Þingflokkur Framsóknarflokksins situr nú á fundi en reiknað er með að þar verði mál Hrólfs Ölvissonar, framkvæmdastjóra flokksins, til umræðu. Hrólfur hefur átt í viðskiptum í gegnum aflandsfélög í skattaskjólum. Fjallað var um málið í Kastljósi á mánudag en þingmenn Framsóknar hafa ekki viljað tjá sig um málið, fyrir utan stutt viðtal við Sigurð Inga Jóhannsson, varaformann flokksins og Framsóknar, í kvöldfréttum Stöðvar 2.
„Eins og kom fram í þættinum eru þetta félög sem voru stofnuð til á þessum tíma sem að þetta var í gangi hér á Íslandi og eru löngu frágengin,“ sagði Sigurður Ingi. „En það er eðlilegt að setjast niður með framkvæmdastjóranum og ræða við hann um þessi mál.“
Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, að flokkurinn væri í hörmulegri stöðu eftir afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og nýjustu upplýsingar um aflandsviðskipti framkvæmdastjórans. Það væri ótrúlegt ef formaðurinn reyndi að leiða flokkinn fyrir næstu kosningar án þess að gera betur grein fyrir sínum málum.
Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í hörmulegri stöðu eftir afsögn forsætisráðherra og nýjustu upplýsingar um aflandsviðskipti framkvæmdastjóra flokksins. Það væri ótrúlegt ef formaðurinn reyndi að leiða flokkinn fyrir næstu kosningar án þess að gera betur grein fyrir sínum málum.
Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og seðlabankastjóri, er einn af helstu áhrifamönnum flokksins til margra áratuga. Hann segir flokkinn standa illa eftir afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr embætti forsætisráðherra og nýjustu upplýsingar um flókin aflandsviðskipti Hrólfs Ölvissonar, framkvæmdastjóra flokksins.
Aflandsviðskipti framkvæmdastjóra Framsóknar rædd á þingflokksfundi

Tengdar fréttir

Framkvæmdastjóri Framsóknar og fyrrverandi ráðherra brúkuðu aflandsfélög
Nöfn Finns Ingólfssonar, Hrólfs Ölvissonar og Helga S. Magnússonar er að finna í Panama-skjölunum.

Sigmundur Davíð getur ekki að óbreyttu leitt Framsóknarflokkinn að mati fyrrverandi formanns
Það er eins og álög á Sigmundi Davíð að mati Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sem segir flokkinn í hörmulegri stöðu.

Framsóknarmenn funda í dag
Titringur er innan flokksins eftir að upplýst var um viðskipta framkvæmdastjóra hans í gegnum aflandsfélög í skattaskjólum.