Kobe fékk ekki fallega kveðju frá Rolling Stone Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2016 12:00 Kobe Bryant á síðasta blaðamannafundinum. Vísir/Getty Kobe Bryant lék sinn síðasta leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem fimm hundruð fjölmiðlamenn voru á staðnum og færri komust að en vildu. Það hefur verið mikið skrifað og fjallað um Kobe á síðustu dögum sem er ekkert skrítið enda goðsögn í lifanda lífi. Flestir ef ekki næstum því allir blaðamenn hafa skrifað vel um Kobe Bryant og gert mikið úr hans afrekum inn á körfuboltavellinum. Þar er vissulega nóg að taka. Kobe er einn besti leikmaður allra tíma, sá þriðji stigahæsti frá upphafi, sá eini til að spila tuttugu tímabil fyrir sama félag og þá er hann fimmfaldur NBA-meistari með Los Angeles Lakers. Jack Tien-Dana, blaðamaður Rolling Stone, fór allt aðra leið en flestir aðrir blaðamann sem hafa verið að gera upp magnaðan feril Kobe á síðustu dögum. Rolling Stone birti grein Jack Tien-Dana á sama degi og Kobe kvaddi NBA og þar er fyrirsögnin: Kobe Bryant: Goodbye to the NBA's All-Time Asshole. Tien-Dana segist þarna vera að kveðja mesta fíflið í sögu NBA-deildarinnar og hann rökstyður mál sitt vel. Hann varar líka mikla aðdáendur Kobe Bryant við í upphafi greinarinnar að það sé kannski best fyrir þá að hætta að lesa. Tien-Dana er þarna að skrifa að vara þá við sem sögðu upp vinnunni til að fylgja Kobe í síðustu leikjunum eða þá sem kaupa treyjurnar hans á 824 dollara eða yfir hundrað þúsund íslenskar krónur. Jack Tien-Dana gerir þar mikið úr því hversu erfitt hefur verið að lifa með keppnismanninum Kobe Bryant í gegnum tíðina, bæði fyrir liðsfélaga, mótherja og greinilega fjölmiðlamenn líka. Jack Tien-Dana segir að sem betur fer sé komið að síðasta leik Kobe svo að NBA-aðdáendur geti loksins farið að einbeita sér að einhverju betra og skemmtilegra. Það er hægt að lesa greinina hans hér. Kobe Bryant átti reyndar lokaorðið því hann skoraði 60 stig í lokaleiknum sínum í nótt og varð elsti maðurinn í sögunni til að skora meira en 50 stig í leik. NBA Tengdar fréttir Kobe skoraði 60 stig í síðasta leiknum sínum | Myndbönd Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. 14. apríl 2016 07:30 Kveðja, Kobe Kobe Bryant spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í nótt en þá lauk hans tuttugasta tímabili í NBA-deildinni. Það eru afar fáir leikmenn í sögu NBA sem hafa afrekað jafnmikið og Kobe á þessum tveimur áratugum. Fréttablaðið skoðar í dag svipmyndir frá þessum magnaða ferli svörtu mömbunnar. 14. apríl 2016 06:30 Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Kobe Bryant lék sinn síðasta leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem fimm hundruð fjölmiðlamenn voru á staðnum og færri komust að en vildu. Það hefur verið mikið skrifað og fjallað um Kobe á síðustu dögum sem er ekkert skrítið enda goðsögn í lifanda lífi. Flestir ef ekki næstum því allir blaðamenn hafa skrifað vel um Kobe Bryant og gert mikið úr hans afrekum inn á körfuboltavellinum. Þar er vissulega nóg að taka. Kobe er einn besti leikmaður allra tíma, sá þriðji stigahæsti frá upphafi, sá eini til að spila tuttugu tímabil fyrir sama félag og þá er hann fimmfaldur NBA-meistari með Los Angeles Lakers. Jack Tien-Dana, blaðamaður Rolling Stone, fór allt aðra leið en flestir aðrir blaðamann sem hafa verið að gera upp magnaðan feril Kobe á síðustu dögum. Rolling Stone birti grein Jack Tien-Dana á sama degi og Kobe kvaddi NBA og þar er fyrirsögnin: Kobe Bryant: Goodbye to the NBA's All-Time Asshole. Tien-Dana segist þarna vera að kveðja mesta fíflið í sögu NBA-deildarinnar og hann rökstyður mál sitt vel. Hann varar líka mikla aðdáendur Kobe Bryant við í upphafi greinarinnar að það sé kannski best fyrir þá að hætta að lesa. Tien-Dana er þarna að skrifa að vara þá við sem sögðu upp vinnunni til að fylgja Kobe í síðustu leikjunum eða þá sem kaupa treyjurnar hans á 824 dollara eða yfir hundrað þúsund íslenskar krónur. Jack Tien-Dana gerir þar mikið úr því hversu erfitt hefur verið að lifa með keppnismanninum Kobe Bryant í gegnum tíðina, bæði fyrir liðsfélaga, mótherja og greinilega fjölmiðlamenn líka. Jack Tien-Dana segir að sem betur fer sé komið að síðasta leik Kobe svo að NBA-aðdáendur geti loksins farið að einbeita sér að einhverju betra og skemmtilegra. Það er hægt að lesa greinina hans hér. Kobe Bryant átti reyndar lokaorðið því hann skoraði 60 stig í lokaleiknum sínum í nótt og varð elsti maðurinn í sögunni til að skora meira en 50 stig í leik.
NBA Tengdar fréttir Kobe skoraði 60 stig í síðasta leiknum sínum | Myndbönd Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. 14. apríl 2016 07:30 Kveðja, Kobe Kobe Bryant spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í nótt en þá lauk hans tuttugasta tímabili í NBA-deildinni. Það eru afar fáir leikmenn í sögu NBA sem hafa afrekað jafnmikið og Kobe á þessum tveimur áratugum. Fréttablaðið skoðar í dag svipmyndir frá þessum magnaða ferli svörtu mömbunnar. 14. apríl 2016 06:30 Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Kobe skoraði 60 stig í síðasta leiknum sínum | Myndbönd Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. 14. apríl 2016 07:30
Kveðja, Kobe Kobe Bryant spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í nótt en þá lauk hans tuttugasta tímabili í NBA-deildinni. Það eru afar fáir leikmenn í sögu NBA sem hafa afrekað jafnmikið og Kobe á þessum tveimur áratugum. Fréttablaðið skoðar í dag svipmyndir frá þessum magnaða ferli svörtu mömbunnar. 14. apríl 2016 06:30