Ljóst er að fjárhagslegt tjón sveitarfélaga var þó nokkurt og erfitt fyrir þau að takast á við það án stuðnings. Hafnarmannvirki, grjótvarnir, veitukerfi, vegir og fleira sem tryggingar ná ekki yfir urðu fyrir skemmdum í sveitarfélögum á Austurlandi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. Vegagerðin fékk 181,2 milljónir til að bæta skemmdir sem urðu vegna óveðursins en einnig til að mæta kostnaði sem stofnaðist vegna Skaftárhlaups. Landgræðsla ríkisins fékk fjörutíu milljónir til að hefta sandfok og svifryksmengun vegna hlaupsins. Minjastofnun og Húsafriðunarsjóður fengu svo allt að 35 milljón krónur til að bæta tjón á fornminjum sem sköðuðust í óveðrinu. Í tilkynningunni kemur einnig fram að tjónamat á vátryggðum, tilkynntum og metnum tjónum til Viðlagatryggingar Íslands nema um 70 m.kr. vegna tjónamála hjá einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum. Örfá tjónamál eru enn í vinnslu, en fjárhæðir þeirra munu að líkindum hafa óveruleg áhrif á heildarkostnað.
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Fulltrúar Viðlagatryggingar meta aðstæður á Austurlandi Matsstörf vegna tjóna á verðmætum sem vátryggð eru hjá Viðlagatryggingu Íslands munu að líkindum hefjast ekki síðar en í annarri viku janúarmánaðar. 30. desember 2015 11:24 Skúrar splundruðust á Stöðvarfirði Tjónið eftir óveðrið á Austurlandi er gífurlegt. Bryggjur skoluðust burt á Eskifirði og stór verbúð fauk í nærri heilu lagi á Stöðvarfirði. 31. desember 2015 07:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
„Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07
Fulltrúar Viðlagatryggingar meta aðstæður á Austurlandi Matsstörf vegna tjóna á verðmætum sem vátryggð eru hjá Viðlagatryggingu Íslands munu að líkindum hefjast ekki síðar en í annarri viku janúarmánaðar. 30. desember 2015 11:24
Skúrar splundruðust á Stöðvarfirði Tjónið eftir óveðrið á Austurlandi er gífurlegt. Bryggjur skoluðust burt á Eskifirði og stór verbúð fauk í nærri heilu lagi á Stöðvarfirði. 31. desember 2015 07:00