Kosningakrafa stjórnarandstöðunnar Árni Stefán Árnason skrifar 13. apríl 2016 13:25 Undrun vekja hjá mér viðbrögð ¾ hluta stjórnarandstöðuflokkanna, Samfylkingar , Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar, hluta fimmflokksins á þingi, sem margoft hefur verið kallað eftir að víki með orðunum: fjórflokkinn burt. Þessir flokkar æpa nú sigurvissir hátt eftir kosningum. Háttalag þeirra er, sem hafi þeir dottið í lukkupottinn eins og andstaðan er við núverandi ríkisstjórn í háværum mótmælum m.a. á Austurvelli. Eins og verið sé að kalla á eftir þeim til að taka við stjórn landsins. Þeir eigi sigur vísan í næstu alþingiskosningum. Fylgi allra þessara andstöðuflokka er engu að síður í sögulegu lágmarki. Ekki að ástæðulausu þegar horft er til baka. Kjósendur bera ekkert meira traust til þessara flokka en áður, það sýna kannanir, traust þeirra er jafn rúið og ríkisstjórnarflokkanna, bara með öðrum hætti. Ég vona, að Píratar, sá flokkur, sem sker sig úr heildinnni í fylgi skv. könnunum í fjölda missera, sker sig úr heildinni með grunngildum sínum, pólitískum siðferðisviðmiðum og öðrum góðum hugsjónum sigli nú áfram sína leið, sem fyrr og skoði gaumgæfilega hvort hann leyfi öðrum stjórnarandstöðuflokkum að hanga í pilsfaldi sínum. Kratar, Vinstri grænir og Björt framtíð bjóða ekki upp á neitt nýtt þrátt fyrir uppákomur síðustu daga. Pólitík þeirra er gamaldags, úreld. Pólitík, sem flestir vilja losna við og hinn almenni kjósandi er löngu orðinn þreyttur á. Hve lengi höfum við kallað: fjórflokkinn burt? Mjög lengi. Alltof lengi! Mín skoðun er, eftir af hafa fylgst gaumgæfilega með Samfylkingunni (áður Alþýðuflokknum), Vinstri grænum (áður Alþýðubandalaginu) og Bjartri framtíð er að tími þeirra sé útrunninn. Það sé misskilningur hjá forystumönnnum þessara flokka að verið sé að kalla eftir þeim til stjórnar landsins. Það kann að vera, að sumum virðist stefna Pírata óljós. Ég hef skilning á því en tel mig skilja gildin og styð þau. Píratar mælast langstærsti stjórnmálaflokkur Íslands í könnunum. Ekki að ástæðulausu, þegar grannt er skoðað. Í grunngildum flokksins felst mikilvæg undirliggjandi stefna. Skilningur á henni krefst lærdóms. Máski er það réttmæt krafa að gildin séu stílfærð með aðgengilegri hætti fyrir þá er telja sig ekki geta greint neina stjórnmálastefnu í þeim. Á það ekki síst við um eldri borgara og ónetvædda. - Ég get í vissum skilningi tekið undir þá kröfu. Fylgi við Pírata ykist stórum og væri það vel! Síðast en ekki síst eru Píratar, einn flokka, sem barist hefur fyrir gildistöku frumvarps Stjórnalagaráðs eins og það liggur fyrir, kosið var um og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Undrun vekja hjá mér viðbrögð ¾ hluta stjórnarandstöðuflokkanna, Samfylkingar , Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar, hluta fimmflokksins á þingi, sem margoft hefur verið kallað eftir að víki með orðunum: fjórflokkinn burt. Þessir flokkar æpa nú sigurvissir hátt eftir kosningum. Háttalag þeirra er, sem hafi þeir dottið í lukkupottinn eins og andstaðan er við núverandi ríkisstjórn í háværum mótmælum m.a. á Austurvelli. Eins og verið sé að kalla á eftir þeim til að taka við stjórn landsins. Þeir eigi sigur vísan í næstu alþingiskosningum. Fylgi allra þessara andstöðuflokka er engu að síður í sögulegu lágmarki. Ekki að ástæðulausu þegar horft er til baka. Kjósendur bera ekkert meira traust til þessara flokka en áður, það sýna kannanir, traust þeirra er jafn rúið og ríkisstjórnarflokkanna, bara með öðrum hætti. Ég vona, að Píratar, sá flokkur, sem sker sig úr heildinnni í fylgi skv. könnunum í fjölda missera, sker sig úr heildinni með grunngildum sínum, pólitískum siðferðisviðmiðum og öðrum góðum hugsjónum sigli nú áfram sína leið, sem fyrr og skoði gaumgæfilega hvort hann leyfi öðrum stjórnarandstöðuflokkum að hanga í pilsfaldi sínum. Kratar, Vinstri grænir og Björt framtíð bjóða ekki upp á neitt nýtt þrátt fyrir uppákomur síðustu daga. Pólitík þeirra er gamaldags, úreld. Pólitík, sem flestir vilja losna við og hinn almenni kjósandi er löngu orðinn þreyttur á. Hve lengi höfum við kallað: fjórflokkinn burt? Mjög lengi. Alltof lengi! Mín skoðun er, eftir af hafa fylgst gaumgæfilega með Samfylkingunni (áður Alþýðuflokknum), Vinstri grænum (áður Alþýðubandalaginu) og Bjartri framtíð er að tími þeirra sé útrunninn. Það sé misskilningur hjá forystumönnnum þessara flokka að verið sé að kalla eftir þeim til stjórnar landsins. Það kann að vera, að sumum virðist stefna Pírata óljós. Ég hef skilning á því en tel mig skilja gildin og styð þau. Píratar mælast langstærsti stjórnmálaflokkur Íslands í könnunum. Ekki að ástæðulausu, þegar grannt er skoðað. Í grunngildum flokksins felst mikilvæg undirliggjandi stefna. Skilningur á henni krefst lærdóms. Máski er það réttmæt krafa að gildin séu stílfærð með aðgengilegri hætti fyrir þá er telja sig ekki geta greint neina stjórnmálastefnu í þeim. Á það ekki síst við um eldri borgara og ónetvædda. - Ég get í vissum skilningi tekið undir þá kröfu. Fylgi við Pírata ykist stórum og væri það vel! Síðast en ekki síst eru Píratar, einn flokka, sem barist hefur fyrir gildistöku frumvarps Stjórnalagaráðs eins og það liggur fyrir, kosið var um og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar