Bíó og sjónvarp

Hrútar báru sigur úr bítum í Íran

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bjarni Sigurbjörnsson tekur við verðlaununum.
Bjarni Sigurbjörnsson tekur við verðlaununum. vísir
Kvikmyndin Hrútar eftir Grím Hákonarson vann til tvennra verðlauna, fyrir bestu mynd og besta leik, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Fajr í Teheran í Íran. Hátíðin hefur verið haldin á hverju ári frá árinu 1982 og er ein sú virtasta þar í landi. Hér má sjá umfjöllun um verðlaunin og Hrúta í Tehran Times.

Bjarni Sigurbjörnsson leikmyndahönnuður Hrúta var viðstaddur hátíðina og veitti verðlaununum viðtöku. Þeir hrútabræður, Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson deila með sér verðlaununum fyrir besta leik.

Þetta eru 26. og 27. alþjóðlegu verðlaun Hrúta síðan myndin var frumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni fyrir tæplega ári síðan.

Enn er verið að sýna myndina í kvikmyndahúsum víða um heim en myndin var t.a.m. frumsýnd í Danmörku síðast liðna helgi.

Hér að neðan má sjá mynd sem birtist á á forsíðunni á Tehran Times.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.