Flugvél Icelandair heil eftir að hafa verið lostin eldingu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 28. apríl 2016 11:18 Hér má sjá augnablikið þegar eldingin lenti í vélinni. Vísir/Skjáskot „Það var greinilega mjög þungt yfir þarna, mikið um eldingar og jafnframt flugvélar að fljúga. Mér skilst að það hafi farið eldingar í að minnsta kosti þrjár flugvélar,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, en flugvél Icelandair sem var að koma inn til lendingar á Heathrow-flugvöll í London í gærkvöldi varð lostin eldingu. Atvikið gerðist um hálfníu leytið í gær. „Þetta er bara þannig að eldingin kemur í vélina og fer út aftur. Vélin er gerð þannig að hún geti tekið við eldingum án hættu fyrir farþega og svo eftir að henni er lent fer hún í skoðun. Í þessu tilviki þá reyndist hún í fullkomnu lagi og hún hélt áfram til Íslands.“ Guðjón segir þetta koma fyrir annað slagið þó að þetta sé afar sjaldgæft hér á landi. Farþegar lýsa slíkri upplifun vanalega með sama hætti: það kemur hár hvellur og ljós glampi. En að öðru leyti ætti það ekki að valda óþægindum. Myndband af þessu má sjá hér að neðan.The Evening Standard ræddi við farþega vélarinnar sem sagðist hafa séð greinilega að flogið væri inn í storm. „Ég náði ekki mynd af því þegar eldinguna laust í vélina en það gerðist skyndilega, það var hávaði, mjög mikil skyndileg birta og alveg skýrt hvað þarna var á ferðinni. Ég held að öllum farþegum hafi brugðið of mikið til þess að bregðast við á nóinu en þegar við lentum voru allir að tala um þetta,“ sagði farþeginn Catherine Mayer. Crap pic as I've no telephoto/knowledge to shoot lightning, but here's a strike hitting a plane! #London pic.twitter.com/2dTH1x3YCo— 3.1 (@version3point1) April 27, 2016 Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
„Það var greinilega mjög þungt yfir þarna, mikið um eldingar og jafnframt flugvélar að fljúga. Mér skilst að það hafi farið eldingar í að minnsta kosti þrjár flugvélar,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, en flugvél Icelandair sem var að koma inn til lendingar á Heathrow-flugvöll í London í gærkvöldi varð lostin eldingu. Atvikið gerðist um hálfníu leytið í gær. „Þetta er bara þannig að eldingin kemur í vélina og fer út aftur. Vélin er gerð þannig að hún geti tekið við eldingum án hættu fyrir farþega og svo eftir að henni er lent fer hún í skoðun. Í þessu tilviki þá reyndist hún í fullkomnu lagi og hún hélt áfram til Íslands.“ Guðjón segir þetta koma fyrir annað slagið þó að þetta sé afar sjaldgæft hér á landi. Farþegar lýsa slíkri upplifun vanalega með sama hætti: það kemur hár hvellur og ljós glampi. En að öðru leyti ætti það ekki að valda óþægindum. Myndband af þessu má sjá hér að neðan.The Evening Standard ræddi við farþega vélarinnar sem sagðist hafa séð greinilega að flogið væri inn í storm. „Ég náði ekki mynd af því þegar eldinguna laust í vélina en það gerðist skyndilega, það var hávaði, mjög mikil skyndileg birta og alveg skýrt hvað þarna var á ferðinni. Ég held að öllum farþegum hafi brugðið of mikið til þess að bregðast við á nóinu en þegar við lentum voru allir að tala um þetta,“ sagði farþeginn Catherine Mayer. Crap pic as I've no telephoto/knowledge to shoot lightning, but here's a strike hitting a plane! #London pic.twitter.com/2dTH1x3YCo— 3.1 (@version3point1) April 27, 2016
Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira