Parkour vaxandi á Íslandi: Sýnir töff takta í nýju myndbandi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. apríl 2016 18:46 Parkour-iðkendur víla ekki fyrir sér að snúa sér á allar hliðar. Vísir/Stefán „Þetta er rosalega vinsæl íþrótt,“ segir Stefán Þór Friðriksson sem hefur iðkað íþróttina parkour síðastliðinn áratug og kennir hana á Akureyri. Hann setti myndband inn á Facebook í gær sem hefur vakið athygli og er til að mynda komið með yfir þrjúþúsund áhorf. Í myndbandinu leika parkour-iðkendur listir sínar, hoppa af kössum á slár og öfugt, taka heljarstökk og fleira svo fer um áhorfandann. Myndbandið má sjá hér að neðan. „Við erum að þjálfa krakka sem vilja stunda þessa íþrótt og erum með um hundrað krakka núna,“ útskýrir Stefán Þór en hann segir því miður að færri komist að en vilja, ekki sé nægur mannskapur né aðstaða til staðar til þess að sinna öllum sem vilja læra íþróttina. Parkour hefur verið vaxandi hér á landi síðastliðin ár og er nú svo komið að iðkendur hafa tekið að halda mót reglulega. Eitt slíkt var á AK Extreme um daginn.Stefán Þór vildi gjarnan helga sig parkour.Vísir/Stefán„Ég bauð nokkrum útlendingum, atvinnumönnum að koma og það komu til okkar sjö strákar sem eru atvinnumenn. Vinna við að leika parkour í auglýsingum og í áhættuatriðum. Það var alveg ótrúlega gaman að fá þá.“ Stefán hefur sjálfur fengið að leika í nokkrum áhættuatriðum, sem dæmi má nefna þáttaröðina Ófærð. Stefán Þór segir ekkert lát á vaxandi vinsældum íþróttarinnar hér á landi. „Og hún er líka bara vaxandi í öllum heiminum. Ég fylgist vel með á samfélagsmiðlum og svona. Hún vex bara og vex og vex og er ekkert að fara.“ Íþróttin gefur meira en líkamlegan styrk að sögn Stefáns. „Þetta hjálpar svo mikið. Þú notar umhverfið sem leikvöll, notar umhverfið til þess að komast fram hjá hindrunum og kanna svæðið. Það eru rosalega margir sem nota þetta til að komast yfir einhverjar hindranir andlega, það er stundum þannig að ef þú getur komist yfir hindrun líkamlega geturðu komist yfir hana andlega líka. Þannig að þetta getur verið rosalega sálrænt.“ Samfélag parkour-iðkenda í heiminum er líflegt og vinalegt að sögn Stefáns.Vísir/stefánÞá er samfélagið skemmtilegt og íþróttin skapandi. „Það eru ekkert rosalega miklar reglur í parkour, þú hannar þinn eigin stíl í því sem þú ert að gera. Við kennum krökkunum að gera stökkin en svo hafa þau frelsi til þess að gera það sem þau vilja.“ Allir geta iðkað parkour að sögn þjálfarans. „Ef þú ert duglegur þá geturðu þetta. Þú býrð til bestu útgáfuna af þér.“ Sjá má Parkour-iðkendur á æfingu hér að neðan: Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
„Þetta er rosalega vinsæl íþrótt,“ segir Stefán Þór Friðriksson sem hefur iðkað íþróttina parkour síðastliðinn áratug og kennir hana á Akureyri. Hann setti myndband inn á Facebook í gær sem hefur vakið athygli og er til að mynda komið með yfir þrjúþúsund áhorf. Í myndbandinu leika parkour-iðkendur listir sínar, hoppa af kössum á slár og öfugt, taka heljarstökk og fleira svo fer um áhorfandann. Myndbandið má sjá hér að neðan. „Við erum að þjálfa krakka sem vilja stunda þessa íþrótt og erum með um hundrað krakka núna,“ útskýrir Stefán Þór en hann segir því miður að færri komist að en vilja, ekki sé nægur mannskapur né aðstaða til staðar til þess að sinna öllum sem vilja læra íþróttina. Parkour hefur verið vaxandi hér á landi síðastliðin ár og er nú svo komið að iðkendur hafa tekið að halda mót reglulega. Eitt slíkt var á AK Extreme um daginn.Stefán Þór vildi gjarnan helga sig parkour.Vísir/Stefán„Ég bauð nokkrum útlendingum, atvinnumönnum að koma og það komu til okkar sjö strákar sem eru atvinnumenn. Vinna við að leika parkour í auglýsingum og í áhættuatriðum. Það var alveg ótrúlega gaman að fá þá.“ Stefán hefur sjálfur fengið að leika í nokkrum áhættuatriðum, sem dæmi má nefna þáttaröðina Ófærð. Stefán Þór segir ekkert lát á vaxandi vinsældum íþróttarinnar hér á landi. „Og hún er líka bara vaxandi í öllum heiminum. Ég fylgist vel með á samfélagsmiðlum og svona. Hún vex bara og vex og vex og er ekkert að fara.“ Íþróttin gefur meira en líkamlegan styrk að sögn Stefáns. „Þetta hjálpar svo mikið. Þú notar umhverfið sem leikvöll, notar umhverfið til þess að komast fram hjá hindrunum og kanna svæðið. Það eru rosalega margir sem nota þetta til að komast yfir einhverjar hindranir andlega, það er stundum þannig að ef þú getur komist yfir hindrun líkamlega geturðu komist yfir hana andlega líka. Þannig að þetta getur verið rosalega sálrænt.“ Samfélag parkour-iðkenda í heiminum er líflegt og vinalegt að sögn Stefáns.Vísir/stefánÞá er samfélagið skemmtilegt og íþróttin skapandi. „Það eru ekkert rosalega miklar reglur í parkour, þú hannar þinn eigin stíl í því sem þú ert að gera. Við kennum krökkunum að gera stökkin en svo hafa þau frelsi til þess að gera það sem þau vilja.“ Allir geta iðkað parkour að sögn þjálfarans. „Ef þú ert duglegur þá geturðu þetta. Þú býrð til bestu útgáfuna af þér.“ Sjá má Parkour-iðkendur á æfingu hér að neðan:
Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira