Flugvél Icelandair heil eftir að hafa verið lostin eldingu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 28. apríl 2016 11:18 Hér má sjá augnablikið þegar eldingin lenti í vélinni. Vísir/Skjáskot „Það var greinilega mjög þungt yfir þarna, mikið um eldingar og jafnframt flugvélar að fljúga. Mér skilst að það hafi farið eldingar í að minnsta kosti þrjár flugvélar,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, en flugvél Icelandair sem var að koma inn til lendingar á Heathrow-flugvöll í London í gærkvöldi varð lostin eldingu. Atvikið gerðist um hálfníu leytið í gær. „Þetta er bara þannig að eldingin kemur í vélina og fer út aftur. Vélin er gerð þannig að hún geti tekið við eldingum án hættu fyrir farþega og svo eftir að henni er lent fer hún í skoðun. Í þessu tilviki þá reyndist hún í fullkomnu lagi og hún hélt áfram til Íslands.“ Guðjón segir þetta koma fyrir annað slagið þó að þetta sé afar sjaldgæft hér á landi. Farþegar lýsa slíkri upplifun vanalega með sama hætti: það kemur hár hvellur og ljós glampi. En að öðru leyti ætti það ekki að valda óþægindum. Myndband af þessu má sjá hér að neðan.The Evening Standard ræddi við farþega vélarinnar sem sagðist hafa séð greinilega að flogið væri inn í storm. „Ég náði ekki mynd af því þegar eldinguna laust í vélina en það gerðist skyndilega, það var hávaði, mjög mikil skyndileg birta og alveg skýrt hvað þarna var á ferðinni. Ég held að öllum farþegum hafi brugðið of mikið til þess að bregðast við á nóinu en þegar við lentum voru allir að tala um þetta,“ sagði farþeginn Catherine Mayer. Crap pic as I've no telephoto/knowledge to shoot lightning, but here's a strike hitting a plane! #London pic.twitter.com/2dTH1x3YCo— 3.1 (@version3point1) April 27, 2016 Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Sjá meira
„Það var greinilega mjög þungt yfir þarna, mikið um eldingar og jafnframt flugvélar að fljúga. Mér skilst að það hafi farið eldingar í að minnsta kosti þrjár flugvélar,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, en flugvél Icelandair sem var að koma inn til lendingar á Heathrow-flugvöll í London í gærkvöldi varð lostin eldingu. Atvikið gerðist um hálfníu leytið í gær. „Þetta er bara þannig að eldingin kemur í vélina og fer út aftur. Vélin er gerð þannig að hún geti tekið við eldingum án hættu fyrir farþega og svo eftir að henni er lent fer hún í skoðun. Í þessu tilviki þá reyndist hún í fullkomnu lagi og hún hélt áfram til Íslands.“ Guðjón segir þetta koma fyrir annað slagið þó að þetta sé afar sjaldgæft hér á landi. Farþegar lýsa slíkri upplifun vanalega með sama hætti: það kemur hár hvellur og ljós glampi. En að öðru leyti ætti það ekki að valda óþægindum. Myndband af þessu má sjá hér að neðan.The Evening Standard ræddi við farþega vélarinnar sem sagðist hafa séð greinilega að flogið væri inn í storm. „Ég náði ekki mynd af því þegar eldinguna laust í vélina en það gerðist skyndilega, það var hávaði, mjög mikil skyndileg birta og alveg skýrt hvað þarna var á ferðinni. Ég held að öllum farþegum hafi brugðið of mikið til þess að bregðast við á nóinu en þegar við lentum voru allir að tala um þetta,“ sagði farþeginn Catherine Mayer. Crap pic as I've no telephoto/knowledge to shoot lightning, but here's a strike hitting a plane! #London pic.twitter.com/2dTH1x3YCo— 3.1 (@version3point1) April 27, 2016
Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Sjá meira