Loksins réttlæti fyrir hina 96: Stuðningsmenn Liverpool sýknaðir Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2016 10:37 Loksins. vísir/getty Liverpool-stuðningsmennirnir 96 sem fórust í Hillsborough-slysinu 15. apríl 1989 dóu allir ólögmætum dauðsföllum vegna mikillar vanrækslu South Yorkshire-lögreglunnar sem sá um öryggigæslu á og í kringum leikvanginn. Dómur féll í Hillsborough-málinu í dag. Fjölskyldur fórnarlambanna og margir aðrir hafa í rúm 27 ár barist fyrir sannleikanum en lögreglan sópaði mikið af sönnunargögnum um eigin vanrækslu undir teppið og kenndi stuðningsmönnunum um allt. Kviðdómur bar upp úrskurð sinn í dag og voru sjö af níu sammála um að löreglan hefði ekki staðið undir ábyrgð sinni og þá er hluta sakarinnar einnig skellt á sjúkrabílaþjónustu South Yorkshire sem kemur ekki vel út úr dómnum. Stuðningsmenn Liverpool hafa beðið lengi eftir þessum úrskurði en það var fyrir nokkrum árum að hafin var ný rannsókn á málinu sem leiddi í ljós að þeir sem báru ábyrgð á öryggi fólksins brugðust algjörlega og voru valdur að slysinu skelfilega sem slasaði 766 manns og sendi 96 í gröfina. Kviðdómendur þurftu að svara fjórtán spurningum en þeir svöruðu nei, aðspurðir hvort stuðningsmennirnir hefðu hagað sér óskynsamlega og skapað hættu og einnig var starfslið Sheffield Wednesday sem mætti Liverpol þennan örlagaríka dag hreinsað af allri sakargift. Lögreglan aftur á móti gerði herfileg mistök í undirbúningi fyrir leikinn og að opna hliðið sem varð til þess að stuðningsmennirnir krömdust og létu lífið. Confirmation of how the jury decided on each of the 14 questions in the Hillsborough inquests. #SSNHQ pic.twitter.com/QsRvyy8ZQ1— Sky Sports News HQ (@SkySportsNewsHQ) April 26, 2016 Confirmation that the jury in the Hillsborough inquests decide that the 96 were 'unlawfully killed'. #SSNHQ https://t.co/Y7FkC321WD— Sky Sports News HQ (@SkySportsNewsHQ) April 26, 2016 Enski boltinn Hillsborough-slysið Bretland England Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira
Liverpool-stuðningsmennirnir 96 sem fórust í Hillsborough-slysinu 15. apríl 1989 dóu allir ólögmætum dauðsföllum vegna mikillar vanrækslu South Yorkshire-lögreglunnar sem sá um öryggigæslu á og í kringum leikvanginn. Dómur féll í Hillsborough-málinu í dag. Fjölskyldur fórnarlambanna og margir aðrir hafa í rúm 27 ár barist fyrir sannleikanum en lögreglan sópaði mikið af sönnunargögnum um eigin vanrækslu undir teppið og kenndi stuðningsmönnunum um allt. Kviðdómur bar upp úrskurð sinn í dag og voru sjö af níu sammála um að löreglan hefði ekki staðið undir ábyrgð sinni og þá er hluta sakarinnar einnig skellt á sjúkrabílaþjónustu South Yorkshire sem kemur ekki vel út úr dómnum. Stuðningsmenn Liverpool hafa beðið lengi eftir þessum úrskurði en það var fyrir nokkrum árum að hafin var ný rannsókn á málinu sem leiddi í ljós að þeir sem báru ábyrgð á öryggi fólksins brugðust algjörlega og voru valdur að slysinu skelfilega sem slasaði 766 manns og sendi 96 í gröfina. Kviðdómendur þurftu að svara fjórtán spurningum en þeir svöruðu nei, aðspurðir hvort stuðningsmennirnir hefðu hagað sér óskynsamlega og skapað hættu og einnig var starfslið Sheffield Wednesday sem mætti Liverpol þennan örlagaríka dag hreinsað af allri sakargift. Lögreglan aftur á móti gerði herfileg mistök í undirbúningi fyrir leikinn og að opna hliðið sem varð til þess að stuðningsmennirnir krömdust og létu lífið. Confirmation of how the jury decided on each of the 14 questions in the Hillsborough inquests. #SSNHQ pic.twitter.com/QsRvyy8ZQ1— Sky Sports News HQ (@SkySportsNewsHQ) April 26, 2016 Confirmation that the jury in the Hillsborough inquests decide that the 96 were 'unlawfully killed'. #SSNHQ https://t.co/Y7FkC321WD— Sky Sports News HQ (@SkySportsNewsHQ) April 26, 2016
Enski boltinn Hillsborough-slysið Bretland England Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira