NBA: Golden State jafnaði met Chicago Bulls | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2016 07:06 Golden State Warriors vann í nótt sinn 72. leik á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta og jafnaði með því met Chicago Bulls frá 1995-96 yfir flesta sigurleiki á einu tímabili. Warriors fær leik á miðvikudaginn til viðbótar til að bæta metið. Golden State Warriors gerði gott betur en að vinna þennan 72. leik því liðið vann á heimavelli San Antonio Spurs en Spurs-liðið hafði ekki tapað heima á öllu tímabilinu. San Antonio var búið að setja met með því að vinna 39 fyrstu heimaleiki tímabilsins. Golden State endaði líka 33 leikja taphrinu í San Antonio en þar hafði liðið ekki unnið leik síðan 1997. Þetta var fyrsta tap San Antonio Spurs á heimavelli síðan í mars 2015. Stephen Curry var með 37 stig í þessum 92-86 sigri Golden State Warriors á San Antonio Spurs en hann skoraði mikið af sniðskotum þegar hann nýtti sér það að leikmenn Spurs lögðu ofurkapp á að loka á þriggja stiga skotið hans. „Við getum núna unnið 73 leiki. Þar liggur mikilvægið fyrir mig að ná þessum sigri númer 72," sagði Draymond Green sem hefur ekki farið leynt með það að undanförnu að hann vildi ná metinu þrátt fyrir að síðustu skiptu engu öðru máli. „Auðvitað njótum við stundarinnar og ferðalagsins. Markmiðið er að vinna meistaratitilinn. Við höfum samt komið okkur í frábæra stöðu til að vinna síðasta deildarleikinn og gera sem engu liði hefur tekist í sögunni. Það er magnað afrek," sagði Stephen Curry. Curry var langstigahæstur hjá Golden State en Klay Thompson skoraði 14 stig og Draymond Green var með 11 stig. LaMarcus Aldridge skoraði 24 stig og tók 10 fráköst fyrir Spurs-liðið og Kawhi Leonard var með 20 stig, 13 frásköst og 5 stoðsendingar. Golden State Warriors og San Antonio Spurs er með langbesta sigurhlutfallið í deildinni á þessu tímabili en Golden State vann 3 af 4 innbyrðisleikjum liðanna þar af þá tvo síðustu. „Steph tók yfir leikinn. Við náðum ekki að halda mönnum fyrir framan hann," sagði David West hjá San Antonio en Stephen Curry skoraði 20 af stigunum sínum í seinni hálfleiknum. "Úrslitakeppnin er allt önnur keppni. Vonandi líða tveir og hálfur mánuður þar til að við hittum þá aftur," sagði West. Myles Turner var með 28 stig og 10 fráköst þegar Indiana Pacers tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 129-105 sigri á Brooklyn Nets. Solomon Hill bætti við 13 stigum og 12 fráköstum og George Hill var með 18 stig. Sigurinn þýðir að Chicago Bulls situr eftir með sárt ennið.Jamal Crawford skoraði 22 stig þegar Los Angeles Clippers vann 98-91 sigur á Dallas Mavericks en með því endaði Clippers-liðið sex leikja sigurgöngu Dallas og kom jafnframt í veg fyrir að Dallas-menn gulltryggðu sér sæti í úrslitakeppninni.Trey Lyles skoraði 22 stig þegar Utah Jazz vann 100-84 sigur á Denver Nuggets sem þýðir að liðið hefur eins leiks forskot á Houston Rockets í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar.James Harden skoraði 20 af 40 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og bætti einnig við 13 stoðsendingum þegar Houston Rockets vann 130-110 sigur á Los Angeles Lakers. Það dugði ekki Lakers að Kobe Bryant skoraði 35 stig. Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Washington Wizards - Charlotte Hornets 113-98 Houston Rockets - Los Angeles Lakers 130-110 Los Angeles Clippers - Dallas Mavericks 98-91 Denver Nuggets - Utah Jazz 84-100 Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 108-109 (framlengt) Indiana Pacers - Brooklyn Nets 129-105 Miami Heat - Orlando Magic 118-96 San Antonio Spurs - Golden State Warriors 86-92 New York Knicks - Toronto Raptors 89-93Staðan í NBA-deildinni. NBA Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira
Golden State Warriors vann í nótt sinn 72. leik á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta og jafnaði með því met Chicago Bulls frá 1995-96 yfir flesta sigurleiki á einu tímabili. Warriors fær leik á miðvikudaginn til viðbótar til að bæta metið. Golden State Warriors gerði gott betur en að vinna þennan 72. leik því liðið vann á heimavelli San Antonio Spurs en Spurs-liðið hafði ekki tapað heima á öllu tímabilinu. San Antonio var búið að setja met með því að vinna 39 fyrstu heimaleiki tímabilsins. Golden State endaði líka 33 leikja taphrinu í San Antonio en þar hafði liðið ekki unnið leik síðan 1997. Þetta var fyrsta tap San Antonio Spurs á heimavelli síðan í mars 2015. Stephen Curry var með 37 stig í þessum 92-86 sigri Golden State Warriors á San Antonio Spurs en hann skoraði mikið af sniðskotum þegar hann nýtti sér það að leikmenn Spurs lögðu ofurkapp á að loka á þriggja stiga skotið hans. „Við getum núna unnið 73 leiki. Þar liggur mikilvægið fyrir mig að ná þessum sigri númer 72," sagði Draymond Green sem hefur ekki farið leynt með það að undanförnu að hann vildi ná metinu þrátt fyrir að síðustu skiptu engu öðru máli. „Auðvitað njótum við stundarinnar og ferðalagsins. Markmiðið er að vinna meistaratitilinn. Við höfum samt komið okkur í frábæra stöðu til að vinna síðasta deildarleikinn og gera sem engu liði hefur tekist í sögunni. Það er magnað afrek," sagði Stephen Curry. Curry var langstigahæstur hjá Golden State en Klay Thompson skoraði 14 stig og Draymond Green var með 11 stig. LaMarcus Aldridge skoraði 24 stig og tók 10 fráköst fyrir Spurs-liðið og Kawhi Leonard var með 20 stig, 13 frásköst og 5 stoðsendingar. Golden State Warriors og San Antonio Spurs er með langbesta sigurhlutfallið í deildinni á þessu tímabili en Golden State vann 3 af 4 innbyrðisleikjum liðanna þar af þá tvo síðustu. „Steph tók yfir leikinn. Við náðum ekki að halda mönnum fyrir framan hann," sagði David West hjá San Antonio en Stephen Curry skoraði 20 af stigunum sínum í seinni hálfleiknum. "Úrslitakeppnin er allt önnur keppni. Vonandi líða tveir og hálfur mánuður þar til að við hittum þá aftur," sagði West. Myles Turner var með 28 stig og 10 fráköst þegar Indiana Pacers tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 129-105 sigri á Brooklyn Nets. Solomon Hill bætti við 13 stigum og 12 fráköstum og George Hill var með 18 stig. Sigurinn þýðir að Chicago Bulls situr eftir með sárt ennið.Jamal Crawford skoraði 22 stig þegar Los Angeles Clippers vann 98-91 sigur á Dallas Mavericks en með því endaði Clippers-liðið sex leikja sigurgöngu Dallas og kom jafnframt í veg fyrir að Dallas-menn gulltryggðu sér sæti í úrslitakeppninni.Trey Lyles skoraði 22 stig þegar Utah Jazz vann 100-84 sigur á Denver Nuggets sem þýðir að liðið hefur eins leiks forskot á Houston Rockets í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar.James Harden skoraði 20 af 40 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og bætti einnig við 13 stoðsendingum þegar Houston Rockets vann 130-110 sigur á Los Angeles Lakers. Það dugði ekki Lakers að Kobe Bryant skoraði 35 stig. Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Washington Wizards - Charlotte Hornets 113-98 Houston Rockets - Los Angeles Lakers 130-110 Los Angeles Clippers - Dallas Mavericks 98-91 Denver Nuggets - Utah Jazz 84-100 Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 108-109 (framlengt) Indiana Pacers - Brooklyn Nets 129-105 Miami Heat - Orlando Magic 118-96 San Antonio Spurs - Golden State Warriors 86-92 New York Knicks - Toronto Raptors 89-93Staðan í NBA-deildinni.
NBA Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira