Erlent

Minnst 11 látnir eftir þyrluslysið í Noregi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Yfirvöld segja að fundist hafi ellefu lík á slysstað í Noregi.
Yfirvöld segja að fundist hafi ellefu lík á slysstað í Noregi. Vísir/EPA
Ellefu eru látnir eftir að þyrla hrapaði undan vesturströnd Noregs fyrr í dag. Um borð voru ellefu starfsmenn norska orkufyrirtækisins Statoil en tveir voru í áhöfn þyrlunnar. Yfirvöld gera ráð fyrir að allir um borð hafi látist.

Þyrlan, sem var af gerðinni Eurocopter EC-225 Super Puma, hrapaði í grennd við eyjuna Turøy um klukkan tíu að íslenskum tíma. Talið er að þyrluspaðar þyrlunnar hafi fallið af áður en þyrlan skall niður til jarðar. Mikil sprenging varð þegar þyrlan skall til jarðar á hólma á eyjunni Turøy, skammt frá Bergen.

Mikil björgunaraðgerð hófst og var mikill viðbúnaður við eyjuna. Fyrstu fregnir hermdu að einhverjir væru í sjónum eftir að þyrlan hrapaði en lögregla staðfesti fljótlega að enginn þeirra sem var um borð í vélinni hafi fundist á lífi. Nú hefur verið staðfest að ellefu af þeim þrettán sem voru um borð hafi látist. Að sögn lögreglu fundust líkin bæði í sjó og á landi.

Þyrluspaðar vélarinnar fundist á hólminum við eyjuna en skrokkurinn sjálfur liggur á 7,6 metra dýpi í sjónum. Eru kafarar að störfum á slysstað. Ellefu Norðmenn voru um borð, einn Ítali og einn Breti

Þyrlan var á leið frá olíuborpallinum Gullfaks B á Gullfaks-vinnslusvæðinu í Norðursjó. Átti hún örskammt eftir af ferð sinni til Bergen. 

Hér að neðan má sjá beina útsendingu Verdens Gang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×