Reikna með að enda árið með hagnaði Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2016 11:37 Frá verksmiðju VW. Vísir/EPA Forsvarsmenn Volkswagen reikna með því að fyrirtækið muni skila hagnaði á árinu. Það yrði mikill viðsnúningur vegna taps í fyrra. Fyrirtækið varð illa úti vegna útblástursskandals en búið er að setja 1,6 milljarða evra til hliðar vegna kostnaðar við möguleg málaferli og vegna sekta. Þó skilaði fyrirtækið fyrirtækið einungis 1,58 milljarða tapi í fyrra, þar sem rekstarhagnaður var mikill. Þetta var í fyrsta sinn sem Volkswagen tapaði frá árinu 1993. Fyrirtækið viðurkenndi að hafa svindlað á prófunum sem sögðu til um útblástursmengun dísilbíla.Sjá einnig: Taprekstur hjá Volkswagen í fyrra Þrátt fyrir áðurnefnt tap stendur þó til að yfirmenn fyritækisins fái háar bónusgreiðslur. Alls verða bónusgreiðslurnar til æðstu stjórnenda 71 milljóna dala, eða tæpir níu milljarar króna. Samkvæmt umfjöllun BBC er það einungis hluti bónusgreiðslanna sem til stóða að veita yfirmönnunum. Afgangur upphæðinnar verður greiddur út seinna. Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent
Forsvarsmenn Volkswagen reikna með því að fyrirtækið muni skila hagnaði á árinu. Það yrði mikill viðsnúningur vegna taps í fyrra. Fyrirtækið varð illa úti vegna útblástursskandals en búið er að setja 1,6 milljarða evra til hliðar vegna kostnaðar við möguleg málaferli og vegna sekta. Þó skilaði fyrirtækið fyrirtækið einungis 1,58 milljarða tapi í fyrra, þar sem rekstarhagnaður var mikill. Þetta var í fyrsta sinn sem Volkswagen tapaði frá árinu 1993. Fyrirtækið viðurkenndi að hafa svindlað á prófunum sem sögðu til um útblástursmengun dísilbíla.Sjá einnig: Taprekstur hjá Volkswagen í fyrra Þrátt fyrir áðurnefnt tap stendur þó til að yfirmenn fyritækisins fái háar bónusgreiðslur. Alls verða bónusgreiðslurnar til æðstu stjórnenda 71 milljóna dala, eða tæpir níu milljarar króna. Samkvæmt umfjöllun BBC er það einungis hluti bónusgreiðslanna sem til stóða að veita yfirmönnunum. Afgangur upphæðinnar verður greiddur út seinna.
Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent