Bíó og sjónvarp

Fyrsta stiklan úr Doctor Strange býður upp á yfirskilvitlegan veruleika

Birgir Olgeirsson skrifar
Benedict Cumberbatch í hlutverki Doctor Strange.
Benedict Cumberbatch í hlutverki Doctor Strange. YouTube
Hér er fyrsta sýnishornið úr myndinni Doctor Strange sem er væntanleg í kvikmyndahús í lok október næstkomandi. Doctor Strange er úr myndasagnaheimi Marvel og verður hluti af Avengers-heiminum þar sem hann mun þjóna því hlutverki að vera tengingin yfir í yfirskilvitlega heiminn.

Í myndasagnaheimi Marvel heitir Doctor Strange fullu nafni Dr. Stephen Vincent Strange. Í upphafi var hann sjálfhverfur taugaskurðlæknir sem breytist síðar í seiðkarl eftir að hafa lent í hrikalegu bílslysi. 

Með hlutverk Doctor Strange fer breski leikarinn Benedict Cumberbatch en Tilda Swinton, Rachel McAdams, Chiwetel Ejiofor og Mads Mikkelsen fara einnig með hlutverk í myndinni. Tilda Swinton leikur læriföður Dr. Strange, The Ancient One, en Ejiofor mun leika Baron Mordo. Leikstjóri myndarinnar er Scott Derrickson.

Marvel hafði lofað að Doctor Strange yrði töluvert öðruvísi en aðrar myndir í ofurhetjuheimi myndasögufyrirtækisins og ber stiklan þess merki. 






Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.