Erlent

Túrskattur heyrir sögunni til í New York

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Túrskattur er úr sögunni í New York.
Túrskattur er úr sögunni í New York. Vísir/Getty
Allt stefnir í að New York ríki bætist næst í hóp þeirra ríkja Bandaríkjanna sem ákveðið hafa að afnema svokallaðan túrskatt en það er sá skattur kallaður sem leggst á dömubindi og túrtappa. 

Túrskatturinn svokallaði hefur verið talsvert til umræðu hér á landi.  Átta þingmenn stjórnarandstöðunnar lögðu fram frumvarp til breytingar á lögum um virðisaukaskatt fyrir áramót þar sem lagt er til að skatturinn fari niður úr 24 prósentum niður í 11 prósent. Stuttu síðar bárust fregnir þess efnis að Frakkar hefðu lækkað túrskattinn úr 20 prósentum í 5,5 prósent.

Ríkisstjórinn Andrew Cuomo á blaðamannafundi.Vísir/AFP
Gert er ráð fyrir því að ríkisstjóri New York, Andrew Cuomo, komi til með að skrifa undir lagabreytingu bráðlega sem afnemur skatt á ákveðnum hreinlætisvörum fyrir konur; svosem á túrtöppum og blautþurrkum. Breytingin fór í gegnum öldungadeild þingsins á mánudag. 

Sjá einnig: „Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“

„Við sögðumst ætla að vinna með löggjafarvaldinu í að afnema þennan skatt og við fögnum framtaki þeirra,“ sagði Dani Lever, talsmaður Cuomo, í samtali við BuzzFeed

Heiða Kristín og Bjarni Benediktsson.Vísir/Pjetur
„Það að bollakökur og sirkus sýningar séu undanþegnar frá söluskatti í New York ríki en ekki blautþurrkur og túrtappar, vörur sem konur þurfa að notast við, er óskiljanlegt,“ sagði öldungardeildarþingmaðurinn Susan Serino í fréttatilkynningu en hún studdi breytingartillöguna. 

New York kemst með breytingunni í hóp fimm annarra ríkja sem þegar hafa samþykkt sambærilega breytingu en það eru Maryland, Massachusetts, Minnesota, New Jersey og Pennsylvania.

Umræða hefur skapast um túrskatt hér á landi, Heiða Kristín Helgadóttir fyrrum þingmaður Bjartar Framtíðar vakti sérstaka athygli á málinu á þingi þar sem hún spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvort til stæði að lækka skatt á nauðsynlegum hreinlætisvörum fyrir konur. 


Tengdar fréttir

Vilja að túrskattur verði lækkaður

Átta þingmenn stjórnarandstöðunnar, allt karlar, hafa lagt fram frumvarp til breytingar á lögum um virðisaukaskatti þar sem lagt er til að skattur á dömubindi og túrtappur fari úr 24 prósentum í 11 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×