Lífið

Nýtt og sögulegt lag frá Ólafi F: „Ekki láta þá sökkva“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, heldur áfram að hassla sér á völl á tónlistarsviðinu. Hann hefur sent frá sér lagið „Ekki láta þá sökkva“ en vísir að laginu varð til í Eyjabakkadeilunni árið 1999 þar sem Ólafur fór mikinn.

„Ég las erlent náttúruverndartímarit þar sem Eyjabakka var getið undir fyrirsögninni „Don’t let it go under“,“ segir Ólafur F.

„Umhverfisvinir undir minni forystu voru stofnaðir 16. okt. 1999. og hófu undirskriftasöfnun sína formlega með stórum fundi 10. nóv. 1999. Söfnuðust yfir 45.000 undirskriftir á næstu vikum, en undirskriftirnar voru afhentar ríkisstjórn á Alþingi og Norsk Hydro í Noregi sama dag, 14. febrúar, árið 2000,“ segir Ólafur.

„Alþingi haggaðist ekki en Norsk Hydro sagði sig frá málinu, þegar svo augljós þjóðarvilji var gegn uppistöðulóni á stærð við Mývatn, 45 ferkílómetrar, á gróðurvini og náttúruperlunni Eyjabökkum, þar sem gróðurinn nær upp í 1.000 m hæð í austurhlíðum Snæfells.“

Það er hins vegar Eyjabakkajökull, sem blasir við á mynd Hauks Snorrasonar frá 1999, tekin á flugi yfir Eyjabökkum í júlí 1999.

„Myndin prýðir myndbandið, sem er lystilega gert, þar sem Friðrik Grétarsson setur landvættakarlakóraskugga inn á myndina af Eyjabökkum. Vilhjálmur Guðjónsson annaðist hljóðupptökur, allan hljóðfæraleik og útsetningu og var að auki með mér í bakröddum. Ég syng sögumanninn um Eyjabakkadeiluna og björgunina og Guðlaug Ólafsdóttir syngur, vægast sagt glæsilega, hlutbark Fjallkonunnar, sem segir „Ekki láta þá sökkva.“


Tengdar fréttir

Ólafur F. hefur aldrei verið hamingjusamari

Læknirinn og fyrrverandi borgarstjórinn Ólafur Friðrik Magnússon hefur á undanförnum vikum sent frá sér tvö ný lög, sem hann bæði semur og syngur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×