Fær bætur frá ríkinu: Hleranir í umfangsmikilli fíkniefnarannsókn komu að engu gagni Birgir Olgeirsson skrifar 27. apríl 2016 23:06 Héraðsdómur sagði manninn ekki hafa gefið lögreglu ástæðu til þessara inngripa í einkalíf hans. Vísir/Getty Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða karlmanni 600 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætra símahleranna.Maðurinn fór fram á þrjár milljónir í miskabætur frá ríkinu. Málið hófst á sameiginlegri rannsókn nokkurra lögregluliða á Norðurlöndunum á ætluðum innflutningi á miklu magni fíkniefna frá Spáni til Danmerkur, Íslands og Noregs árið 2012. Einn hinna grunuðu í fíkniefnamálinu er bróðir mannsins og var aflað heimildar til að hlusta á síma sem bróðirinn var með í sínum vörslum. Hlustun hófst 25. maí árið 2012 en síðar kom í ljós að símanúmerið var í eigu mannsins og var þá fengin ný heimild héraðsdóms 22. júní sama ár til að hlera númer hans. Þessar hleranir stóðu á grundvelli tveggja annarra úrskurða, 19. júlí og 17 ágúst, til 14. september 2012. Manninum var tilkynnt um þessar hleranir 12. desember sama ár.Maðurinn gaf lögreglu enga ástæðu til þessara inngripa Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekkert í málinu benda til þess að lögregla hafi haft ástæðu til að hlusta og hljóðrita símtöl mannsins eftir 20. júlí árið 2012 og líkur standa raunar til þess að hætta hefði átt hlustun mun fyrr, jafnvel fljótlega eftir að hún hófst 22. júní sama ár. Segir í dómi héraðsdóms að maðurinn hafi ekki gefið lögreglu ástæðu til þessara inngripa í einkalíf hans.Bróðir mannsins dæmdur í 12 ára fangelsiÍ fyrsta úrskurðinum fyrir símahlerun var því haldið fram að bróðir mannsins treysti honum best og talið að maðurinn ætti að taka við talsverðum peningafjárhæðum vegna fíkniefnaviðskiptanna. Í síðari úrskurðinum var minna vikið að hlut mannsins, en hann sagður samstarfsmaður bróður síns. Rannsókn málsins leiddi til handtöku þriggja manna og sakfellingar fyrir vörslu og innflutning á tugum kílóa amfetamíns. Var bróðir mannsins dæmdur til tólf ára fangelsisvistar.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að rannsakendur málsins töldu ekki óhætt, vegna rannsóknarhagsmuna, að greina manninum frá því að rannsókn hefði verið hætt á hendur honum fyrr en með bréfi 19. mars árið 2014. Þá var talið nauðsynlegt af rannsakendum að klára fyrst skýrslustökur af sakborningum fyrir dómi. Maðurinn sagðist hins vegar hafa frétt af niðurfellingu frá lögmanni sínum 2. júní 2013 þegar hann kynnti honum bréf lögreglu þess efnis frá 28. maí 2014.Hleranirnar komu að engu gagniÍ niðurstöðu dómsins kom fram að öll þau atvik sem talin voru tengja manninn við málið gerðust fyrir 22. júní 2012 og er aðkomu mannsins í samantekt lögreglu eftir þann dag í engu getið. Var horft til þess að ekkert þeirra atvika sem lögreglan taldi bendla manninn við málið kom til vitneskju lögreglu fyrir tilstilli hlerunar á honum. Þá sýndu engin gögn fram á að hlerunin hafi orðið að einhverju gagni við rannsókn málsins, og raunar bendi ekkert til þess að hún hafi skilað nokkrum sköpuðum hlut. Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða karlmanni 600 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætra símahleranna.Maðurinn fór fram á þrjár milljónir í miskabætur frá ríkinu. Málið hófst á sameiginlegri rannsókn nokkurra lögregluliða á Norðurlöndunum á ætluðum innflutningi á miklu magni fíkniefna frá Spáni til Danmerkur, Íslands og Noregs árið 2012. Einn hinna grunuðu í fíkniefnamálinu er bróðir mannsins og var aflað heimildar til að hlusta á síma sem bróðirinn var með í sínum vörslum. Hlustun hófst 25. maí árið 2012 en síðar kom í ljós að símanúmerið var í eigu mannsins og var þá fengin ný heimild héraðsdóms 22. júní sama ár til að hlera númer hans. Þessar hleranir stóðu á grundvelli tveggja annarra úrskurða, 19. júlí og 17 ágúst, til 14. september 2012. Manninum var tilkynnt um þessar hleranir 12. desember sama ár.Maðurinn gaf lögreglu enga ástæðu til þessara inngripa Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekkert í málinu benda til þess að lögregla hafi haft ástæðu til að hlusta og hljóðrita símtöl mannsins eftir 20. júlí árið 2012 og líkur standa raunar til þess að hætta hefði átt hlustun mun fyrr, jafnvel fljótlega eftir að hún hófst 22. júní sama ár. Segir í dómi héraðsdóms að maðurinn hafi ekki gefið lögreglu ástæðu til þessara inngripa í einkalíf hans.Bróðir mannsins dæmdur í 12 ára fangelsiÍ fyrsta úrskurðinum fyrir símahlerun var því haldið fram að bróðir mannsins treysti honum best og talið að maðurinn ætti að taka við talsverðum peningafjárhæðum vegna fíkniefnaviðskiptanna. Í síðari úrskurðinum var minna vikið að hlut mannsins, en hann sagður samstarfsmaður bróður síns. Rannsókn málsins leiddi til handtöku þriggja manna og sakfellingar fyrir vörslu og innflutning á tugum kílóa amfetamíns. Var bróðir mannsins dæmdur til tólf ára fangelsisvistar.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að rannsakendur málsins töldu ekki óhætt, vegna rannsóknarhagsmuna, að greina manninum frá því að rannsókn hefði verið hætt á hendur honum fyrr en með bréfi 19. mars árið 2014. Þá var talið nauðsynlegt af rannsakendum að klára fyrst skýrslustökur af sakborningum fyrir dómi. Maðurinn sagðist hins vegar hafa frétt af niðurfellingu frá lögmanni sínum 2. júní 2013 þegar hann kynnti honum bréf lögreglu þess efnis frá 28. maí 2014.Hleranirnar komu að engu gagniÍ niðurstöðu dómsins kom fram að öll þau atvik sem talin voru tengja manninn við málið gerðust fyrir 22. júní 2012 og er aðkomu mannsins í samantekt lögreglu eftir þann dag í engu getið. Var horft til þess að ekkert þeirra atvika sem lögreglan taldi bendla manninn við málið kom til vitneskju lögreglu fyrir tilstilli hlerunar á honum. Þá sýndu engin gögn fram á að hlerunin hafi orðið að einhverju gagni við rannsókn málsins, og raunar bendi ekkert til þess að hún hafi skilað nokkrum sköpuðum hlut.
Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Sjá meira