Hinn árlegi upphitunarþáttur Pepsi-markanna var á dagskrá á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi í opinni dagskrá og í beinni á Vísi.
Hörður Magnússon var með þá Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson sér til aðstoðar að þessu sinni og fóru þeir yfir komandi tímabil sem hefst á sunnudaginn með leik Þróttar og FH.
Árleg spá Pepsi-markanna var opinberuð og farið ítarlega yfir liðin; bestu leikmenn og helstu styrkleika og veikleika.
Hér að ofan má sjá þáttinn í heild sinni.
