Veruleg röskun á flugi Óli Kr. Ármannsson skrifar 29. apríl 2016 07:00 Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra var ekki þjónusta við annað en neyðarflug í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nótt. Fréttablaðið/Stefán Flug lá niðri á Keflavíkurflugvelli frá klukkan níu í gærkvöldi til sjö í morgun vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Það hefur staðið frá sjötta þessa mánaðar. „Það var náttúrlega vitað að það væri tímaspursmál eftir að yfirvinnubannið byrjaði hvenær þessi staða myndi koma upp,“ segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Í tilkynningu Isavia ohf., sem rekur flugvellina hér á landi, kemur fram að þjónusta í Keflavík hafi takmarkast við sjúkra- og neyðarflug. „Ástæðan er að tveir flugumferðarstjórar sem áttu að vera á vaktinni í nótt eru veikir og vegna yfirvinnubanns fást ekki flugumferðarstjórar til afleysinga,“ segir þar. Áhrifin nái til 24 flugferða, annars vegar miðnæturflugs til og frá Evrópu og svo morgunflugs frá Norður-Ameríku til Keflavíkurflugvallar og frá Keflavíkurflugvelli til Evrópu. „Að auki mun þetta hafa umtalsverð áhrif til röskunar á áætlun flugfélaganna í framhaldinu.“Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóraSigurjón segir viðræðurnar við Isavia og Samtök atvinnulífsins hafa siglt í strand í síðustu viku. Ríkissáttasemjari hefur boðað næsta fund 9. maí, en fyrir honum liggi ekkert sérstakt. Lögboðið sé í kjaradeilum að boðað sé til fundar á minnst hálfs mánaðar fresti. Þá hefur þjálfunarbanni sem flugumferðarstjórar boðuðu í vikunni að tæki gildi 6. maí næstkomandi verið vísað til Félagsdóms. Þá eru víðar blikur á lofti í kjaraviðræðum sem tengjast flugi. Kjaradeila Félags flugumsjónarmanna er komin á borð ríkissáttasemjara eftir að samningur við Icelandair var felldur í febrúar. Karl Friðriksson, formaður félagsins, segir samninga enn í gangi og ekkert verið ákveðið um aðgerðir þótt þau mál séu í skoðun. Í félaginu séu um 50 manns, en deilan nái bara til starfsmanna Icelandair, sem séu tólf talsins. „Samningar hafa verið lausir síðan í janúar,“ segir Karl, en Icelandair hafi ekkert boðið umfram hækkanir í svonefndu SALEK-samkomulagi. „Og menn eru ekki sáttir við það.“ Komi til aðgerða flugumsjónarmanna muni þær ná til millilandaflugs og mögulega innanlandsflugs hjá Flugfélagi Íslands.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 29. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Flug lá niðri á Keflavíkurflugvelli frá klukkan níu í gærkvöldi til sjö í morgun vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Það hefur staðið frá sjötta þessa mánaðar. „Það var náttúrlega vitað að það væri tímaspursmál eftir að yfirvinnubannið byrjaði hvenær þessi staða myndi koma upp,“ segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Í tilkynningu Isavia ohf., sem rekur flugvellina hér á landi, kemur fram að þjónusta í Keflavík hafi takmarkast við sjúkra- og neyðarflug. „Ástæðan er að tveir flugumferðarstjórar sem áttu að vera á vaktinni í nótt eru veikir og vegna yfirvinnubanns fást ekki flugumferðarstjórar til afleysinga,“ segir þar. Áhrifin nái til 24 flugferða, annars vegar miðnæturflugs til og frá Evrópu og svo morgunflugs frá Norður-Ameríku til Keflavíkurflugvallar og frá Keflavíkurflugvelli til Evrópu. „Að auki mun þetta hafa umtalsverð áhrif til röskunar á áætlun flugfélaganna í framhaldinu.“Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóraSigurjón segir viðræðurnar við Isavia og Samtök atvinnulífsins hafa siglt í strand í síðustu viku. Ríkissáttasemjari hefur boðað næsta fund 9. maí, en fyrir honum liggi ekkert sérstakt. Lögboðið sé í kjaradeilum að boðað sé til fundar á minnst hálfs mánaðar fresti. Þá hefur þjálfunarbanni sem flugumferðarstjórar boðuðu í vikunni að tæki gildi 6. maí næstkomandi verið vísað til Félagsdóms. Þá eru víðar blikur á lofti í kjaraviðræðum sem tengjast flugi. Kjaradeila Félags flugumsjónarmanna er komin á borð ríkissáttasemjara eftir að samningur við Icelandair var felldur í febrúar. Karl Friðriksson, formaður félagsins, segir samninga enn í gangi og ekkert verið ákveðið um aðgerðir þótt þau mál séu í skoðun. Í félaginu séu um 50 manns, en deilan nái bara til starfsmanna Icelandair, sem séu tólf talsins. „Samningar hafa verið lausir síðan í janúar,“ segir Karl, en Icelandair hafi ekkert boðið umfram hækkanir í svonefndu SALEK-samkomulagi. „Og menn eru ekki sáttir við það.“ Komi til aðgerða flugumsjónarmanna muni þær ná til millilandaflugs og mögulega innanlandsflugs hjá Flugfélagi Íslands.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 29. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira