Ástþór lýsir yfir áhyggjum vegna uppljóstrana úr Panamaskjölunum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2016 18:00 Ástþór á fundinum í dag. vísir/pjetur Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi lýsti yfir þungum áhyggjum á blaðamannafundi á heimili sínu í Breiðholti í dag vegna uppljóstrana úr Panama-skjölunum svokölluðu og tengslum ráðamanna við aflandsfélög. Hann sendi utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis að fundi loknum. Ástþór sagði upplýsingar úr skjölunum hafa varpað skugga á orðspor Íslands á alþjóðavísu. Þau hafi hugsanlega eyðilagt möguleikann á því að Alþingi verði friðartákn, líkt og hann orðaði. Þá gagnrýndi hann það að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hygðist sækjast eftir endurkjöri og fullyrti meðal annars að nafn fjölskyldu Dorritar Moussiaeff forsetafrúr sé að finna í Panama-skjölunum. Þá hafi fjölskyldan starfrækt fyrirtæki sitt frá skattaskjóli í Hong Kong. „Nú erum við að sjá að ásýnd landsins stórskaðast vegna spillingarmála. Ráðamenn þjóðarinnar koma fram í alþjóðlegum fjölmiðlum ljúgandi fullum hálsi. Þetta gerði fyrrverandi forsætisráðherra og í kjölfarið bera erlendir fjölmiðlar Ísland saman við bananalýðveldi. Hvað segja sömu fjölmiðlar er þeir átta sig á því að sjálfur forseti þjóðarinnar bar enn meiri lygar á torg í viðtali við CNN sjónvarpsstöðina? Verður ásýnd bananalýðveldisins Íslands fullkomnuð í sumar með endurkjöri þessa manns eða er þjóðin að fá sig fullsadda af sukkinu,” sagði Ástþór. Þá sagði hann mikilvægt að ráðist sé strax í aðgerðir gegn spillingarmálum, og að það verði hans helsta baráttumál, verði hann kjörinn forseti Íslands. Skrifstofustjóri forseta Íslands sendi yfirlýsingu í kvöld þar sem hann segir að hvorki Dorrit né Ólafur Ragnar viti nokkuð um umrætt aflandsfélag. Faðir Dorritar sé látinn og að móðir hennar, sem sé 86 ára, muni ekki eftir neinu slíku félagi. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi lýsti yfir þungum áhyggjum á blaðamannafundi á heimili sínu í Breiðholti í dag vegna uppljóstrana úr Panama-skjölunum svokölluðu og tengslum ráðamanna við aflandsfélög. Hann sendi utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis að fundi loknum. Ástþór sagði upplýsingar úr skjölunum hafa varpað skugga á orðspor Íslands á alþjóðavísu. Þau hafi hugsanlega eyðilagt möguleikann á því að Alþingi verði friðartákn, líkt og hann orðaði. Þá gagnrýndi hann það að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hygðist sækjast eftir endurkjöri og fullyrti meðal annars að nafn fjölskyldu Dorritar Moussiaeff forsetafrúr sé að finna í Panama-skjölunum. Þá hafi fjölskyldan starfrækt fyrirtæki sitt frá skattaskjóli í Hong Kong. „Nú erum við að sjá að ásýnd landsins stórskaðast vegna spillingarmála. Ráðamenn þjóðarinnar koma fram í alþjóðlegum fjölmiðlum ljúgandi fullum hálsi. Þetta gerði fyrrverandi forsætisráðherra og í kjölfarið bera erlendir fjölmiðlar Ísland saman við bananalýðveldi. Hvað segja sömu fjölmiðlar er þeir átta sig á því að sjálfur forseti þjóðarinnar bar enn meiri lygar á torg í viðtali við CNN sjónvarpsstöðina? Verður ásýnd bananalýðveldisins Íslands fullkomnuð í sumar með endurkjöri þessa manns eða er þjóðin að fá sig fullsadda af sukkinu,” sagði Ástþór. Þá sagði hann mikilvægt að ráðist sé strax í aðgerðir gegn spillingarmálum, og að það verði hans helsta baráttumál, verði hann kjörinn forseti Íslands. Skrifstofustjóri forseta Íslands sendi yfirlýsingu í kvöld þar sem hann segir að hvorki Dorrit né Ólafur Ragnar viti nokkuð um umrætt aflandsfélag. Faðir Dorritar sé látinn og að móðir hennar, sem sé 86 ára, muni ekki eftir neinu slíku félagi.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49