Lokastiklan úr X-Men: Apocalypse: Mystique fer fyrir hópnum og gamall vinur réttir hjálparhönd Birgir Olgeirsson skrifar 25. apríl 2016 22:10 Þriðja og síðasta stiklan úr X-Men: Apocalypse hefur litið dagsins ljós og kennir ýmissa grasa í henni. Myndin mun segja frá baráttu ofurhetjanna úr X-Men liðinu við En Sabah Nur sem gengur undir nafninu Apocalypse og er almennt talinn í sagnabálki Marvel einn af fyrstu stökkbreyttu einstaklingurinn í ætt við þá sem eru í X-men og jafnframt einn sá allra öflugasti. Í þessari stiklu fá áhorfendur sjá Mystique, leikin af Jennifer Lawrence, taka að sér það hlutverk að leiða hina ungu meðlimi X-Men í baráttunni gegn Apocalypse sem er ódauðleg vera sem býr yfir nánast guðlegum mætti. Hann fæddist fyrir fimm þúsund árum og lifir eftir þeirri sannfæringu að aðeins þeir sterku eigi rétt til lífs. Í gegnum Marvel-sagnabálkinn hefur hann reynt að eyða lífi á jörðinni nokkrum sinnum og mun hann sannarlega reyna það í þessari mynd. Margir aðdáendur myndarinnar tóku andköf í dag þegar Wolverine birtist í lok stiklunnar en hingað til höfðu framleiðendur myndarinnar gert sem minnst úr aðkomu hans í þeirri atburðarás sem mun eiga sér stað í X-Men: Apocalypse. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu stikluna úr X-Men: Apocalypse Tómas Lemarquis bregður fyrir í stiklunni. 11. desember 2015 15:13 Önnur stiklan úr nýju X-Men gefur mun meira upp um illmennið Apocalypse Apocalypse er ódauðleg vera sem býr yfir nánast guðlegum mætti. 17. mars 2016 13:25 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þriðja og síðasta stiklan úr X-Men: Apocalypse hefur litið dagsins ljós og kennir ýmissa grasa í henni. Myndin mun segja frá baráttu ofurhetjanna úr X-Men liðinu við En Sabah Nur sem gengur undir nafninu Apocalypse og er almennt talinn í sagnabálki Marvel einn af fyrstu stökkbreyttu einstaklingurinn í ætt við þá sem eru í X-men og jafnframt einn sá allra öflugasti. Í þessari stiklu fá áhorfendur sjá Mystique, leikin af Jennifer Lawrence, taka að sér það hlutverk að leiða hina ungu meðlimi X-Men í baráttunni gegn Apocalypse sem er ódauðleg vera sem býr yfir nánast guðlegum mætti. Hann fæddist fyrir fimm þúsund árum og lifir eftir þeirri sannfæringu að aðeins þeir sterku eigi rétt til lífs. Í gegnum Marvel-sagnabálkinn hefur hann reynt að eyða lífi á jörðinni nokkrum sinnum og mun hann sannarlega reyna það í þessari mynd. Margir aðdáendur myndarinnar tóku andköf í dag þegar Wolverine birtist í lok stiklunnar en hingað til höfðu framleiðendur myndarinnar gert sem minnst úr aðkomu hans í þeirri atburðarás sem mun eiga sér stað í X-Men: Apocalypse.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu stikluna úr X-Men: Apocalypse Tómas Lemarquis bregður fyrir í stiklunni. 11. desember 2015 15:13 Önnur stiklan úr nýju X-Men gefur mun meira upp um illmennið Apocalypse Apocalypse er ódauðleg vera sem býr yfir nánast guðlegum mætti. 17. mars 2016 13:25 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Sjáðu fyrstu stikluna úr X-Men: Apocalypse Tómas Lemarquis bregður fyrir í stiklunni. 11. desember 2015 15:13
Önnur stiklan úr nýju X-Men gefur mun meira upp um illmennið Apocalypse Apocalypse er ódauðleg vera sem býr yfir nánast guðlegum mætti. 17. mars 2016 13:25