RÚV-urum bannað að tjá afgerandi afstöðu á Facebook Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2016 11:05 Ef Egill, Eiríkur og Helgi vilja halda störfum sínum í Útvarpshúsinu er eins gott að þeir verði þægir og sitji á strák sínum. Ef fólki þykir sem sláttur sé úr skoðanaríkum vinum sínum á Facebook og Twitter sem jafnframt starfa á RÚV, svo sem þeim Helga Seljan og Eiríki Guðmundssyni svo handahófskennd dæmi séu nefnd, er ástæða fyrir því. Nýjar siðareglur hafa gengið í gildi í Útvarpshúsinu. Þar segir meðal annars: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum.“ Auk þess segir: „Starfsfólk gætir að því að vera óháð stjórnmálalegum, hugmyndafræðilegum og efnahagslegum hagsmunum í efnismeðferð og ritstjórnarákvörðunum.“Ekki fleiri pistlar frá Eiríki Guðmundssyni Stjórnendur hafa fylgt þessu eftir með því að árétta þetta við starfsfólk og nýjar verklagsreglur kveða á um að ekki séu neinir pistlar fluttir sem heita mega pólitískir. Vísir hefur heyrt af því að þegar hafi einn slíkur pistill verið stöðvaður en Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri segist ekki þekkja dæmi þess.Nýr þjónustusamningur undirritaður. Illugi Gunnarsson, Karitas H. Gunnarsdóttir, Guðlaugur G. Sverrisson, Ásta Magnúsdóttir og Magnús Geir Þórðarson. Við undirritun var vakin sérstök athygli á hinum nýju siðareglum.„Fastir pólitískir pistlar frétta- og dagskrárgerðarmanna hafa ekki verið á dagskrá RÚV en ein grundvallarregla fjölmiðla í almannaþjónustu er að frétta- og dagskrárgerðamenn gæti óhlutdrægni í allri umfjöllun. Mér vitanlega hafa engir dagskrárliðir eða viðhorfspistlar verið felldir niður í dagskrá RÚV að undanförnu.“ Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður hefur flutt skoðanaríka og vinsæla pistla í þætti sínum Víðsjá. Hann mun ekki flytja fleiri pistla – en hann er reyndar kominn í tímabundið leyfi til að sinna ritstörfum. Þá er ekki vitað hvaða áhrif þessar nýju siðareglur hafa á stöðu Egils Helgasonar, sem árum og áratugum saman hefur skrifað um stjórnmál, síðustu árin á vefmiðilinn Eyjuna. Og víst er að einhverjir munu sakna þess að Helgi Seljan láti menn heyra það á Facebook.Illugi kom ekki að málum að sögn Útvarpsstjóra Verulegrar óánægju gætir innan dyra Útvarpshússins, ótti og það er þá eftir öðru að Vísi hefur ekki tekist að fá neinn meðal frétta- og dagskrárgerðarmanna til að tjá sig um þessa nýju stöðu. Vísir ræddi við Magnús Geir og spurði hann hvers vegna farið hefði verið fram á það að starfsmenn tjái sig með afgerandi hætti á samfélagsmiðlum, svo sem Facebook? „Í samræmi við Siðareglur starfsmanna RÚV þá ber starfsfólki sem sinnir vinnslu frétta eða vinnur við fréttatengt efni og dagskrárgerð að gæta þess að taka ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólítísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ.á.m. á samfélagsmiðlum. Þetta liggur fyrir og innan þessa ramma starfar starfsfólk RÚV,“ segir Magnús Geir og neitar því, aðspurður hvort Illugi Gunnarsson og ráðuneyti hans hafi hlutast til um þetta tiltekna mál. Þá segir hann að pólitískir pistlar hafi ekki verið teknir af dagskrá samkvæmt kröfu Illuga.Páll Vilhjálmsson hrósar sigri RÚV hefur mátt sæta linnulítilli gagnrýni þess efnis að fréttaflutningur ríkisfjölmiðilsins sé ekki hlutlaus. Einkum hefur þessi gagnrýni komið frá stjórnarþingmönnum og má nefna Vigdísi Hauksdóttur formann fjárlaganefndar í því samhengi sem og Karl Garðarsson þingmann Framsóknarflokkinn í því samhengi, sem segir í nýlegum pistili: „Ríkisútvarpið hefur loksins fellt grímuna. Hún er ófögur ásjónan sem við blasir. Óvinur nr. 1 er fundinn í Framsóknarflokknum.“Páll, Vigdís og Karl hafa öll gengið hart fram og sakað RÚV um það að ganga erinda tiltekinna afla með fréttamennsku sinni. Nýjar siðareglur virðast taki fullt tillit til gagnrýni þeirra.Svo virðist sem verið sé að bregðast við þessum röddum með hertum reglum sem snúa að tjáningu starfsmanna. Páll Vilhjálmsson, kennari og álitsgjafi og handgenginn ríkisstjórninni, hefur túlkað þetta sem svo, á Facebooksvæði þar sem fjallað er um blaðamennsku, að RÚV sé að fallast á réttmæti gagnrýninnar. Hann hefur ítrekað gagnrýnt RÚV á bloggsíðu sinni og sakað um áróður undir yfirskini fréttamennsku. Í tilkynningu þar sem greint er frá undirritun nýs þjónustusamnings er þetta rækilega undirstrikað, og stingur óneitanlega nokkuð í stúf við efni tilkynningarinnar. „Í þágu gæða og fagmennsku er einnig gert ráð fyrir að starfsfólk Ríkisútvarpsins starfi eftir siðareglum og að fréttareglur fréttastofu verði uppfærðar. Jafnframt er kveðið sérstaklega á um hlutleysisskyldu fréttastofu og að ólík sjónarmið komi fram.“RÚV ber að stuðla að lýðræðislegri umræðu Magnús Geir segir það hins vegar ekki svo að ráðuneytið hafi komið að málum. „Nýr þjónustusamningur hefur verið í undirbúningi síðan árið 2014, með nokkrum hléum, og var svo undirritaður í síðustu viku eftir að stjórn RÚV hafði samþykkt samninginn á stjórnarfundi. Samningurinn hvílir á útvarpslögum og útfærir nánar markmið og skuldbindingar á samningstímanum. Í samningnum er hvergi rætt um að RÚV virði hlutleysiskröfu en hins vegar er, í samræmi við útvarpslög sem samþykkt voru árið 2013, kveðið á um að RÚV skuli „stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi.“ Einnig í samræmi við laganna bókstaf er kveðið á um að RÚV beri að veita „víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga frétta- og fréttaskýringaþjónustu“. Ég sé ekki að nokkuð í samningnum feli í sér að RÚV hafi áður brugðist skyldum sínum.“Tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár aukaatriði Starfshópinn sem Magnús nefnir skipa Margrét Magnúsdóttir, sem er formaður hópsins, Brynja Þorgeirsdóttir, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Jóhann Hlíðar Harðarsson og Þröstur Helgason. Leifur Hauksson kom í stað Elísabet Indru í ágúst 2015. Svo virðist sem hópurinn hafi ekki talið tjáningarfrelsisákvæði Stjórnarskrárinnar skipta máli við samningu nýrra siðareglna. En þar sem segir meðal annars að tjáningarfrelsi megi aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Þá hefur hópurinn ekki litið til þess að í Siðareglum Blaðamannafélagsins er gerður skýr greinarmunurá viðhorfspistlum og svo fréttaflutningi. „Siðareglur þessar setja ekki hömlur á tjáningafrelsi blaðamanna sem skrifa undir fullu nafni afmarkaða þætti í fjölmiðlum, til dæmis gagnrýni, þar sem persónulegar skoðanir höfundar eru í fyrirrúmi.“ Einhver kynni að túlka virkni hinna nýju siðareglna sem svo að ef finna má einhverja skoðun í ranni einhvers starfsmanna RÚV þá þýði það einfaldlega að fréttaflutningurinn sé þar með hlutdrægur. Út frá því virðist gengið í nýjum siðareglum stofnunarinnar. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Ef fólki þykir sem sláttur sé úr skoðanaríkum vinum sínum á Facebook og Twitter sem jafnframt starfa á RÚV, svo sem þeim Helga Seljan og Eiríki Guðmundssyni svo handahófskennd dæmi séu nefnd, er ástæða fyrir því. Nýjar siðareglur hafa gengið í gildi í Útvarpshúsinu. Þar segir meðal annars: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum.“ Auk þess segir: „Starfsfólk gætir að því að vera óháð stjórnmálalegum, hugmyndafræðilegum og efnahagslegum hagsmunum í efnismeðferð og ritstjórnarákvörðunum.“Ekki fleiri pistlar frá Eiríki Guðmundssyni Stjórnendur hafa fylgt þessu eftir með því að árétta þetta við starfsfólk og nýjar verklagsreglur kveða á um að ekki séu neinir pistlar fluttir sem heita mega pólitískir. Vísir hefur heyrt af því að þegar hafi einn slíkur pistill verið stöðvaður en Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri segist ekki þekkja dæmi þess.Nýr þjónustusamningur undirritaður. Illugi Gunnarsson, Karitas H. Gunnarsdóttir, Guðlaugur G. Sverrisson, Ásta Magnúsdóttir og Magnús Geir Þórðarson. Við undirritun var vakin sérstök athygli á hinum nýju siðareglum.„Fastir pólitískir pistlar frétta- og dagskrárgerðarmanna hafa ekki verið á dagskrá RÚV en ein grundvallarregla fjölmiðla í almannaþjónustu er að frétta- og dagskrárgerðamenn gæti óhlutdrægni í allri umfjöllun. Mér vitanlega hafa engir dagskrárliðir eða viðhorfspistlar verið felldir niður í dagskrá RÚV að undanförnu.“ Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður hefur flutt skoðanaríka og vinsæla pistla í þætti sínum Víðsjá. Hann mun ekki flytja fleiri pistla – en hann er reyndar kominn í tímabundið leyfi til að sinna ritstörfum. Þá er ekki vitað hvaða áhrif þessar nýju siðareglur hafa á stöðu Egils Helgasonar, sem árum og áratugum saman hefur skrifað um stjórnmál, síðustu árin á vefmiðilinn Eyjuna. Og víst er að einhverjir munu sakna þess að Helgi Seljan láti menn heyra það á Facebook.Illugi kom ekki að málum að sögn Útvarpsstjóra Verulegrar óánægju gætir innan dyra Útvarpshússins, ótti og það er þá eftir öðru að Vísi hefur ekki tekist að fá neinn meðal frétta- og dagskrárgerðarmanna til að tjá sig um þessa nýju stöðu. Vísir ræddi við Magnús Geir og spurði hann hvers vegna farið hefði verið fram á það að starfsmenn tjái sig með afgerandi hætti á samfélagsmiðlum, svo sem Facebook? „Í samræmi við Siðareglur starfsmanna RÚV þá ber starfsfólki sem sinnir vinnslu frétta eða vinnur við fréttatengt efni og dagskrárgerð að gæta þess að taka ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólítísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ.á.m. á samfélagsmiðlum. Þetta liggur fyrir og innan þessa ramma starfar starfsfólk RÚV,“ segir Magnús Geir og neitar því, aðspurður hvort Illugi Gunnarsson og ráðuneyti hans hafi hlutast til um þetta tiltekna mál. Þá segir hann að pólitískir pistlar hafi ekki verið teknir af dagskrá samkvæmt kröfu Illuga.Páll Vilhjálmsson hrósar sigri RÚV hefur mátt sæta linnulítilli gagnrýni þess efnis að fréttaflutningur ríkisfjölmiðilsins sé ekki hlutlaus. Einkum hefur þessi gagnrýni komið frá stjórnarþingmönnum og má nefna Vigdísi Hauksdóttur formann fjárlaganefndar í því samhengi sem og Karl Garðarsson þingmann Framsóknarflokkinn í því samhengi, sem segir í nýlegum pistili: „Ríkisútvarpið hefur loksins fellt grímuna. Hún er ófögur ásjónan sem við blasir. Óvinur nr. 1 er fundinn í Framsóknarflokknum.“Páll, Vigdís og Karl hafa öll gengið hart fram og sakað RÚV um það að ganga erinda tiltekinna afla með fréttamennsku sinni. Nýjar siðareglur virðast taki fullt tillit til gagnrýni þeirra.Svo virðist sem verið sé að bregðast við þessum röddum með hertum reglum sem snúa að tjáningu starfsmanna. Páll Vilhjálmsson, kennari og álitsgjafi og handgenginn ríkisstjórninni, hefur túlkað þetta sem svo, á Facebooksvæði þar sem fjallað er um blaðamennsku, að RÚV sé að fallast á réttmæti gagnrýninnar. Hann hefur ítrekað gagnrýnt RÚV á bloggsíðu sinni og sakað um áróður undir yfirskini fréttamennsku. Í tilkynningu þar sem greint er frá undirritun nýs þjónustusamnings er þetta rækilega undirstrikað, og stingur óneitanlega nokkuð í stúf við efni tilkynningarinnar. „Í þágu gæða og fagmennsku er einnig gert ráð fyrir að starfsfólk Ríkisútvarpsins starfi eftir siðareglum og að fréttareglur fréttastofu verði uppfærðar. Jafnframt er kveðið sérstaklega á um hlutleysisskyldu fréttastofu og að ólík sjónarmið komi fram.“RÚV ber að stuðla að lýðræðislegri umræðu Magnús Geir segir það hins vegar ekki svo að ráðuneytið hafi komið að málum. „Nýr þjónustusamningur hefur verið í undirbúningi síðan árið 2014, með nokkrum hléum, og var svo undirritaður í síðustu viku eftir að stjórn RÚV hafði samþykkt samninginn á stjórnarfundi. Samningurinn hvílir á útvarpslögum og útfærir nánar markmið og skuldbindingar á samningstímanum. Í samningnum er hvergi rætt um að RÚV virði hlutleysiskröfu en hins vegar er, í samræmi við útvarpslög sem samþykkt voru árið 2013, kveðið á um að RÚV skuli „stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi.“ Einnig í samræmi við laganna bókstaf er kveðið á um að RÚV beri að veita „víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga frétta- og fréttaskýringaþjónustu“. Ég sé ekki að nokkuð í samningnum feli í sér að RÚV hafi áður brugðist skyldum sínum.“Tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár aukaatriði Starfshópinn sem Magnús nefnir skipa Margrét Magnúsdóttir, sem er formaður hópsins, Brynja Þorgeirsdóttir, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Jóhann Hlíðar Harðarsson og Þröstur Helgason. Leifur Hauksson kom í stað Elísabet Indru í ágúst 2015. Svo virðist sem hópurinn hafi ekki talið tjáningarfrelsisákvæði Stjórnarskrárinnar skipta máli við samningu nýrra siðareglna. En þar sem segir meðal annars að tjáningarfrelsi megi aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Þá hefur hópurinn ekki litið til þess að í Siðareglum Blaðamannafélagsins er gerður skýr greinarmunurá viðhorfspistlum og svo fréttaflutningi. „Siðareglur þessar setja ekki hömlur á tjáningafrelsi blaðamanna sem skrifa undir fullu nafni afmarkaða þætti í fjölmiðlum, til dæmis gagnrýni, þar sem persónulegar skoðanir höfundar eru í fyrirrúmi.“ Einhver kynni að túlka virkni hinna nýju siðareglna sem svo að ef finna má einhverja skoðun í ranni einhvers starfsmanna RÚV þá þýði það einfaldlega að fréttaflutningurinn sé þar með hlutdrægur. Út frá því virðist gengið í nýjum siðareglum stofnunarinnar.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira