Andri Snær Magnason rithöfundur hefur boðað til opins fundar í Þjóðleikhúsinu klukkan 17 á morgun. Heimildir Vísis herma að þar muni hann tilkynna um framboð sitt til forseta Íslands.
Andri Snær sagðist hafa íhugað forsetaframboð alvarlega í samtali við Fréttablaðið í janúar.
Hann hafi hins vegar forðast spurninguna eins og heitan eldinn. Þá sagði hann jafnframt að forseti Íslands þurfi að vera jákvæður gagnvart evrópsku samstarfi.
„Mér finnst að forsetinn þurfi að vera mjög jákvæður gagnvart Evrópu. Ekki endilega hvað varðar að ganga í Evrópusambandið,“ sagði hann.
Innlent