Bjarni birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. apríl 2016 17:59 Fjármálaráðherra hefur birt upplýsingar um tekjur sínar frá því að hann tók við sem ráðherra vísir/anton brink Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur opnað bókhald sitt og birt yfirlit yfir allar skattskyldar tekjur þau ár sem hann hefur gegnt ráðherraembætti. Þá hefur hann birt yfirlýsingu frá endurskoðenda sínum um að gerð hafi verið grein fyrir félaginu Falson & co á skattframtali Bjarna á sínum tíma. „Mér finnst bæði eðlilegt og skiljanlegt að gerðar séu miklar kröfur til forystumanna í stjórnmálum,“ segir Bjarni á Facebook þar sem hann birtir upplýsingarnar. Áður hafa Árni Páll Árnason og Katrín Jakobsdóttir, formenn Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna, birt upplýsingar úr sínum skattframtölum. Bjarni tók við embætti fjármála- og efnahagsráðherra árið 2013. Í yfirlýsingu hans sést að hann var með 14,9 milljónir í heildartekjur fyrir árið 2013, 15,7 milljónir árið 2014 og 17,7 milljónir á síðasta ári. Staðfesta að Falson & Co var skráð á skattskýrslu Bjarna Meðfylgjandi er einnig yfirlýsing frá Árna Snæbjörnssyni, endurskoðenda hjá Ernst & Young, þar sem fram kemur að Falson & Co, félag sem Bjarni átti hlut í vegna fasteignakaupa í Dubai. Félagið var skráð á Seychelles-eyjum, þekktu skattaskjóli. Var nafn félagsins og Bjarna í Panama-skjölunum. „Við staðfestum að í skattframtali 2007 vegna tekjuársins 2006 er gerð grein fyrir fjárfestingu í Falson & Co,“ segir í yfirlýsingunni. Fjárfestingin nam 33,3 milljónum króna. Jafnframt kemur fram að í skattframtali Bjarna árið 2010 vegna tekjuársins 2003 hafi verið gerð grein fyrir 26,1 milljón króna greiðslu frá Falson & Co. Félagið hafi síðan verið fært út árið eftir þegar það var niðurlagt með 7,1 milljón króna tapi.Sjá má upplýsingar frá Bjarna hér að neðan.Yfirlýsing frá endurskoðanda Bjarna vegna Falson&co.Mynd/BjarniUpplýsingar um tekjur Bjarna frá og með árinu 2013.Mynd/Bjarni Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49 Katrín Jakobsdóttir birtir upplýsingar úr skattframtölum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur fylgt fordæmi Eyglóar Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, og birt upplýsingar úr skattframtali sínu opinberlega. 14. apríl 2016 14:59 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur opnað bókhald sitt og birt yfirlit yfir allar skattskyldar tekjur þau ár sem hann hefur gegnt ráðherraembætti. Þá hefur hann birt yfirlýsingu frá endurskoðenda sínum um að gerð hafi verið grein fyrir félaginu Falson & co á skattframtali Bjarna á sínum tíma. „Mér finnst bæði eðlilegt og skiljanlegt að gerðar séu miklar kröfur til forystumanna í stjórnmálum,“ segir Bjarni á Facebook þar sem hann birtir upplýsingarnar. Áður hafa Árni Páll Árnason og Katrín Jakobsdóttir, formenn Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna, birt upplýsingar úr sínum skattframtölum. Bjarni tók við embætti fjármála- og efnahagsráðherra árið 2013. Í yfirlýsingu hans sést að hann var með 14,9 milljónir í heildartekjur fyrir árið 2013, 15,7 milljónir árið 2014 og 17,7 milljónir á síðasta ári. Staðfesta að Falson & Co var skráð á skattskýrslu Bjarna Meðfylgjandi er einnig yfirlýsing frá Árna Snæbjörnssyni, endurskoðenda hjá Ernst & Young, þar sem fram kemur að Falson & Co, félag sem Bjarni átti hlut í vegna fasteignakaupa í Dubai. Félagið var skráð á Seychelles-eyjum, þekktu skattaskjóli. Var nafn félagsins og Bjarna í Panama-skjölunum. „Við staðfestum að í skattframtali 2007 vegna tekjuársins 2006 er gerð grein fyrir fjárfestingu í Falson & Co,“ segir í yfirlýsingunni. Fjárfestingin nam 33,3 milljónum króna. Jafnframt kemur fram að í skattframtali Bjarna árið 2010 vegna tekjuársins 2003 hafi verið gerð grein fyrir 26,1 milljón króna greiðslu frá Falson & Co. Félagið hafi síðan verið fært út árið eftir þegar það var niðurlagt með 7,1 milljón króna tapi.Sjá má upplýsingar frá Bjarna hér að neðan.Yfirlýsing frá endurskoðanda Bjarna vegna Falson&co.Mynd/BjarniUpplýsingar um tekjur Bjarna frá og með árinu 2013.Mynd/Bjarni
Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49 Katrín Jakobsdóttir birtir upplýsingar úr skattframtölum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur fylgt fordæmi Eyglóar Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, og birt upplýsingar úr skattframtali sínu opinberlega. 14. apríl 2016 14:59 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43
Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49
Katrín Jakobsdóttir birtir upplýsingar úr skattframtölum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur fylgt fordæmi Eyglóar Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, og birt upplýsingar úr skattframtali sínu opinberlega. 14. apríl 2016 14:59