Innlent

Skúli Mogensen: Varhugavert ef starfsstétt nánast lokar landinu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu með hvaða flugfélagi mennirnir flugu en WOW flýgur meðal annars til Berlínar, auk til dæmis Air Berlin.
Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu með hvaða flugfélagi mennirnir flugu en WOW flýgur meðal annars til Berlínar, auk til dæmis Air Berlin. vísir/gva
„Það er varhugavert og umhugsunarefni ef starfsstétt geti nánast lokað landinu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og kostnaði. Sérstaklega með tilliti til þess að ferðaþjónustan er langstærsta tekjulind þjóðarinnar” segir Skúli Mogensen, forstjóri flugfélagsins Wow air.

Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til 7 í fyrramálið.

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow, segir yfirvinnubannið hafa áhrif á komur fjögurra véla flugfélagsins. Það sé á vél frá Kaupmannahöfn sem átti að lenda klukkan 23.05, vél frá Brussel klukkan 00.30, vél frá Boston klukkan 4.30 og vél frá Baltimore Washingtonflugvelli flukkan 04.05.

„Þetta er mikill kostnaður fyrir WOW air, sérstaklega vegna keðjuverkunaráhrifa á áætlun félagsins,” segir Svanhvít.

Ástæða yfirvinnubannsins er að tveir flugumferðarstjórar sem áttu að vera á vaktinni í nótt eru veikir og vegna yfirvinnubanns fast ekki flugumferðarstjórar til afleysinga. Þetta mun ef líkum lætur hafa áhrif á 24 flugferðir.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að verið sé að taka ákvarðanir um næstu skref. Frekari upplýsingar muni liggja fyrir innan skamms.


Tengdar fréttir

Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll

Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×