Hælisleitandi sem óttast um líf sitt í Frakklandi á leið úr landi Birgir Olgeirsson skrifar 12. apríl 2016 16:27 Eduard Sakash flýði Rússland árið 2013. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfum rússnesk hælisleitanda sem fór fram að ógilt yrði sú ákvörðun Útlendingastofnunar að mál hans yrði ekki tekin til efnismeðferðar hér á landi. Hælisleitandinn heitir Eduard Alexandrovixh Sakash og er frá Rússlandi en hann sótti um hæli hér á landi í nóvember árið 2014. Við skoðun kom í ljós að hann hafði fyrst sótt um hæli í Frakklandi og var umsókn hans hér á landi hafnað, bæði af Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, með vísan til Dyflinarreglugerðarinnar.Varð fyrir líflátstilraun í Moskvu Sakash starfaði sem viðskiptalögfræðingur í Moskvu en hann sagði í samtali við fréttastofu 365 í fyrra að hann hefði ítrekað orðið fyrir líkamsárásum í heimalandi sínum sökum kynhneigðar sinnar. Auk þess að vera virkur í réttindabaráttu samkynhneigðra í Rússlandi var hann einnig virkur í baráttu stjórnarandstæðinga gegn forseta landsins, Vladimír Pútín. Hann sagði árásarmenn hafa reynt að drepa sig rétt við íbúðina hans í Moskvu í október árið 2013 og ákvað hann í kjölfarið að flýja land. Fyrr sama ár samþykkti rússneska þingið samþykkt frumvarp sem gera alla umfjöllun eða opna umræðu um samkynhneigð ólöglega í Rússlandi. Leið hans lá til Frakklands þar sem fékk að vera en án atvinnuleyfis eða nokkurrar aðstoðar.Telur lífi sínu ógnað í Frakklandi vegna ISIS Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sagði hann líf sitt í mikilli hættu verði honum gert að snúa til Frakklands. Sagði hann aðstæður í Frakklandi þannig í dag, í kjölfar hryðjuverkaárása af völdum ISIS beinlínis hættulegar. Sérstaklega séu aðstæðurnar hættulegar samkynhneigðum og þeim sem séu á móti íslamstrú, en hann flokkist undir báða hópa. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að ákvörðun Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála um að taka hælisumsókn hans ekki til efnismeðferðar sé byggð á Dyflinnarsamstarfinu sem Ísland er aðili að, og ber því að vísa beiðni Sakash til Frakklands vegna ábyrgðar þarlendra yfirvalda á umfjöllun um hælisbeiðni hans. Var það mat Héraðsdóms Reykjavíkur að stjórnvaldsákvarðanir sem teknar voru í máli Sakash hafi ekki verið haldnar þeim annmörkum að leitt geti til ógildingar þeirra. Var íslenska ríkið því sýkna af kröfum Sakash í máli þessu. Flóttamenn Tengdar fréttir Samkynhneigður Rússi fer huldu höfði í Reykjavík "Einhverjir reyndu að drepa mig rétt við íbúðina mína í Moskvu, þegar ég var á leið heim frá vinnu,“ segir Eduard Sakash. 24. september 2015 18:30 Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: "Ég óttast um líf mitt“ Samkynhneigður Rússi sem neitað hefur verið um hæli hér á landi segist óttast um líf sitt í heimalandinu Rússlandi. Hann fer nú huldu höfði í Reykjavík af ótta við að vera sendur úr landi. 24. september 2015 17:45 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfum rússnesk hælisleitanda sem fór fram að ógilt yrði sú ákvörðun Útlendingastofnunar að mál hans yrði ekki tekin til efnismeðferðar hér á landi. Hælisleitandinn heitir Eduard Alexandrovixh Sakash og er frá Rússlandi en hann sótti um hæli hér á landi í nóvember árið 2014. Við skoðun kom í ljós að hann hafði fyrst sótt um hæli í Frakklandi og var umsókn hans hér á landi hafnað, bæði af Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, með vísan til Dyflinarreglugerðarinnar.Varð fyrir líflátstilraun í Moskvu Sakash starfaði sem viðskiptalögfræðingur í Moskvu en hann sagði í samtali við fréttastofu 365 í fyrra að hann hefði ítrekað orðið fyrir líkamsárásum í heimalandi sínum sökum kynhneigðar sinnar. Auk þess að vera virkur í réttindabaráttu samkynhneigðra í Rússlandi var hann einnig virkur í baráttu stjórnarandstæðinga gegn forseta landsins, Vladimír Pútín. Hann sagði árásarmenn hafa reynt að drepa sig rétt við íbúðina hans í Moskvu í október árið 2013 og ákvað hann í kjölfarið að flýja land. Fyrr sama ár samþykkti rússneska þingið samþykkt frumvarp sem gera alla umfjöllun eða opna umræðu um samkynhneigð ólöglega í Rússlandi. Leið hans lá til Frakklands þar sem fékk að vera en án atvinnuleyfis eða nokkurrar aðstoðar.Telur lífi sínu ógnað í Frakklandi vegna ISIS Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sagði hann líf sitt í mikilli hættu verði honum gert að snúa til Frakklands. Sagði hann aðstæður í Frakklandi þannig í dag, í kjölfar hryðjuverkaárása af völdum ISIS beinlínis hættulegar. Sérstaklega séu aðstæðurnar hættulegar samkynhneigðum og þeim sem séu á móti íslamstrú, en hann flokkist undir báða hópa. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að ákvörðun Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála um að taka hælisumsókn hans ekki til efnismeðferðar sé byggð á Dyflinnarsamstarfinu sem Ísland er aðili að, og ber því að vísa beiðni Sakash til Frakklands vegna ábyrgðar þarlendra yfirvalda á umfjöllun um hælisbeiðni hans. Var það mat Héraðsdóms Reykjavíkur að stjórnvaldsákvarðanir sem teknar voru í máli Sakash hafi ekki verið haldnar þeim annmörkum að leitt geti til ógildingar þeirra. Var íslenska ríkið því sýkna af kröfum Sakash í máli þessu.
Flóttamenn Tengdar fréttir Samkynhneigður Rússi fer huldu höfði í Reykjavík "Einhverjir reyndu að drepa mig rétt við íbúðina mína í Moskvu, þegar ég var á leið heim frá vinnu,“ segir Eduard Sakash. 24. september 2015 18:30 Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: "Ég óttast um líf mitt“ Samkynhneigður Rússi sem neitað hefur verið um hæli hér á landi segist óttast um líf sitt í heimalandinu Rússlandi. Hann fer nú huldu höfði í Reykjavík af ótta við að vera sendur úr landi. 24. september 2015 17:45 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Samkynhneigður Rússi fer huldu höfði í Reykjavík "Einhverjir reyndu að drepa mig rétt við íbúðina mína í Moskvu, þegar ég var á leið heim frá vinnu,“ segir Eduard Sakash. 24. september 2015 18:30
Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: "Ég óttast um líf mitt“ Samkynhneigður Rússi sem neitað hefur verið um hæli hér á landi segist óttast um líf sitt í heimalandinu Rússlandi. Hann fer nú huldu höfði í Reykjavík af ótta við að vera sendur úr landi. 24. september 2015 17:45