Hvað viltu læra? Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 12. apríl 2016 07:00 Nú um stundir standa þúsundir ungmenna frammi fyrir því að velja sér námsleið að loknu grunnskólanámi. Með þeirri ákvörðun eru mörkuð skref í átt að framtíðarstarfinu. Sjaldan eða aldrei hafa möguleikar ungs fólks til menntunar verið jafn miklir og í dag. Tækifærin liggja víða. Í langan tíma hefur straumurinn legið í bóknám, það er hin hefðbundna leið til stúdentsprófs. Mig langar að vekja athygli þína lesandi góður á því að hægt er að taka stúdentspróf en ná sér á sama tíma í starfsréttindi sem eru alþjóðleg og opna möguleika til spennandi og skemmtilegra starfa. Í dag er hægur vandi að flétta saman iðnnámi og stúdentsprófi á sama tíma. Ímyndið ykkur hversu mikið forskot sá einstaklingur hefur sem kemur út úr framhaldsskóla tvítugur með bæði stúdentspróf og iðnmenntun í handraðanum. Atvinnumöguleikar þess einstaklings aukast til mikilla muna. Atvinnurekendur hafa tekið höndum saman um eflingu vinnustaðanáms og hafa nú tæplega 200 fyrirtæki innan Samtaka iðnaðarins staðfest sáttmála þess efnis að auðvelda á ungu fólki að komast á samning. Það eru gríðarlega spennandi hlutir að gerast í atvinnulífinu nú um stundir. Mikil nýsköpun og gróska. Tækninni fleygir fram á öllum sviðum sem gerir það að verkum að eðli margra starfa í iðnaði hafa gjörbreyst. Atvinnulífið þarf á ungu og öflugu fólki að halda. Við þurfum að fá hæfileikaríka einstaklinga í okkar raðir sem geta sameinað hugvit sitt og verkvit. Þannig manneskju eru allir vegir færir. Við leyfum okkur að fullyrða að fólk sem stendur sig vel í iðnnámi fái starf að loknu námi og það sem meira er, það mun fá góð og vel launuð störf. Ég vil hvetja jafnt foreldra sem ungt fólk sem nú stendur frammi fyrir námsvali að kynna sér allar þær fjölbreyttu starfsgreinar sem kenndar eru hér á landi. Á næstunni fá foreldrar og nemendur í 9. bekk upplýsingar sendar frá Samtökum iðnaðarins sem sýna möguleika sem bjóðast. Atvinnulífið mun taka vel á móti ungu fólki sem velur sér iðngrein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Nú um stundir standa þúsundir ungmenna frammi fyrir því að velja sér námsleið að loknu grunnskólanámi. Með þeirri ákvörðun eru mörkuð skref í átt að framtíðarstarfinu. Sjaldan eða aldrei hafa möguleikar ungs fólks til menntunar verið jafn miklir og í dag. Tækifærin liggja víða. Í langan tíma hefur straumurinn legið í bóknám, það er hin hefðbundna leið til stúdentsprófs. Mig langar að vekja athygli þína lesandi góður á því að hægt er að taka stúdentspróf en ná sér á sama tíma í starfsréttindi sem eru alþjóðleg og opna möguleika til spennandi og skemmtilegra starfa. Í dag er hægur vandi að flétta saman iðnnámi og stúdentsprófi á sama tíma. Ímyndið ykkur hversu mikið forskot sá einstaklingur hefur sem kemur út úr framhaldsskóla tvítugur með bæði stúdentspróf og iðnmenntun í handraðanum. Atvinnumöguleikar þess einstaklings aukast til mikilla muna. Atvinnurekendur hafa tekið höndum saman um eflingu vinnustaðanáms og hafa nú tæplega 200 fyrirtæki innan Samtaka iðnaðarins staðfest sáttmála þess efnis að auðvelda á ungu fólki að komast á samning. Það eru gríðarlega spennandi hlutir að gerast í atvinnulífinu nú um stundir. Mikil nýsköpun og gróska. Tækninni fleygir fram á öllum sviðum sem gerir það að verkum að eðli margra starfa í iðnaði hafa gjörbreyst. Atvinnulífið þarf á ungu og öflugu fólki að halda. Við þurfum að fá hæfileikaríka einstaklinga í okkar raðir sem geta sameinað hugvit sitt og verkvit. Þannig manneskju eru allir vegir færir. Við leyfum okkur að fullyrða að fólk sem stendur sig vel í iðnnámi fái starf að loknu námi og það sem meira er, það mun fá góð og vel launuð störf. Ég vil hvetja jafnt foreldra sem ungt fólk sem nú stendur frammi fyrir námsvali að kynna sér allar þær fjölbreyttu starfsgreinar sem kenndar eru hér á landi. Á næstunni fá foreldrar og nemendur í 9. bekk upplýsingar sendar frá Samtökum iðnaðarins sem sýna möguleika sem bjóðast. Atvinnulífið mun taka vel á móti ungu fólki sem velur sér iðngrein.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun