Nýr „brennivínsmálaráðherra“ íslenskur ljósmyndari í Noregi Bjarki Ármannsson skrifar 11. apríl 2016 15:02 „Það verður allavega hlegið að þessu til morguns, ef ekki út vikuna,“ segir Kristín Jóna Guðjónsdóttir. „Það verður allavega hlegið að þessu til morguns, ef ekki út vikuna,“ segir Kristín Jóna Guðjónsdóttir, annar tveggja Íslendinga sem birtast eldsnöggt í kostulegu innslagi breska grínistans John Oliver um stjórnmálaástandið á Íslandi. Innslagið hefur vakið mikla athygli á íslenskum miðlum og samfélagsmiðlum nú í morgun.Ólíkt hinum Íslendingnum, Stefáni Boga Sveinssyni bæjarfulltrúa, er Kristín ekki flokksbundinn Framsóknarmaður. Hún kveðst ópólitísk, enda er hún nú búsett í Noregi. Kristín segir bróður hennar hafa sent henni tölvupóst í morgun og spurt hana hvort hún hefði séð atriðið. Í fyrstu hafi hún talið að um einhverskonar leik væri að ræða, þar sem Facebook-mynd af viðkomandi birtist í myndskeiðinu. „Þannig að ég ætlaði að senda systur minni skilaboð og spyrja hvort það kæmi mynd af henni,“ segir Kristín. „En svo svarar hún: Hvers vegna er mynd af þér þarna?“Innslag Oliver má sjá hér að neðan en þátturinn í heild sinni verður sýndur á Stöð 2 annað kvöld klukkan 22:40, með íslenskum texta.Skýringin er þó tiltölulega einföld: Kristín er sjálf ljósmyndari og sendi myndina af sér inn á alþjóðlegan myndabanka. „Ég fór einmitt og kíkti og ég hef sett „Iceland“ sem eitt af einkennisorðunum með myndinni,“ segir hún. „Ég veit ekki alveg hvers vegna ég hef gert það en ég greinilega græði á því.“ John Oliver og félagar hafa þó greinilega átt við upphaflegu myndina og bætt við hönd sem heldur á Brennivínsflösku. Er Kristín í þættinum í hlutverki nokkurs konar „brennivínsmálaráðherra.“ „Vinir mínir segja að myndin sé augljóslega „feikuð,“ þar sem þar er brennivínsflaska,“ segir hún. „Hefðu þeir haft vit á að setja hvítvínsflösku, þá hefðu allir trúað þessu.“ Hún segist telja að Sigurður Ingi Jóhannsson, nýr forsætisráðherra, þurfi að standa sig vel þar sem hún er, samkvæmt þætti Oliver, næst í röðinni. Tengdar fréttir Stefán Bogi rataði í John Oliver: „Gúglaði hann bara „framsóknarmaður í ullarpeysu?““ Bæjarfulltrúa Framsóknar í Fljótsdalshéraði bregður fyrir í innslagi breska þáttastjórnandans um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 11. apríl 2016 12:56 Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð "Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt.“ 11. apríl 2016 09:13 Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira
„Það verður allavega hlegið að þessu til morguns, ef ekki út vikuna,“ segir Kristín Jóna Guðjónsdóttir, annar tveggja Íslendinga sem birtast eldsnöggt í kostulegu innslagi breska grínistans John Oliver um stjórnmálaástandið á Íslandi. Innslagið hefur vakið mikla athygli á íslenskum miðlum og samfélagsmiðlum nú í morgun.Ólíkt hinum Íslendingnum, Stefáni Boga Sveinssyni bæjarfulltrúa, er Kristín ekki flokksbundinn Framsóknarmaður. Hún kveðst ópólitísk, enda er hún nú búsett í Noregi. Kristín segir bróður hennar hafa sent henni tölvupóst í morgun og spurt hana hvort hún hefði séð atriðið. Í fyrstu hafi hún talið að um einhverskonar leik væri að ræða, þar sem Facebook-mynd af viðkomandi birtist í myndskeiðinu. „Þannig að ég ætlaði að senda systur minni skilaboð og spyrja hvort það kæmi mynd af henni,“ segir Kristín. „En svo svarar hún: Hvers vegna er mynd af þér þarna?“Innslag Oliver má sjá hér að neðan en þátturinn í heild sinni verður sýndur á Stöð 2 annað kvöld klukkan 22:40, með íslenskum texta.Skýringin er þó tiltölulega einföld: Kristín er sjálf ljósmyndari og sendi myndina af sér inn á alþjóðlegan myndabanka. „Ég fór einmitt og kíkti og ég hef sett „Iceland“ sem eitt af einkennisorðunum með myndinni,“ segir hún. „Ég veit ekki alveg hvers vegna ég hef gert það en ég greinilega græði á því.“ John Oliver og félagar hafa þó greinilega átt við upphaflegu myndina og bætt við hönd sem heldur á Brennivínsflösku. Er Kristín í þættinum í hlutverki nokkurs konar „brennivínsmálaráðherra.“ „Vinir mínir segja að myndin sé augljóslega „feikuð,“ þar sem þar er brennivínsflaska,“ segir hún. „Hefðu þeir haft vit á að setja hvítvínsflösku, þá hefðu allir trúað þessu.“ Hún segist telja að Sigurður Ingi Jóhannsson, nýr forsætisráðherra, þurfi að standa sig vel þar sem hún er, samkvæmt þætti Oliver, næst í röðinni.
Tengdar fréttir Stefán Bogi rataði í John Oliver: „Gúglaði hann bara „framsóknarmaður í ullarpeysu?““ Bæjarfulltrúa Framsóknar í Fljótsdalshéraði bregður fyrir í innslagi breska þáttastjórnandans um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 11. apríl 2016 12:56 Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð "Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt.“ 11. apríl 2016 09:13 Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira
Stefán Bogi rataði í John Oliver: „Gúglaði hann bara „framsóknarmaður í ullarpeysu?““ Bæjarfulltrúa Framsóknar í Fljótsdalshéraði bregður fyrir í innslagi breska þáttastjórnandans um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 11. apríl 2016 12:56
Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð "Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt.“ 11. apríl 2016 09:13