Innlent

Reyndu að taka myndir upp undir pils flugfreyja

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu með hvaða flugfélagi mennirnir flugu en WOW flýgur meðal annars til Berlínar, auk til dæmis Air Berlin.
Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu með hvaða flugfélagi mennirnir flugu en WOW flýgur meðal annars til Berlínar, auk til dæmis Air Berlin. vísir/gva
Lögreglan á Suðurnesjum þurfti um helgina að hafa afskipti af hópi erlendra karlmanna sem voru að koma með flugi frá Berlín.

Í tilkynningu segir að þeir hafi verið staðnir að því að taka myndbönd af flugfreyjum við störf sín í vélinni en myndirnar tóku þeir þannig að þeir létu símana síga niður að gólfi meðfram sætunum þannig að myndavélin snéri upp við tökuna. Með þeim hætti er til að mynda hægt að taka myndir upp undir pils kvenna, og í þessu tilfelli flugfreyjanna.

Lögreglumenn höfðu upp á handhafa símans „og reyndist hann hafa haft lítið erindi sem erfiði með upptökunum. Kvaðst hann sjá mjög eftir þessu, baðst afsökunar og eyddi öllu efninu úr símanum í viðurvist flugfreyja og lögreglu,“ eins og segir í tilkynningu lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×