27 sagt upp hjá Plain Vanilla Birgir Olgeirsson skrifar 29. apríl 2016 11:16 Þorsteinn Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla. Tuttugu og sjö starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá tölvuleikjaframleiðandanum Plain Vanilla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem segist vera að endurskipuleggja starfsemi sína hér á landi. Aukin umsvif í Bandaríkjunum kalli á það og er nú sett krafa um að fyrirtækið skili hagnaði. Í tilkynningunni segir að fyrirtækið hafi vaxið hratt undanfarin ár, síðasta sumar störfuðu 86 hjá Plain Vanilla, rúmlega tvöfalt fleiri en ári áður. Í janúar síðastliðnum var stöðugildum hjá fyrirtækinu fækkað um fjórtán. Því hefur starfsfólki hjá fyrirtækinu fækkað um 41 í ár samkvæmt tölum frá fyrirtækinu og því um 45 stöðugildi þar í dag. Er stefnt að sameiningu Plain Vanilla og Glu Mobile á næstu tólf mánuðum en Glu Mobile keypti stóran hlut í íslenskan leikjaframleiðandanum í byrjun árs.Sjá tilkynningu vegna málsins í heild hér fyrir neðan:Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla hyggst auka umsvif sín í Los Angeles í Bandaríkjunum á næstu mánuðum. Þar er nú verið að leggja lokahönd á spurningaþáttinn QuizUp í stúdíói sjónvarpsrisans NBC og fór prufukeyrsla á þættinum fram aðfaranótt fimmtudags að íslenskum tíma. Stefnt er að því að fyrsti þátturinn fari í loftið í september. Nú þegar starfa tíu manns á vegum Plain Vanilla við þróun þáttarins á vesturströndinni og hér heima og mun vinnan þar vestra aukast eftir því sem nær dregur frumsýningunni.Samtímis verður starfsemi Plain Vanilla hér á landi endurskipulögð og stöðugildum fækkað um 27 en þau hafa verið um 70 síðan í janúar. Starfsemi Plain Vanilla hefur vaxið hratt á undanförnum árum og starfsmannafjöldinn margfaldast. Fyrirtækið byrjaði með fjóra starfsmenn árið 2012 og þegar QuizUp appinu var hleypt af stokkunum í nóvember 2013 voru starfsmennirnir ekki nema 16. Sumarið eftir voru þeir 40 og ári síðar, í júní 2015 þegar þróunarstarfið náði hámarki, urðu þeir 86 talsins. Plain Vanilla flutti í stærra húsnæði við Laugaveg 77 árið 2014 og starfsemin verður þar áfram til húsa, en starfsmannafjöldinn verður nú aftur svipaður og þegar fyrirtækið flutti inn.Stefnir á að skila hagnaði á árinuPlain Vanilla stefnir að því að skila hagnaði á árinu, annars vegar með því að afla meiri tekna í samvinnu við tölvuleikjaframleiðandann Glu Mobile Inc og hins vegar með samrekstri á ákveðnum sviðum sem skila mun samlegðaráhrifum. Tekjur fyrirtækisins af QuizUp hafa aukist en draga þarf úr rekstrarkostnaði til að flýta því að fyrirtækið skili hagnaði. Umhverfi tæknifyrirtækja hefur breyst mikið undanfarið og víðast hvar í heiminum er nú áhersla á að þau skili hagnaði, en megináherslan var áður á vöxt óháð tekjum.Tilkynnt var um það í upphafi árs að Glu Mobile, sem sérhæfir sig í að framleiða leiki fyrir snjallsíma og spjaldtölvur, hefði fjárfest í Plain Vanilla fyrir 7,5 milljónir bandaríkjadala sem samsvarar tæpum einum milljarði króna. Jafnframt öðlaðist Glu Mobile kauprétt á öllu hlutafé Plain Vanilla á fyrirfram umsömdu verði og er stefnt að sameiningu fyrirtækjanna, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, á næstu tólf mánuðum.Glu í viðskiptum með Kardashian og SpearsGlu Mobile er skráð á NASDAQ verðbréfamarkaðinn og þróaði m.a. appið Kim Kardashian: Hollywood sem hefur notið mikilla vinsælda. Eins hefur fyrirtækið gert samning við söngkonuna Britney Spears um að þróa tölvuleik sem byggir á lífi hennar. Stærstu hluthafar Glu eru ýmsir fjárfestingarsjóðir. Kínverska fyrirtækið Tencent, sem er stærsta netfyrirtæki Asíu og það fjórða stærsta í heimi, keypti 15% hlut í Glu fyrir um 15 milljarða króna í apríl í fyrra. Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla: „Það felast afar spennandi tækifæri í vaxandi umsvifum vestanhafs og bíðum við spennt eftir að fyrsti QuizUp þátturinn fari í loftið í haust. Samhliða áherslunni á að nýta tækifærin sem fylgja munu í kjölfarið þá þurfum við að endurskipuleggja fyrirtækið og horfa á eftir duglegu og hæfileikaríku fólki sem hefur unnið hörðum höndum við að koma QuizUp á þann stað sem það er í dag. Ég verð þeim ævinlega þakklátur fyrir eljuna og metnaðinn en veit jafnframt að þau munu ekki sitja lengi auðum höndum þar sem mikil eftirspurn er hjá íslenskum og erlendum fyrirtækjum eftir hæfileikaríku starfsfólki um þessar mundir.“ Tengdar fréttir Glu setur allt að milljarð í Plain Vanilla Glu og Plain Vanilla ætla að taka höndum saman og einblína m.a. á þróun QuizUp sjónvarpsþáttarins. 21. janúar 2016 13:31 Plain Vanilla fækkar stöðugildum um 14 Plain Vanilla hyggst skila hagnaði innan sex mánaða og einblína á þróun QuizUp spurningaþáttarins. 28. janúar 2016 12:05 Fimm milljarðar króna í Plain Vanilla frá 2011 Gríðarleg gróska ríkir hjá leikjaframleiðendum á Íslandi. Forstjóri Plain Vanilla segir tíðarandabreytingu í fjárfestingaumhverfinu í Kísildal; meiri áhersla sé nú lögð á tekjur og hagnað. 9. apríl 2016 07:00 Íslensku starfsmennirnir komnir heim Skrifstofa QuizUp í New York mun koma til með að verða lokað í kjölfar fjárfestingar bandaríska tölvuleikjaframleiðandans Glu Mobile í Plain Vanilla. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Sjá meira
Tuttugu og sjö starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá tölvuleikjaframleiðandanum Plain Vanilla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem segist vera að endurskipuleggja starfsemi sína hér á landi. Aukin umsvif í Bandaríkjunum kalli á það og er nú sett krafa um að fyrirtækið skili hagnaði. Í tilkynningunni segir að fyrirtækið hafi vaxið hratt undanfarin ár, síðasta sumar störfuðu 86 hjá Plain Vanilla, rúmlega tvöfalt fleiri en ári áður. Í janúar síðastliðnum var stöðugildum hjá fyrirtækinu fækkað um fjórtán. Því hefur starfsfólki hjá fyrirtækinu fækkað um 41 í ár samkvæmt tölum frá fyrirtækinu og því um 45 stöðugildi þar í dag. Er stefnt að sameiningu Plain Vanilla og Glu Mobile á næstu tólf mánuðum en Glu Mobile keypti stóran hlut í íslenskan leikjaframleiðandanum í byrjun árs.Sjá tilkynningu vegna málsins í heild hér fyrir neðan:Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla hyggst auka umsvif sín í Los Angeles í Bandaríkjunum á næstu mánuðum. Þar er nú verið að leggja lokahönd á spurningaþáttinn QuizUp í stúdíói sjónvarpsrisans NBC og fór prufukeyrsla á þættinum fram aðfaranótt fimmtudags að íslenskum tíma. Stefnt er að því að fyrsti þátturinn fari í loftið í september. Nú þegar starfa tíu manns á vegum Plain Vanilla við þróun þáttarins á vesturströndinni og hér heima og mun vinnan þar vestra aukast eftir því sem nær dregur frumsýningunni.Samtímis verður starfsemi Plain Vanilla hér á landi endurskipulögð og stöðugildum fækkað um 27 en þau hafa verið um 70 síðan í janúar. Starfsemi Plain Vanilla hefur vaxið hratt á undanförnum árum og starfsmannafjöldinn margfaldast. Fyrirtækið byrjaði með fjóra starfsmenn árið 2012 og þegar QuizUp appinu var hleypt af stokkunum í nóvember 2013 voru starfsmennirnir ekki nema 16. Sumarið eftir voru þeir 40 og ári síðar, í júní 2015 þegar þróunarstarfið náði hámarki, urðu þeir 86 talsins. Plain Vanilla flutti í stærra húsnæði við Laugaveg 77 árið 2014 og starfsemin verður þar áfram til húsa, en starfsmannafjöldinn verður nú aftur svipaður og þegar fyrirtækið flutti inn.Stefnir á að skila hagnaði á árinuPlain Vanilla stefnir að því að skila hagnaði á árinu, annars vegar með því að afla meiri tekna í samvinnu við tölvuleikjaframleiðandann Glu Mobile Inc og hins vegar með samrekstri á ákveðnum sviðum sem skila mun samlegðaráhrifum. Tekjur fyrirtækisins af QuizUp hafa aukist en draga þarf úr rekstrarkostnaði til að flýta því að fyrirtækið skili hagnaði. Umhverfi tæknifyrirtækja hefur breyst mikið undanfarið og víðast hvar í heiminum er nú áhersla á að þau skili hagnaði, en megináherslan var áður á vöxt óháð tekjum.Tilkynnt var um það í upphafi árs að Glu Mobile, sem sérhæfir sig í að framleiða leiki fyrir snjallsíma og spjaldtölvur, hefði fjárfest í Plain Vanilla fyrir 7,5 milljónir bandaríkjadala sem samsvarar tæpum einum milljarði króna. Jafnframt öðlaðist Glu Mobile kauprétt á öllu hlutafé Plain Vanilla á fyrirfram umsömdu verði og er stefnt að sameiningu fyrirtækjanna, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, á næstu tólf mánuðum.Glu í viðskiptum með Kardashian og SpearsGlu Mobile er skráð á NASDAQ verðbréfamarkaðinn og þróaði m.a. appið Kim Kardashian: Hollywood sem hefur notið mikilla vinsælda. Eins hefur fyrirtækið gert samning við söngkonuna Britney Spears um að þróa tölvuleik sem byggir á lífi hennar. Stærstu hluthafar Glu eru ýmsir fjárfestingarsjóðir. Kínverska fyrirtækið Tencent, sem er stærsta netfyrirtæki Asíu og það fjórða stærsta í heimi, keypti 15% hlut í Glu fyrir um 15 milljarða króna í apríl í fyrra. Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla: „Það felast afar spennandi tækifæri í vaxandi umsvifum vestanhafs og bíðum við spennt eftir að fyrsti QuizUp þátturinn fari í loftið í haust. Samhliða áherslunni á að nýta tækifærin sem fylgja munu í kjölfarið þá þurfum við að endurskipuleggja fyrirtækið og horfa á eftir duglegu og hæfileikaríku fólki sem hefur unnið hörðum höndum við að koma QuizUp á þann stað sem það er í dag. Ég verð þeim ævinlega þakklátur fyrir eljuna og metnaðinn en veit jafnframt að þau munu ekki sitja lengi auðum höndum þar sem mikil eftirspurn er hjá íslenskum og erlendum fyrirtækjum eftir hæfileikaríku starfsfólki um þessar mundir.“
Tengdar fréttir Glu setur allt að milljarð í Plain Vanilla Glu og Plain Vanilla ætla að taka höndum saman og einblína m.a. á þróun QuizUp sjónvarpsþáttarins. 21. janúar 2016 13:31 Plain Vanilla fækkar stöðugildum um 14 Plain Vanilla hyggst skila hagnaði innan sex mánaða og einblína á þróun QuizUp spurningaþáttarins. 28. janúar 2016 12:05 Fimm milljarðar króna í Plain Vanilla frá 2011 Gríðarleg gróska ríkir hjá leikjaframleiðendum á Íslandi. Forstjóri Plain Vanilla segir tíðarandabreytingu í fjárfestingaumhverfinu í Kísildal; meiri áhersla sé nú lögð á tekjur og hagnað. 9. apríl 2016 07:00 Íslensku starfsmennirnir komnir heim Skrifstofa QuizUp í New York mun koma til með að verða lokað í kjölfar fjárfestingar bandaríska tölvuleikjaframleiðandans Glu Mobile í Plain Vanilla. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Sjá meira
Glu setur allt að milljarð í Plain Vanilla Glu og Plain Vanilla ætla að taka höndum saman og einblína m.a. á þróun QuizUp sjónvarpsþáttarins. 21. janúar 2016 13:31
Plain Vanilla fækkar stöðugildum um 14 Plain Vanilla hyggst skila hagnaði innan sex mánaða og einblína á þróun QuizUp spurningaþáttarins. 28. janúar 2016 12:05
Fimm milljarðar króna í Plain Vanilla frá 2011 Gríðarleg gróska ríkir hjá leikjaframleiðendum á Íslandi. Forstjóri Plain Vanilla segir tíðarandabreytingu í fjárfestingaumhverfinu í Kísildal; meiri áhersla sé nú lögð á tekjur og hagnað. 9. apríl 2016 07:00
Íslensku starfsmennirnir komnir heim Skrifstofa QuizUp í New York mun koma til með að verða lokað í kjölfar fjárfestingar bandaríska tölvuleikjaframleiðandans Glu Mobile í Plain Vanilla. 20. febrúar 2016 07:00