Lífið

Flea reif í bassann og kvaddi Kobe með frábærri útgáfu af þjóðsöngnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Flea gerir þetta listavel.
Flea gerir þetta listavel.
Kobe Bryant lék sinn síðasta leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en hann lék í tuttugu ár fyrir L.A. Lakers og vann fimm titla. Mikil umfjöllun var um lokaleik Kobe en hann fór gjörsamlega á kostum og skoraði 60 stig í honum.

Kobe er einn besti leikmaður allra tíma, sá þriðji stigahæsti frá upphafi og sá eini til að spila tuttugu tímabil fyrir sama félag.

Mikil athöfn var í Staples Center í Los Angeles í gær og snérist vissulega allt í Bryant. Fyrir leikinn tók Flea, bassaleikarinn í Red Hot Chilli Peppers þjóðsöng Bandaríkjamanna og það á bassa. Flutningurinn hefur vakið mikla athygli, kannski ekki furða því hann er stórkostlegur.

Flea þvaldi hér á landi árið 2012 og fór meðal annars á Þingvelli. Því má svo sannarlega tala um Íslandsvin. Hér að neðan má sjá Flea spila þjóðsönginn á parketinu í Staples Center í nótt.


Tengdar fréttir

Kobe skoraði 60 stig í síðasta leiknum sínum | Myndbönd

Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA.

Kobe fékk ekki fallega kveðju frá Rolling Stone

Kobe Bryant lék sinn síðasta leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem fimm hundruð fjölmiðlamenn voru á staðnum og færri komust að en vildu. Það hefur verið mikið skrifað og fjallað um Kobe á síðustu dögum sem er ekkert skrítið enda goðsögn í lifanda lífi.

Kveðja, Kobe

Kobe Bryant spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í nótt en þá lauk hans tuttugasta tímabili í NBA-deildinni. Það eru afar fáir leikmenn í sögu NBA sem hafa afrekað jafnmikið og Kobe á þessum tveimur áratugum. Fréttablaðið skoðar í dag svipmyndir frá þessum magnaða ferli svörtu mömbunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×