Lífið

Helmingi léttari í dag og elskar að taka þátt í bikiní-keppnum - Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Donna hefur náð mögnuðum árangri.
Donna hefur náð mögnuðum árangri. vísir
Donna Gillie er þrítug kona frá Nova Scotia í Kanada en hún var 105 kíló fyrir ekki svo löngu. Í dag er hún 53 kíló og elskar að taka þátt í bikiní-keppnum.

„Ég byrjaði að finna fyrir því að ég var að fitna of mikið á unglingsárunum og fór fljótlega að átta mig á því að ég var matarfíkill,“ segir Gille.

„Ég borðaði alltaf of mikið, í raun alveg þar til að ég gat ekki meir. Sykurinn varð mér að falli, ég gat borðað endalaust af súkkulaði, ís og ostaköku.“

Árið 2010 ákvað hún að breyta alveg um lífstíl og hafði hún þá farið nokkrum sinnum í átak en aldrei náði hún nægilega miklum árangri.

„Ég man að ég sat við skrifborðið mitt í vinnunni og mér leið mjög illa, og kom mér mjög illa fyrir.“

Ótrúleg breyting
Á næstu tveimur árum missti hún þrjátíu kíló. Þarna hafði hún ekki tekið matarræðið sitt alveg í gegn og áttaði hún sig fljótlega á því að til að ná enn meiri árangri varð hún að breyta því einnig.

„Ég fór að passa skammtana mjög vel og borðaði mjög mikið af ávöxtum og grænmeti,“ segir Donna, sem var alltaf með það markmið að missa yfir 50 kíló. Þegar sá árangur náðist fór hún til einkaþjálfara til að styrkja sig og ná að móta líkamann betur. Hún tók þátt í sinni fyrstu bikiní-keppni árið 2014.

„Ég skráði mig ekki til leiks til að vinna einhver verðlaun, ég gerði það bara fyrir sjálfan mig. Þarna var ég akkúrat helmingi léttari en ég var þegar ég var sem þyngst.“

Donna hefur starfar sem módel eftir breytinguna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×