Þrjátíu mál um undanskot upp úr skattaskjólsgögnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. apríl 2016 19:00 Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú 30 mál þar sem grunur er um skattundanskot á grundvelli leynigagna sem keypt voru á síðasta ári. Ríkisskattstjóri hefur stofnað 178 mál vegna vantalinna tekna á grundvelli þessara sömu gagna. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri voru gestir á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Fundurinn var liður í sérstökum aðgerðum þingsins gegn skattaskjólum eftir Panama lekann. Fram kom á fundinum að embætti ríkisskattstjóra hefði stofnað alls 178 mál vegna vanframtalinna tekna upp úr leynigögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem skattyfirvöld keyptu í fyrra af ónafngreindum erlendum manni á jafnvirði 37 milljóna króna. Embætti skattrannsóknarstjóra er síðan með 30 mál um skattundanskot í rannsókn á grundvelli þessara sömu gagna en Bryndís áætlar að þeim fjölgi. Hún segir ekki tímabært að gefa upp um hvað þessi undanskot nemi hárri fjárhæð samtals því upphæðin komi nær örugglega til með að breytast þar sem rannsókn sé ekki lokið. Öll brot í þessum gögnum frá því fyrir 2009 eru fyrnd þar sem skattalagabrot fyrnast á sex árum. Fyrir utan stórfelld skattalagabrot sem varða við hegningarlög en þau fyrnast á tíu árum. „Það þarf þá að vinsa út þau mál sem eru fyrnd og þau mál sem ekkert er í, ef svo má segja,“ segir Bryndís.Er almennt bann á eignarhaldi félaga í skattaskjólum raunhæft? Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skoðar nú lagabreytingar til að sporna gegn skattaskjólum. Formaður nefndarinnar vill helst banna eignarhald á aflandsfélögum í skattaskjólum með lögum. Bryndís Kristjánsdóttir segist ekki treysta sér til að svara því hvort slík almenn bannregla sé raunhæf. EES-samningurinn útilokar ekki að sett verði lög sem banna vistun eigna á lágskattasvæðum utan EES-svæðisins. Ákvæði samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga gildir milli ríkjanna sem eiga aðild að samningnum en ekki um önnur ríki. Hins vegar væri leikur einn að fara framhjá banninu með því að stofna félag í Lúxemborg og fara þaðan til Jómfrúreyja, svo dæmi sé tekið. Slíkt félag gæti hins vegar ekki fjárfest hér á landi næði ákvæði um gagnsæi eignarhalds fram að ganga en slík lagabreyting er til skoðunar. Annað sem er til skoðunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd er sérstakt ákvæði sem gerir ráðgjöf um skattundanskot refsiverða. Ákvæði um hlutdeild er í gildandi hegningarlögum og ráðgjöf getur falið í sér hlutdeildarbrot ef fortölur eða hvatning um að fremja skattalagabrot er sönnuð. Það má því segja að ráðgjöf um skattundanskot sé nú þegar refsiverð feli hún í sér fortölur eða hvatningu um að fremja tiltekið brot. Myndi sérstakt refsiákvæði um ráðgjöf einhverju bæta við gildandi lagaramma? „Það er hlutdeildarákvæði núna og mál á borði skattrannsóknarstjóra hafa vakið spurningar um þetta, hvort um hlutdeild sé að ræða. En það hefur verið erfitt að sýna fram á það því þótt ráðgjöf sé veitt þá þarf hún að vera tengd einhverju tilteknu broti,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.Sjá viðtal við Frosta Sigurjónsson formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hér fyrir neðan. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú 30 mál þar sem grunur er um skattundanskot á grundvelli leynigagna sem keypt voru á síðasta ári. Ríkisskattstjóri hefur stofnað 178 mál vegna vantalinna tekna á grundvelli þessara sömu gagna. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri voru gestir á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Fundurinn var liður í sérstökum aðgerðum þingsins gegn skattaskjólum eftir Panama lekann. Fram kom á fundinum að embætti ríkisskattstjóra hefði stofnað alls 178 mál vegna vanframtalinna tekna upp úr leynigögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem skattyfirvöld keyptu í fyrra af ónafngreindum erlendum manni á jafnvirði 37 milljóna króna. Embætti skattrannsóknarstjóra er síðan með 30 mál um skattundanskot í rannsókn á grundvelli þessara sömu gagna en Bryndís áætlar að þeim fjölgi. Hún segir ekki tímabært að gefa upp um hvað þessi undanskot nemi hárri fjárhæð samtals því upphæðin komi nær örugglega til með að breytast þar sem rannsókn sé ekki lokið. Öll brot í þessum gögnum frá því fyrir 2009 eru fyrnd þar sem skattalagabrot fyrnast á sex árum. Fyrir utan stórfelld skattalagabrot sem varða við hegningarlög en þau fyrnast á tíu árum. „Það þarf þá að vinsa út þau mál sem eru fyrnd og þau mál sem ekkert er í, ef svo má segja,“ segir Bryndís.Er almennt bann á eignarhaldi félaga í skattaskjólum raunhæft? Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skoðar nú lagabreytingar til að sporna gegn skattaskjólum. Formaður nefndarinnar vill helst banna eignarhald á aflandsfélögum í skattaskjólum með lögum. Bryndís Kristjánsdóttir segist ekki treysta sér til að svara því hvort slík almenn bannregla sé raunhæf. EES-samningurinn útilokar ekki að sett verði lög sem banna vistun eigna á lágskattasvæðum utan EES-svæðisins. Ákvæði samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga gildir milli ríkjanna sem eiga aðild að samningnum en ekki um önnur ríki. Hins vegar væri leikur einn að fara framhjá banninu með því að stofna félag í Lúxemborg og fara þaðan til Jómfrúreyja, svo dæmi sé tekið. Slíkt félag gæti hins vegar ekki fjárfest hér á landi næði ákvæði um gagnsæi eignarhalds fram að ganga en slík lagabreyting er til skoðunar. Annað sem er til skoðunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd er sérstakt ákvæði sem gerir ráðgjöf um skattundanskot refsiverða. Ákvæði um hlutdeild er í gildandi hegningarlögum og ráðgjöf getur falið í sér hlutdeildarbrot ef fortölur eða hvatning um að fremja skattalagabrot er sönnuð. Það má því segja að ráðgjöf um skattundanskot sé nú þegar refsiverð feli hún í sér fortölur eða hvatningu um að fremja tiltekið brot. Myndi sérstakt refsiákvæði um ráðgjöf einhverju bæta við gildandi lagaramma? „Það er hlutdeildarákvæði núna og mál á borði skattrannsóknarstjóra hafa vakið spurningar um þetta, hvort um hlutdeild sé að ræða. En það hefur verið erfitt að sýna fram á það því þótt ráðgjöf sé veitt þá þarf hún að vera tengd einhverju tilteknu broti,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.Sjá viðtal við Frosta Sigurjónsson formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hér fyrir neðan.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira