Bíllinn er 6,36 metrar að lengd, hefur sæti fyrir 6 og hurð fyrir hvern farþega. Ekki er alveg ljóst hver kaupandinn á þessum bíl er en þó hefur heyrst að hann sé Haraldur Noregskonungur og að bíllinn verði notaður við hátíðarhöld í tilefni af 25 ára konungsdómi hans.
Bíllinn er hinn glæsilegasti að innan, öll 6 sætin snúa fram, eru sjálfstæð og úr vandaðasta Valcona leðri. Í öftustu sætaröðinni má horfa á sjónvarp á miðjusettum skjá og þar er einnig kælibox fyrir drykki.
Vélin í bílnum er 3,0 lítra og 6 strokka, 310 hestöfl og dugar það þessum 2.418 kílóa bíl að komast á 100 km hraða á 7,1 sekúndu og ná 250 km hámarkshraða. Bíllinn stendur á 19 tommu álfelgum og bremsukerfið í honum er úr Audi S8.
