Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn Ingvar Haraldsson skrifar 15. apríl 2016 07:00 Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. Meirihluti bæjarráðs samþykkti í gær að leggja til við bæjarstjórn að hún óski eftir því að innanríkisráðuneytið skipi sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn, sem taki yfir fjármál bæjarins. Málið verður til afgreiðslu á bæjarstjórnarfundi þann 19. apríl. Friðjón segir lífeyrissjóði og Íbúðalánasjóð hafa neitað samningsdrögum sem bærinn hafði lagt til. „Við sjáum enga leið til þess að ná samkomulagi við lífeyrissjóðina,“ segir hann. Reykjanesbær hafði lagt til afskriftir upp á 6.350 milljónir króna. Óveðtryggðir kröfuhafar áttu að afskrifa um 50 prósent en veðtryggðir kröfuhafar og leigusalar áttu að afskrifa 24,4 prósent af sínum kröfum. Friðjón segir að lífeyrissjóðirnir hafi farið fram á að reglum um skuldaviðmið verði breytt þannig að Reykjanesbær þurfi ekki að koma skuldaviðmiði sínu niður í 150 prósent fyrir árið 2022 líkt og lög geri ráð fyrir. „Við ráðum bara ekki við það, þeir verða að semja við ríkið um það“ segir Friðjón. Friðjón segir að íbúar Reykjanesbæjar eigi ekki að gjalda fyrir skuldasöfnun fyrri ára. „Það er algjörlega óásættanlegt,“ segir hann. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn tillögu meirihlutans. Í bókun þeirra kom fram að þeir teldu hagsmunum íbúa Reykjanesbæjar betur borgið í höndum kjörinna fulltrúa bæjarstjórnar og bæjarstjóra en í höndum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. „Algjör óvissa er um hvaða áhrif sú ákvörðun mun hafa á þjónustu og rekstur sveitarfélagsins til næstu ára,“ segir í bókuninni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
„Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. Meirihluti bæjarráðs samþykkti í gær að leggja til við bæjarstjórn að hún óski eftir því að innanríkisráðuneytið skipi sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn, sem taki yfir fjármál bæjarins. Málið verður til afgreiðslu á bæjarstjórnarfundi þann 19. apríl. Friðjón segir lífeyrissjóði og Íbúðalánasjóð hafa neitað samningsdrögum sem bærinn hafði lagt til. „Við sjáum enga leið til þess að ná samkomulagi við lífeyrissjóðina,“ segir hann. Reykjanesbær hafði lagt til afskriftir upp á 6.350 milljónir króna. Óveðtryggðir kröfuhafar áttu að afskrifa um 50 prósent en veðtryggðir kröfuhafar og leigusalar áttu að afskrifa 24,4 prósent af sínum kröfum. Friðjón segir að lífeyrissjóðirnir hafi farið fram á að reglum um skuldaviðmið verði breytt þannig að Reykjanesbær þurfi ekki að koma skuldaviðmiði sínu niður í 150 prósent fyrir árið 2022 líkt og lög geri ráð fyrir. „Við ráðum bara ekki við það, þeir verða að semja við ríkið um það“ segir Friðjón. Friðjón segir að íbúar Reykjanesbæjar eigi ekki að gjalda fyrir skuldasöfnun fyrri ára. „Það er algjörlega óásættanlegt,“ segir hann. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn tillögu meirihlutans. Í bókun þeirra kom fram að þeir teldu hagsmunum íbúa Reykjanesbæjar betur borgið í höndum kjörinna fulltrúa bæjarstjórnar og bæjarstjóra en í höndum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. „Algjör óvissa er um hvaða áhrif sú ákvörðun mun hafa á þjónustu og rekstur sveitarfélagsins til næstu ára,“ segir í bókuninni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira