Tónlist

Noise gefur út nýja plötu

Stefán Þór Hjartarson skrifar
Hljómsveitin Noise gefur út sína fjórðu plötu í dag.
Hljómsveitin Noise gefur út sína fjórðu plötu í dag. Mynd/Sigrún Kristín.
Hljómsveitin NOISE gefur út sína fjórðu plötu, Echoes, í dag og mun af því tilefni spila á tónleikum í Tjarnarbíói 7. maí og Græna hattinum Akureyri 20. maí. Þar munu þeir spila plötuna í heild sinni.

Hljómsveitin ætti að vera mörgum kunn t.d. fyrir lög eins og A Stab in the Dark, sem vakti mikla athygli á sínum tíma og var m.a. valið lag ársins á Sunset Island tónlistarverðlaununum og P.U.N.K, sem kom út fyrir tveimur árum og naut nokkurra vinsælda. Síðan þá hefur NOISE verið að spila töluvert í Evrópu og Bretlandi þar sem sveitin á sér dyggan aðdáendahóp auk þess að vinna hörðum höndum að nýju plötunni sem mun loksins líta dagsins ljós í dag.

„Við tókum plötuna upp og mixuðum sjálfir í eigin stúdíói, Hljóðverki. Þetta er öðruvísi nálgun fyrir hljómsveitina; platan er órafmögnuð og við fengum strengjasveit Marks Lanegan í nokkur lög,“ segir Einar Vilberg, söngvari og gítarleikari sveitarinnar, um nýjustu afurðina. Bandið skipa, auk Einars, þeir Stefán Vilberg bassaleikari, Þorvaldur Ingveldarson trommuleikari og Valdimar Kristjónsson sem spilar á píanó.

„Það er verið að setja upp einhverjar dagsetningar í þýskalandi“ segir Einar aðspurður um hvort þeir stefni ekki út fyrir landsteinana í framhaldinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.