Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Sveinn Arnarsson skrifar 26. apríl 2016 05:00 Leiðin upp í Fálkafell ofan Akureyrar er fáfarin og grýtt jeppaslóð. Fréttablaðið/Sveinn Karlmaður á fertugsaldri varð fyrir grófri líkamsárás á laugardagsmorgun við heimahús á Akureyri. „Ég var bara í heitum potti á sólpalli á Akureyri þegar ég er laminn í hnakkann og svo er ég stunginn í tvígang og höndin á mér brotin,“ segir þolandi árásarinnar síðastliðinn laugardagsmorgun. Áverkar eru um allan líkama mannsins.„Svo man ég bara eftir mér hérna upp frá á leiðinni upp í Fálkafell. Ég hefði aldrei komist hingað einn míns liðs með þessa áverka sem ég var með.“ Hann var meðal annars með áverka á baki eftir að hafa verið dreginn á sólpallinum meðvitundarlaus og með skófar á enni eftir árásina, lemstraður um allan líkama, tvö stungusár og brotna hönd. Maðurinn segir að ráðist hafi verið á sig með barefli og eggvopni og hann fluttur meðvitundarlaus upp á Glerárdal ofan við Akureyri. Þar fannst hann með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. Var hann fluttur rænulítill á sjúkrahús. Ekki er nákvæmlega vitað hversu margir voru að verki en sá sem talinn er hafa veist að manninum með eggvopni á laugardagsmorgninum var handtekinn fljótlega og situr hann nú í gæsluvarðhaldi til föstudags, til að tryggja rannsóknarhagsmuni vegna líkamsárásarinnar. Talið er að tveir til þrír aðrir hafi aðstoðað við að flytja manninn særðan upp fyrir bæinn úr alfaraleið.Mikið blæddi úr stungusári á kálfa fórnarlambsins. Fréttablaðið/SveinnGuðmundur Svanlaugsson, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, segir rannsókn málsins miða vel. Líklegt er að manninum sem situr í gæsluvarðhaldinu verði sleppt fyrir föstudag. „Við fengum tilkynningu um að maður hefði slasast á gönguleið upp í Fálkafell á laugardagsmorgun. Það voru göngumenn sem komu auga á manninn. Síðan reyndist svo ekki vera enda var hann fluttur nauðugur upp eftir. Stuttu seinna handtókum við meintan árásarmann, tókum af honum skýrslu og í kjölfarið var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags,“ segir Guðmundur. „Enn erum við að rannsaka nákvæma málavöxtu en rannsókn miðar vel. Allt eru þetta einstaklingar sem við þekkjum til og hafa komið við sögu hjá okkur áður.“ Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri varð fyrir grófri líkamsárás á laugardagsmorgun við heimahús á Akureyri. „Ég var bara í heitum potti á sólpalli á Akureyri þegar ég er laminn í hnakkann og svo er ég stunginn í tvígang og höndin á mér brotin,“ segir þolandi árásarinnar síðastliðinn laugardagsmorgun. Áverkar eru um allan líkama mannsins.„Svo man ég bara eftir mér hérna upp frá á leiðinni upp í Fálkafell. Ég hefði aldrei komist hingað einn míns liðs með þessa áverka sem ég var með.“ Hann var meðal annars með áverka á baki eftir að hafa verið dreginn á sólpallinum meðvitundarlaus og með skófar á enni eftir árásina, lemstraður um allan líkama, tvö stungusár og brotna hönd. Maðurinn segir að ráðist hafi verið á sig með barefli og eggvopni og hann fluttur meðvitundarlaus upp á Glerárdal ofan við Akureyri. Þar fannst hann með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. Var hann fluttur rænulítill á sjúkrahús. Ekki er nákvæmlega vitað hversu margir voru að verki en sá sem talinn er hafa veist að manninum með eggvopni á laugardagsmorgninum var handtekinn fljótlega og situr hann nú í gæsluvarðhaldi til föstudags, til að tryggja rannsóknarhagsmuni vegna líkamsárásarinnar. Talið er að tveir til þrír aðrir hafi aðstoðað við að flytja manninn særðan upp fyrir bæinn úr alfaraleið.Mikið blæddi úr stungusári á kálfa fórnarlambsins. Fréttablaðið/SveinnGuðmundur Svanlaugsson, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, segir rannsókn málsins miða vel. Líklegt er að manninum sem situr í gæsluvarðhaldinu verði sleppt fyrir föstudag. „Við fengum tilkynningu um að maður hefði slasast á gönguleið upp í Fálkafell á laugardagsmorgun. Það voru göngumenn sem komu auga á manninn. Síðan reyndist svo ekki vera enda var hann fluttur nauðugur upp eftir. Stuttu seinna handtókum við meintan árásarmann, tókum af honum skýrslu og í kjölfarið var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags,“ segir Guðmundur. „Enn erum við að rannsaka nákvæma málavöxtu en rannsókn miðar vel. Allt eru þetta einstaklingar sem við þekkjum til og hafa komið við sögu hjá okkur áður.“
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira