Opnar hönnunar- og listamiðstöð í gömlu kartöflugeymslunum Sæunn Gísladóttir skrifar 28. apríl 2016 07:00 Kristinn hefur átt húsnæðið í tuttugu ár og er búinn að vera að vinna að þessari hugmynd allan þann tíma. vísir/Vilhelm „Allar grófu framkvæmdirnar eru búnar í rauninni, það sem við ætlum að gera núna í sumar er að klára húsið alveg að utan og lóðina þannig að það sé tilbúið fyrir starfsemi í haust,“ segir Kristinn Brynjólfsson, innanhússarkitekt og húsgagnahönnuður. Hann er eigandi rúmlega 2.600 fermetra húsnæðis sem hýsti áður gömlu kartöflugeymslurnar í Ártúnsbrekku og hyggst opna þar hönnunar- og listamiðstöð í haust. Útgangspunkturinn er hönnun og list og í raun allar skapandi greinar, og verða mismunandi aðilar með rekstrarrými. „Þetta verður að vera lifandi, og starfsemin verður síbreytileg,“ segir Kristinn. „Það er alveg opið hvernig starfsemi verður, en það skiptir öllu máli að það veljist inn starfsemi sem vinni vel hver með annarri svo að þetta verði eins og ein stór heild.“ Teikningar gera ráð fyrir verslunarrými, sýningarsal, fjölnotasal og bílaplani auk veitingahúss. Gert er ráð fyrir að veitingahúsið taki 157 manns í sæti. „Auglýst verður eftir rekstraraðila í veitingahúsið. Ég sé fyrir mér að ég sjái um hönnunina og húsgögnin með áherslu á íslenska hönnun og að síðan kæmi rekstraraðili að því,“ segir Kristinn. „Starfsemin á að vera þannig að hún dragi að bæði Íslendinga og ferðamenn til að sjá íslenska hönnun og listir og þá skiptir veitingahúsið máli upp á að fólk geti komið og fengið sér kaffi eða borðað. Þetta getur verið opið á kvöldin líka, opnunartíminn verður ekki endilega hinn hefðbundni níu til fimm,“ segir Kristinn. Byggingin á sér langa sögu. Hún var upphaflega reist í Hvalfirði sem sprengjugeymsla fyrir herskip Bandaríkjamanna í síðari heimsstyrjöldinni en eftir stríð var hún flutt á núverandi stað og nýtt sem kartöflugeymsla í áratugi. Hún var síðan endurbyggð frá grunni og bættust tvær nýbyggingar við. Kristinn hefur átt húsnæðið í tuttugu ár og er búinn að vera að vinna að þessari hugmynd allan þann tíma. „Það má segja að þetta sé draumaverkefni. Þessar gömlu kartöflugeymslur og jarðhús eru svo góður efniviður, það gerist ekki betra,“ segir Kristinn Brynjólfsson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
„Allar grófu framkvæmdirnar eru búnar í rauninni, það sem við ætlum að gera núna í sumar er að klára húsið alveg að utan og lóðina þannig að það sé tilbúið fyrir starfsemi í haust,“ segir Kristinn Brynjólfsson, innanhússarkitekt og húsgagnahönnuður. Hann er eigandi rúmlega 2.600 fermetra húsnæðis sem hýsti áður gömlu kartöflugeymslurnar í Ártúnsbrekku og hyggst opna þar hönnunar- og listamiðstöð í haust. Útgangspunkturinn er hönnun og list og í raun allar skapandi greinar, og verða mismunandi aðilar með rekstrarrými. „Þetta verður að vera lifandi, og starfsemin verður síbreytileg,“ segir Kristinn. „Það er alveg opið hvernig starfsemi verður, en það skiptir öllu máli að það veljist inn starfsemi sem vinni vel hver með annarri svo að þetta verði eins og ein stór heild.“ Teikningar gera ráð fyrir verslunarrými, sýningarsal, fjölnotasal og bílaplani auk veitingahúss. Gert er ráð fyrir að veitingahúsið taki 157 manns í sæti. „Auglýst verður eftir rekstraraðila í veitingahúsið. Ég sé fyrir mér að ég sjái um hönnunina og húsgögnin með áherslu á íslenska hönnun og að síðan kæmi rekstraraðili að því,“ segir Kristinn. „Starfsemin á að vera þannig að hún dragi að bæði Íslendinga og ferðamenn til að sjá íslenska hönnun og listir og þá skiptir veitingahúsið máli upp á að fólk geti komið og fengið sér kaffi eða borðað. Þetta getur verið opið á kvöldin líka, opnunartíminn verður ekki endilega hinn hefðbundni níu til fimm,“ segir Kristinn. Byggingin á sér langa sögu. Hún var upphaflega reist í Hvalfirði sem sprengjugeymsla fyrir herskip Bandaríkjamanna í síðari heimsstyrjöldinni en eftir stríð var hún flutt á núverandi stað og nýtt sem kartöflugeymsla í áratugi. Hún var síðan endurbyggð frá grunni og bættust tvær nýbyggingar við. Kristinn hefur átt húsnæðið í tuttugu ár og er búinn að vera að vinna að þessari hugmynd allan þann tíma. „Það má segja að þetta sé draumaverkefni. Þessar gömlu kartöflugeymslur og jarðhús eru svo góður efniviður, það gerist ekki betra,“ segir Kristinn Brynjólfsson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira