Bíó og sjónvarp

Steindi byrjar með Ghetto Betur á Stöð 2: Hlín Einars dómari og Kalli Bjarni stigavörður

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þetta verður eitthvað!
Þetta verður eitthvað! Mynd/Arnþór Birkis
„Þessi þáttur er eins og Gettu Betur, samt ekki,” segir Steinþór Hróar Steinþórsson sem verður umsjónarmaður í nýjum spurningaþætti sem hefst á Stöð 2 í maí og mun bera nafnið Ghetto Betur. Hlín Einarsdóttir verður dómari í þættinum, Kalli Bjarni stigavörður og María Guðmundsdóttir verður plötusnúður.

Fyrirkomulag þáttarins verður á þá leið að tveir fulltrúar frá hverju bæjarfélagi mæta og spreyta sig á vel völdum spurningum. Liðin þurfa að leysa ákveðnar þrautir og fá einnig ýmiskonar verkefni eins og t.d. að stela úr matvörubúðum.

Steindi Jr. mun einnig fara á flakk og skoða bæjarfélögin og kynna sér aðrar hliðar á þeim. Svo verða einnig leikin atriði en fyrst og fremst er um að ræða fræðandi spurningaþátt. 

Hver vill t.d. ekki vita hvað ostborgaratilboð í Snælandsvídeó kostar í dag?


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.