Benz söluhærra á árinu en BMW á heimsvísu Finnur Thorlacius skrifar 12. apríl 2016 15:36 Mercedes Benz GLC. BMW hefur verið söluhæsta lúxusbílamerki heims í mörg undanfarin ár. Nú horfir hinsvegar svo til að Mercedes Benz hefur selt fleiri bíla en BMW það sem af er liðið ári, en ekki nóg með það, heldur er vöxturinn miklu hraðari hjá Benz en BMW. Söluaukningin hjá Benz er 13% á árinu en 6% hjá BMW. Hjá þriðja lúxusbílaframleiðandanum sem ekki er langt á eftir hinum tveimur, Audi er söluaukningin 4%. Benz hefur alls selt 483.487 bíla til loka mars, Benz 478.743 og Audi 455.750. Það hefur verið yfirlýst markmið hjá Mercedes Benz að ná aftur titlinum söluhæsta lúxusbílamerki heims af BMW og það ekki seinna en árið 2020. Allt útlit er þó fyrir það að markmiðið muni nást strax á þessu ári, 4 árum fyrr en markmiðið. Bílgerðum hefur fjölgað gríðarlega hjá Mercedes Benz á undaförnum misserum og á það stærstan þátt í því hve vel gengur að selja, sem og að Benz hefur veðjað enn fremur á jepplinga og jeppa en hinir tveir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir. BMW er með eldri bílgerðir en Benz og hefur ekki endurnýjað bíla sína eins hratt. Þrátt fyrir að Mercedes Benz sé búið að selja örlítið fleiri bíla en BMW á árinu varð BMW söluhærra á mars og seldi 201.352 bíla, Benz 198.921 og Audi 186.100. Vöxturinn var hinsvegar 8,4% hjá Benz í mars, 2,9% hjá BMW og 4,6% hjá Audi og það eitt bendir til þess að Benz sé líklegt til að ná titlinum af BMW á þessu ári. Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent
BMW hefur verið söluhæsta lúxusbílamerki heims í mörg undanfarin ár. Nú horfir hinsvegar svo til að Mercedes Benz hefur selt fleiri bíla en BMW það sem af er liðið ári, en ekki nóg með það, heldur er vöxturinn miklu hraðari hjá Benz en BMW. Söluaukningin hjá Benz er 13% á árinu en 6% hjá BMW. Hjá þriðja lúxusbílaframleiðandanum sem ekki er langt á eftir hinum tveimur, Audi er söluaukningin 4%. Benz hefur alls selt 483.487 bíla til loka mars, Benz 478.743 og Audi 455.750. Það hefur verið yfirlýst markmið hjá Mercedes Benz að ná aftur titlinum söluhæsta lúxusbílamerki heims af BMW og það ekki seinna en árið 2020. Allt útlit er þó fyrir það að markmiðið muni nást strax á þessu ári, 4 árum fyrr en markmiðið. Bílgerðum hefur fjölgað gríðarlega hjá Mercedes Benz á undaförnum misserum og á það stærstan þátt í því hve vel gengur að selja, sem og að Benz hefur veðjað enn fremur á jepplinga og jeppa en hinir tveir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir. BMW er með eldri bílgerðir en Benz og hefur ekki endurnýjað bíla sína eins hratt. Þrátt fyrir að Mercedes Benz sé búið að selja örlítið fleiri bíla en BMW á árinu varð BMW söluhærra á mars og seldi 201.352 bíla, Benz 198.921 og Audi 186.100. Vöxturinn var hinsvegar 8,4% hjá Benz í mars, 2,9% hjá BMW og 4,6% hjá Audi og það eitt bendir til þess að Benz sé líklegt til að ná titlinum af BMW á þessu ári.
Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent