Nú býður Facebook upp á það að allir notendur samfélagsmiðilsins geta núna sýnt beint frá lífi sínu og þetta er hljómsveitin Of Monsters and Men farin að nýta sér.
Í gærkvöldi var hægt að fylgjast með meðlimum sveitarinnar undirbúa sig fyrir tónleikana í beinni á Facebook og einnig mátti sjá nokkur lög frá tónleikunum í beinni.
Hér að neðan má sjá myndböndin sem voru send út í beinni í gærkvöldi en sveitin hefur deilt þeim á Facebook-síðu sinni.