Zika-veiran hættulegri en áður var talið sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. apríl 2016 10:36 Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir Zika-vírusinn svonefnda hættulegri en áður hafi verið talið. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum staðfestu í gær að veiran valdi alvarlegum fósturskaða, líkt og grunur lék á. „Þetta er líklegast meira en þeir vildu gefa í skyn. Þó fannst mér í fyrra að það væri alveg verið að gefa í skyn að þetta gæti orðið eitthvað, en þeir eru varkárir núna eftir ebólufaraldurinn og vilja passa sig mjög mikið að gera lítið úr þessum hugsanlegu faröldrum,“ sagði Bryndís í Bítinu í morgun. Zika-faraldurinn hefur geisað í Brasilíu frá því í fyrra. Hingað til hefur ekki tekist að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða, en þúsundir barna í Brasilíu hafa frá því á síðasta ári fæðst með svokallað dverghöfuð. Nú virðist sem fleiri fæðingargalla megi einnig rekja til vírussins. „Zika-veiran virðist valda meiri vandamálum, ekki bara í fóstrum, en í fóstrum hefur verið talað um bæði andvana fæðingu barna, fæðingu fyrir tímann, vaxtarskerðingu hjá fóstrinu og þessa augnsjúkdóma sem virðast vera vanþroski á augunum þannig að börn hafa verið að fæðast blind,“ segir Bryndís. Þá geti veiran einnig haft áhrif á fullorðna. Almennt sé um öndunarfærasýkingar, en að þær geti valdið ákveðnum taugasjúkdómi sem kallast Guillain Barré. „Þetta er svona sjálfsónæmisviðbrögð líkamans. Ónæmiskerfið ræðst á ákveðnar frumur í taugakerfinu og í taugaslíðrinu og veldur lömunareinkennum og dofa. Þetta byrjar oft neðst í líkamanum og vinnur sig upp. Þetta er vel þekkt meira að segja við iðrasýkingu og við sjáum þetta annað slagið. Þetta er 100 prósent afturkræft. Þetta gerist þannig að þindin getur lamast og öndunarvöðvarnir. Þannig að fólk sem fær þetta alvarlega lendir stundum í öndunarvél,“ segir Bryndís. Viðtalið við Bryndísi í heild má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Heilbrigðismál Zíka Tengdar fréttir Þrír greinst með Zika-veiruna í Noregi Tvær þungaðar konur og karlmaður greindust með veiruna. 10. mars 2016 15:39 Vísindamenn staðfesta að Zika-veiran valdi fósturskaða Hingað til nú var ekki búið að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða. 13. apríl 2016 22:41 Zika vírusinn ógnar Bandaríkjamönnum Zika vírusinn er mun skaðlegri en áður var talið og áhrif hans í Bandaríkjunum gætu orðið mun meiri en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá sóttvarnarlækni Bandaríkjanna. Áður var talið að sjúkdómurinn orsaki aðallega eina tegund fæðingargalla, svokallað dverghöfuð. 12. apríl 2016 08:03 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir Zika-vírusinn svonefnda hættulegri en áður hafi verið talið. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum staðfestu í gær að veiran valdi alvarlegum fósturskaða, líkt og grunur lék á. „Þetta er líklegast meira en þeir vildu gefa í skyn. Þó fannst mér í fyrra að það væri alveg verið að gefa í skyn að þetta gæti orðið eitthvað, en þeir eru varkárir núna eftir ebólufaraldurinn og vilja passa sig mjög mikið að gera lítið úr þessum hugsanlegu faröldrum,“ sagði Bryndís í Bítinu í morgun. Zika-faraldurinn hefur geisað í Brasilíu frá því í fyrra. Hingað til hefur ekki tekist að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða, en þúsundir barna í Brasilíu hafa frá því á síðasta ári fæðst með svokallað dverghöfuð. Nú virðist sem fleiri fæðingargalla megi einnig rekja til vírussins. „Zika-veiran virðist valda meiri vandamálum, ekki bara í fóstrum, en í fóstrum hefur verið talað um bæði andvana fæðingu barna, fæðingu fyrir tímann, vaxtarskerðingu hjá fóstrinu og þessa augnsjúkdóma sem virðast vera vanþroski á augunum þannig að börn hafa verið að fæðast blind,“ segir Bryndís. Þá geti veiran einnig haft áhrif á fullorðna. Almennt sé um öndunarfærasýkingar, en að þær geti valdið ákveðnum taugasjúkdómi sem kallast Guillain Barré. „Þetta er svona sjálfsónæmisviðbrögð líkamans. Ónæmiskerfið ræðst á ákveðnar frumur í taugakerfinu og í taugaslíðrinu og veldur lömunareinkennum og dofa. Þetta byrjar oft neðst í líkamanum og vinnur sig upp. Þetta er vel þekkt meira að segja við iðrasýkingu og við sjáum þetta annað slagið. Þetta er 100 prósent afturkræft. Þetta gerist þannig að þindin getur lamast og öndunarvöðvarnir. Þannig að fólk sem fær þetta alvarlega lendir stundum í öndunarvél,“ segir Bryndís. Viðtalið við Bryndísi í heild má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Heilbrigðismál Zíka Tengdar fréttir Þrír greinst með Zika-veiruna í Noregi Tvær þungaðar konur og karlmaður greindust með veiruna. 10. mars 2016 15:39 Vísindamenn staðfesta að Zika-veiran valdi fósturskaða Hingað til nú var ekki búið að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða. 13. apríl 2016 22:41 Zika vírusinn ógnar Bandaríkjamönnum Zika vírusinn er mun skaðlegri en áður var talið og áhrif hans í Bandaríkjunum gætu orðið mun meiri en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá sóttvarnarlækni Bandaríkjanna. Áður var talið að sjúkdómurinn orsaki aðallega eina tegund fæðingargalla, svokallað dverghöfuð. 12. apríl 2016 08:03 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Þrír greinst með Zika-veiruna í Noregi Tvær þungaðar konur og karlmaður greindust með veiruna. 10. mars 2016 15:39
Vísindamenn staðfesta að Zika-veiran valdi fósturskaða Hingað til nú var ekki búið að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða. 13. apríl 2016 22:41
Zika vírusinn ógnar Bandaríkjamönnum Zika vírusinn er mun skaðlegri en áður var talið og áhrif hans í Bandaríkjunum gætu orðið mun meiri en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá sóttvarnarlækni Bandaríkjanna. Áður var talið að sjúkdómurinn orsaki aðallega eina tegund fæðingargalla, svokallað dverghöfuð. 12. apríl 2016 08:03