Birgitta birtir upplýsingar úr skattframtali Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2016 13:14 Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/valli Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hefur birt upplýsingar úr skattframtali sínu. Gerir hún það svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, muni gera slíkt hið sama. Fer Birgitta nú í hóp með Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, Katrínu Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Birgitta segir Sigmund Davíð hafa haldið fram að ef allir formenn flokkanna myndu birta þessar upplýsingar þá myndi hún gera slíkt hið sama. „Mér er ljúft og skylt að hjálpa honum við að gera það, þó svo að ég sé ekki eiginlegur forystumaður heldur þingflokksformaður, þá hafa margir fjölmiðlamenn hringt í mig og spurt hvort að ég ætli ekki að bregðast við þessari ósk fyrrum forsætisráðherra og núverandi formanns XB. Ég finn ákveðna smjörklípuaðferð við þessa aðferðarfræði hans SDG, en ekki skal ég verða til þess að hann finni glufu út úr áskorun sinni,“ segir Birgitta á Facebook. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Birgitta gefur upp var hún með 9,7 milljónir króna í tekjur árið 2016. Hún segist eiga tvær eignir, kjallaraíbúð að Sigtúni 59, metin á 27,3 milljónir króna, og Mazda3 bifreið, metin á 3,7 milljónir króna. Samtals eru eignirnar metnar á 31 milljón króna. Hún segist skulda 19,5 milljónir króna, þar af 17,2 milljónir hjá Íbúðalánasjóði og 2,2 milljónir í bifreiðarlán. Hún segist hvorki eiga hlutabréf eða verðbréf og tekur fram að formenn Pírata hafi alltaf afþakkað aukaálag á laun sín frá þinginu út af formennsku stjórnmálaflokks.Skattaframtal 2016Tekjur 2016:9.737.693Eignir 2016Sigtún 59, kjallari: 27.300.000Mazda3, bifreið: 3.760.000Samtals eignir:31.060.000Skuldir 2016ÍLS lán: 17.296.452Bifreiðarlán: 2.244.267Samtals skuldir:19.540.719Skattaframtal 2015Tekjur 2015:9.633.345Eignir 2015Sigtún 59, kjallari: 24.700.000Honda Jazz: 478.296Samtals eignir:25.178.296Skuldir: 2015ÍLS lán: 17.930.799 Panama-skjölin Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hefur birt upplýsingar úr skattframtali sínu. Gerir hún það svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, muni gera slíkt hið sama. Fer Birgitta nú í hóp með Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, Katrínu Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Birgitta segir Sigmund Davíð hafa haldið fram að ef allir formenn flokkanna myndu birta þessar upplýsingar þá myndi hún gera slíkt hið sama. „Mér er ljúft og skylt að hjálpa honum við að gera það, þó svo að ég sé ekki eiginlegur forystumaður heldur þingflokksformaður, þá hafa margir fjölmiðlamenn hringt í mig og spurt hvort að ég ætli ekki að bregðast við þessari ósk fyrrum forsætisráðherra og núverandi formanns XB. Ég finn ákveðna smjörklípuaðferð við þessa aðferðarfræði hans SDG, en ekki skal ég verða til þess að hann finni glufu út úr áskorun sinni,“ segir Birgitta á Facebook. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Birgitta gefur upp var hún með 9,7 milljónir króna í tekjur árið 2016. Hún segist eiga tvær eignir, kjallaraíbúð að Sigtúni 59, metin á 27,3 milljónir króna, og Mazda3 bifreið, metin á 3,7 milljónir króna. Samtals eru eignirnar metnar á 31 milljón króna. Hún segist skulda 19,5 milljónir króna, þar af 17,2 milljónir hjá Íbúðalánasjóði og 2,2 milljónir í bifreiðarlán. Hún segist hvorki eiga hlutabréf eða verðbréf og tekur fram að formenn Pírata hafi alltaf afþakkað aukaálag á laun sín frá þinginu út af formennsku stjórnmálaflokks.Skattaframtal 2016Tekjur 2016:9.737.693Eignir 2016Sigtún 59, kjallari: 27.300.000Mazda3, bifreið: 3.760.000Samtals eignir:31.060.000Skuldir 2016ÍLS lán: 17.296.452Bifreiðarlán: 2.244.267Samtals skuldir:19.540.719Skattaframtal 2015Tekjur 2015:9.633.345Eignir 2015Sigtún 59, kjallari: 24.700.000Honda Jazz: 478.296Samtals eignir:25.178.296Skuldir: 2015ÍLS lán: 17.930.799
Panama-skjölin Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira