Sigmundur Davíð getur ekki að óbreyttu leitt Framsóknarflokkinn að mati fyrrverandi formanns Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2016 12:43 Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í hörmulegri stöðu eftir afsögn forsætisráðherra og nýjustu upplýsingar um aflandsviðskipti framkvæmdastjóra flokksins. Það væri ótrúlegt ef formaðurinn reyndi að leiða flokkinn fyrir næstu kosningar án þess að gera betur grein fyrir sínum málum. Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og seðlabankastjóri, er einn af helstu áhrifamönnum flokksins til margra áratuga. Hann segir flokkinn standa illa eftir afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr embætti forsætisráðherra og nýjustu upplýsingar um flókin aflandsviðskipti Hrólfs Ölvissonar, framkvæmdastjóra flokksins. „Þetta er auðvitað hörmuleg staða og sárara en tárum taki. Að einhverju leyti er mál formannsins persónulegur harmleikur sem er kannski ekki gott að gera sér alveg grein fyrir álengdar,“ segir formaðurinn fyrrverandi. Hann vilji ekki persónugera þessi mál. „En það er óhjákvæmilegt fyrir flokkinn og flokksmenn að hreinsa óhreinindinn af flokknum. Sem flokkurinn hefur blandast inn í,“ segir Jón. Yfirgnæfandi meirihluti framsóknarfólks sé heiðarlegt vinnandi fólk um allt land sem kæri sig ekki um óþægindi sem þessi.Hvernig ætti sú hreinsun að fara fram?„Hún verður auðvitað að gerast með því að menn séu opinskáir, hreinskilnir. Fari yfir þessi mál mál og taki síðan yfirvegaðar ákvarðanir,“ segir Jón og menn geri þaðí samræmi við sögu og eðli Framsóknarflokksins. Ótrúlegt ef Sigmundurætlar aðleiða flokkinníkosningumNú eru nokkrir mánuðir til kosninga og Jón telur ekki ráðlegt að Sigmundur Davíð leiði flokkinn íþeim kosningum án þess að gera betur hreint fyrir sínum dyrum. „Eins og staðan er núna fyrir okkur sem horfum áþetta álengdar væri það náttúrlega ótrúlegt ef hann reyndi það og það yrði ákaflega erfitt og mikið áfall. En þetta er ungur og vel gefinn maður og hann á auðvitaðýmsa möguleika meðþví að koma heiðarlega og opinskátt fram og gera grein fyrir sínum málum,“ segir Jón. Enn hafi ekki komið fram með hvaða hætti formaðurinn gerði skattframtöl og hann þurfi að leggja þau gögn á borðið til að hreinsa sig. Þá verði þau hjón að birta ýmsar endurskoðunarupplýsingar. „Því það er eins og skattrannsóknarstjóri hefur lýst mjög erfitt að gera sér grein fyrir stöðu mála bara eftir framtalsupplýsingum. Það er eins og álög á manninum að hugsa sér að þau skuli vera kröfuhafar í Landsbankann. Og hugsa sér það að þau skuli geyma peningana á Tortola,“ segir formaðurinn fyrrverandi. Það sama gildi um framkvæmdastjóra flokksins sem auðvitað verði að fá tækifæri til að gera hreint fyrir sínum dyrum.Reiknað er með að málefni framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins verði til umræðu á reglulegum fundi þingflokks flokksins í dag.Vísir/Heimir Már„Við bætist í tilfelli framkvæmdastjórans að hann kemur að yfirtöku fyrirtækja hér innanlands sem þingmenn Framsóknarflokksins hafa verið að kalla eftir upplýsingum um. Sannleikurinn er sá að þetta er algerlega ótrúlegt að þetta geti átt sér stað,“ segir Jón. Þá séu Sigmundur Davíð og Hrólfur ekki einir í þessari stöðu. „Nú hafa fjármálaráðherra og innanríkisráðherra alveg komist inn í skuggann vegna umræðna um þessa menn. Við skulum ekki gleyma öllum hinum,“ segir Jón Sigurðsson. Þingflokkur Framsóknarflokksins kemur saman til reglulegs fundar eftir hádegi þar sem reiknað er með að málefni framkvæmdastjórans verði til umræðu. Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Fleiri fréttir Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira
Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í hörmulegri stöðu eftir afsögn forsætisráðherra og nýjustu upplýsingar um aflandsviðskipti framkvæmdastjóra flokksins. Það væri ótrúlegt ef formaðurinn reyndi að leiða flokkinn fyrir næstu kosningar án þess að gera betur grein fyrir sínum málum. Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og seðlabankastjóri, er einn af helstu áhrifamönnum flokksins til margra áratuga. Hann segir flokkinn standa illa eftir afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr embætti forsætisráðherra og nýjustu upplýsingar um flókin aflandsviðskipti Hrólfs Ölvissonar, framkvæmdastjóra flokksins. „Þetta er auðvitað hörmuleg staða og sárara en tárum taki. Að einhverju leyti er mál formannsins persónulegur harmleikur sem er kannski ekki gott að gera sér alveg grein fyrir álengdar,“ segir formaðurinn fyrrverandi. Hann vilji ekki persónugera þessi mál. „En það er óhjákvæmilegt fyrir flokkinn og flokksmenn að hreinsa óhreinindinn af flokknum. Sem flokkurinn hefur blandast inn í,“ segir Jón. Yfirgnæfandi meirihluti framsóknarfólks sé heiðarlegt vinnandi fólk um allt land sem kæri sig ekki um óþægindi sem þessi.Hvernig ætti sú hreinsun að fara fram?„Hún verður auðvitað að gerast með því að menn séu opinskáir, hreinskilnir. Fari yfir þessi mál mál og taki síðan yfirvegaðar ákvarðanir,“ segir Jón og menn geri þaðí samræmi við sögu og eðli Framsóknarflokksins. Ótrúlegt ef Sigmundurætlar aðleiða flokkinníkosningumNú eru nokkrir mánuðir til kosninga og Jón telur ekki ráðlegt að Sigmundur Davíð leiði flokkinn íþeim kosningum án þess að gera betur hreint fyrir sínum dyrum. „Eins og staðan er núna fyrir okkur sem horfum áþetta álengdar væri það náttúrlega ótrúlegt ef hann reyndi það og það yrði ákaflega erfitt og mikið áfall. En þetta er ungur og vel gefinn maður og hann á auðvitaðýmsa möguleika meðþví að koma heiðarlega og opinskátt fram og gera grein fyrir sínum málum,“ segir Jón. Enn hafi ekki komið fram með hvaða hætti formaðurinn gerði skattframtöl og hann þurfi að leggja þau gögn á borðið til að hreinsa sig. Þá verði þau hjón að birta ýmsar endurskoðunarupplýsingar. „Því það er eins og skattrannsóknarstjóri hefur lýst mjög erfitt að gera sér grein fyrir stöðu mála bara eftir framtalsupplýsingum. Það er eins og álög á manninum að hugsa sér að þau skuli vera kröfuhafar í Landsbankann. Og hugsa sér það að þau skuli geyma peningana á Tortola,“ segir formaðurinn fyrrverandi. Það sama gildi um framkvæmdastjóra flokksins sem auðvitað verði að fá tækifæri til að gera hreint fyrir sínum dyrum.Reiknað er með að málefni framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins verði til umræðu á reglulegum fundi þingflokks flokksins í dag.Vísir/Heimir Már„Við bætist í tilfelli framkvæmdastjórans að hann kemur að yfirtöku fyrirtækja hér innanlands sem þingmenn Framsóknarflokksins hafa verið að kalla eftir upplýsingum um. Sannleikurinn er sá að þetta er algerlega ótrúlegt að þetta geti átt sér stað,“ segir Jón. Þá séu Sigmundur Davíð og Hrólfur ekki einir í þessari stöðu. „Nú hafa fjármálaráðherra og innanríkisráðherra alveg komist inn í skuggann vegna umræðna um þessa menn. Við skulum ekki gleyma öllum hinum,“ segir Jón Sigurðsson. Þingflokkur Framsóknarflokksins kemur saman til reglulegs fundar eftir hádegi þar sem reiknað er með að málefni framkvæmdastjórans verði til umræðu.
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Fleiri fréttir Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira