Menning

Lefteris Yakoumakis með sýningu í Kompunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Yakoumakis gerir þessar myndir.
Yakoumakis gerir þessar myndir.
Á sunnudaginn opnar Lefteris Yakoumakis sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði og hefst hún klukkan þrjú.

Yfirskrift sýningarinnar er Það er enginn Guð vestur af Salina  og fjallar um ferð listamannsins frá Kansas til Kóloradó í Bandaríkjunum.

Lefteris er fæddur í Aþenu árið 1984. Hann nam málun í myndlistadeild Aristotle University í Þessalóniku árin 2003-2008. Hann hefur sýnt verk sín víða, stundað kennslu og ferðast.

Lefteris hefur dvalið hluta úr ári á Siglufirði undanfarin þrjú ár og hefur bæjarfélagið og kynni af fólki verið honum innblástur.

Þar sem 1. maí er fyrsti sunnudagur í maímánuði mun Lefteris einnig sjá um "Sunnudagskaffi með skapandi fólki sem hefst kl. 15.30.

Þar mun hann fjalla um verk sín allmennt og teiknimyndabók sem hann er að vinna í samstarfi við Bandaríska rithöfundinn T.Carl Hardy. Bókin er innblásin af Egils sögu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.