Nowitzki ætlar ekki að leggja skóna á hilluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2016 20:00 Dirk Nowitzki. Vísir/Getty Dirk Nowitzki og félagar í Dallas Mavericks eru komnir í sumarfrí eftir 4-1 tap á móti Oklahoma City Thunder í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Dirk Nowitzki var að klára sitt átjánda tímabil og mun halda upp á 38 ára afmæli sitt í júní. Það er enginn uppgjafartónn í þýsku goðsögninni þrátt fyrir dapurt gengi síðustu ár. Nowitzki lofaði því næstum því að spila áfram með Dallas Mavericks á næsta tímabili og hann er jafnvel að íhuga að hætta við að hætta að spila með þýska landsliðinu. „Mér leið mjög vel í ár og mér líður eins og ég geti enn hjálpað mínu liði," sagði Dirk Nowitzki á síðasta blaðamannafundi tímabilsins. Dallas Mavericks vann bara einn leik í úrslitakeppninni í ár þegar liðið jafnaði metin í 1-1. Liðið tapaði í framhaldinu tveimur heimaleikjum og datt síðan út í fimmta leiknum sem fór fram á heimavelli Oklahoma City Thunder. Dirk Nowitzki varð NBA-meistari með Dallas Mavericks árið 2011 en síðan hefur liðið ekki unnið eina seríu í úrslitakeppninni. Nowitzki á eitt ár eftir af þriggja ára samningi sínum en hann ræður því algjörlega sjálfur hvort að hann spilar áfram með Dallas Mavericks. „Einu kringumstæðurnar sem fengju mig til að fara frá Dallas ef Dallas færi í það að byggja upp nýtt lið og taka upp á því að mæta með fimm nýliða á næsta tímabili. Á meðan við ætlum okkur að keppa um titilinn þá verð ég áfram Mavs-leikmaður," sagði Nowitzki. Ólga innan evrópska körfuboltans gæti opnað leið fyrir þýska landsliðið inn á Ólympíuleikana í Ríó og það var að heyra á Dirk Nowitzki að fari svo þá væri hann áhugasamur um að spila aftur með landsliðinu. Hann spilaði sinn síðasta landsleik á síðasta Evrópumóti en á þeirri stundu áttu Þjóðverjar ekki möguleika á Ólympíusæti. Það gæti breyst verði margar af stóru körfuboltaþjóðum Evrópu útilokaðar frá þátttöku á Ólympíuleikunum þar sem að félagslið þeirra neita að hætta að spila í Evrópukeppninni sem er ekki undir stjórn evrópska körfuboltasambandsins, FIBA Europe.Dirk Nowitzki og Kevin Durant eftir leikinn.Vísir/Getty NBA Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Dirk Nowitzki og félagar í Dallas Mavericks eru komnir í sumarfrí eftir 4-1 tap á móti Oklahoma City Thunder í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Dirk Nowitzki var að klára sitt átjánda tímabil og mun halda upp á 38 ára afmæli sitt í júní. Það er enginn uppgjafartónn í þýsku goðsögninni þrátt fyrir dapurt gengi síðustu ár. Nowitzki lofaði því næstum því að spila áfram með Dallas Mavericks á næsta tímabili og hann er jafnvel að íhuga að hætta við að hætta að spila með þýska landsliðinu. „Mér leið mjög vel í ár og mér líður eins og ég geti enn hjálpað mínu liði," sagði Dirk Nowitzki á síðasta blaðamannafundi tímabilsins. Dallas Mavericks vann bara einn leik í úrslitakeppninni í ár þegar liðið jafnaði metin í 1-1. Liðið tapaði í framhaldinu tveimur heimaleikjum og datt síðan út í fimmta leiknum sem fór fram á heimavelli Oklahoma City Thunder. Dirk Nowitzki varð NBA-meistari með Dallas Mavericks árið 2011 en síðan hefur liðið ekki unnið eina seríu í úrslitakeppninni. Nowitzki á eitt ár eftir af þriggja ára samningi sínum en hann ræður því algjörlega sjálfur hvort að hann spilar áfram með Dallas Mavericks. „Einu kringumstæðurnar sem fengju mig til að fara frá Dallas ef Dallas færi í það að byggja upp nýtt lið og taka upp á því að mæta með fimm nýliða á næsta tímabili. Á meðan við ætlum okkur að keppa um titilinn þá verð ég áfram Mavs-leikmaður," sagði Nowitzki. Ólga innan evrópska körfuboltans gæti opnað leið fyrir þýska landsliðið inn á Ólympíuleikana í Ríó og það var að heyra á Dirk Nowitzki að fari svo þá væri hann áhugasamur um að spila aftur með landsliðinu. Hann spilaði sinn síðasta landsleik á síðasta Evrópumóti en á þeirri stundu áttu Þjóðverjar ekki möguleika á Ólympíusæti. Það gæti breyst verði margar af stóru körfuboltaþjóðum Evrópu útilokaðar frá þátttöku á Ólympíuleikunum þar sem að félagslið þeirra neita að hætta að spila í Evrópukeppninni sem er ekki undir stjórn evrópska körfuboltasambandsins, FIBA Europe.Dirk Nowitzki og Kevin Durant eftir leikinn.Vísir/Getty
NBA Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum