Koma fram á stærstu metal-hátíð í heimi Stefán Þór Hjartarson skrifar 13. apríl 2016 10:00 Hjalti Sveinsson, Andri Björn Birgisson og Aðalsteinn Magnússon, liðsmenn hljómsveitarinnar Auðnar, sem kemur fram á Wacken Open Air hátíðinni í sumar. Vísir/Anton Brink „Ég er bara hæstánægður,“ segir Aðalsteinn Magnússon, gítarleikari sveitarinnar Auðnar, um viðbrögð sín við þessum stóra sigri. Þetta var í sjöunda sinn sem keppnin Wacken Metal Battle er haldin hér á landi en hún hefur verið haldin allt frá árinu 2009. Alls tóku sex bönd þátt þetta árið auk þess sem Dimma og In the Company of Men, sem sigraði í fyrra, tróðu upp sem gestahljómsveitir. Keppnin er haldin um nánast allan heim, eða í um 40 löndum, og í henni er barist um tækifæri til að fá að spila á Wacken Open Air hátíðinni auk stúdíótíma og peningaverðlauna. Á þessari samkomu er þungmálmi gert hátt undir höfði og eru herlegheitin haldin í smábænum Wacken í Þýskalandi í ágúst ár hvert og hefur svo verið síðan 1990. Þangað flykkjast um 80.000 gestir árlega auk þess sem þar koma fram allar helstu metalsveitir heimsins, en í ár eru t.d. staðfest böndin Iron Maiden og Twisted Sister – en líklegt er að fleiri sveitir verði tilkynntar þegar nær dregur hátíðahöldunum. „Þetta er stærsta metalhátíðin í heiminum, þannig að þetta er svaka „exposure“ fyrir lítið band, fyrst og fremst er þetta aðgangur að erlendum blaðamönnum, prómóterum og útsendurum erlendra plötufyrirtækja,“ útskýrir Aðalsteinn. Það er ljóst að þessi samkunda er gríðarlega mikilvæg metal-senunni og gæti hæglega orðið skotpallur fyrir metnaðarfulla íslenska hljómsveit að taka þátt í svona stórum viðburði. „Við nennum ekkert að spila endalaust á Íslandi,“ segir Aðalsteinn hlæjandi og það er augljóst að Auðn ætlar sér að nýta þetta stóra tækifæri til fulls. Auðn hefur verið starfandi síðan 2010 og spilar sveitin melódískan black metal. Hljómsveitin er skipuð þeim Aðalsteini Magnússyni og Andra Birni Birgissyni sem báðir spila á gítar, Hjalta Sveinssyni söngvara, Hjálmari Gylfasyni á bassa og Sigurði Kjartani Pálssyni sem ber trommur. Auðn gaf út plötuna Auðn árið 2014 og hægt er að kaupa og streyma henni á Bandcamp-síðu sveitarinnar. Platan hefur fengið afar góðar viðtökur. „Við erum á fullu að semja efni fyrir næstu plötu og við stefnum á að gefa hana út á þessu ári. En annars er allt brjálað að gera hjá okkur, við verðum að spila á Eistnaflugi í sumar, komum fram í London 20. maí og verðum svo á Blastfest í Noregi í febrúar.“ Í London koma þeir fram á sérstöku kynningarkvöldi í tengslum við Eistnaflug ásamt hljómsveitunum Zhrine og Severed. Það er því ljóst að næstu misseri verða ákaflega spennandi hjá Auðn og verður fróðlegt að fylgjast með því hvað gerist í framhaldinu. Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Ég er bara hæstánægður,“ segir Aðalsteinn Magnússon, gítarleikari sveitarinnar Auðnar, um viðbrögð sín við þessum stóra sigri. Þetta var í sjöunda sinn sem keppnin Wacken Metal Battle er haldin hér á landi en hún hefur verið haldin allt frá árinu 2009. Alls tóku sex bönd þátt þetta árið auk þess sem Dimma og In the Company of Men, sem sigraði í fyrra, tróðu upp sem gestahljómsveitir. Keppnin er haldin um nánast allan heim, eða í um 40 löndum, og í henni er barist um tækifæri til að fá að spila á Wacken Open Air hátíðinni auk stúdíótíma og peningaverðlauna. Á þessari samkomu er þungmálmi gert hátt undir höfði og eru herlegheitin haldin í smábænum Wacken í Þýskalandi í ágúst ár hvert og hefur svo verið síðan 1990. Þangað flykkjast um 80.000 gestir árlega auk þess sem þar koma fram allar helstu metalsveitir heimsins, en í ár eru t.d. staðfest böndin Iron Maiden og Twisted Sister – en líklegt er að fleiri sveitir verði tilkynntar þegar nær dregur hátíðahöldunum. „Þetta er stærsta metalhátíðin í heiminum, þannig að þetta er svaka „exposure“ fyrir lítið band, fyrst og fremst er þetta aðgangur að erlendum blaðamönnum, prómóterum og útsendurum erlendra plötufyrirtækja,“ útskýrir Aðalsteinn. Það er ljóst að þessi samkunda er gríðarlega mikilvæg metal-senunni og gæti hæglega orðið skotpallur fyrir metnaðarfulla íslenska hljómsveit að taka þátt í svona stórum viðburði. „Við nennum ekkert að spila endalaust á Íslandi,“ segir Aðalsteinn hlæjandi og það er augljóst að Auðn ætlar sér að nýta þetta stóra tækifæri til fulls. Auðn hefur verið starfandi síðan 2010 og spilar sveitin melódískan black metal. Hljómsveitin er skipuð þeim Aðalsteini Magnússyni og Andra Birni Birgissyni sem báðir spila á gítar, Hjalta Sveinssyni söngvara, Hjálmari Gylfasyni á bassa og Sigurði Kjartani Pálssyni sem ber trommur. Auðn gaf út plötuna Auðn árið 2014 og hægt er að kaupa og streyma henni á Bandcamp-síðu sveitarinnar. Platan hefur fengið afar góðar viðtökur. „Við erum á fullu að semja efni fyrir næstu plötu og við stefnum á að gefa hana út á þessu ári. En annars er allt brjálað að gera hjá okkur, við verðum að spila á Eistnaflugi í sumar, komum fram í London 20. maí og verðum svo á Blastfest í Noregi í febrúar.“ Í London koma þeir fram á sérstöku kynningarkvöldi í tengslum við Eistnaflug ásamt hljómsveitunum Zhrine og Severed. Það er því ljóst að næstu misseri verða ákaflega spennandi hjá Auðn og verður fróðlegt að fylgjast með því hvað gerist í framhaldinu.
Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira