Í þættinum fer Petra á nokkur stefnumót með íslenskum strákum. Með einum þeirra fer hún á hestbak og í Seljavallalaug, með öðrum fer hún á snjósleða og með þeim þriðja fer hún meðal annars í fjárhúsið og smakkar hákarl. Þá spjallar hún við Snjólaugu Lúðvíksdóttur, uppistandara, um íslenska stefnumótamenningu og fer auðvitað á djammið.
Verður ekki annað ráðið af þættinum, sem má sjá í spilaranum hér að neðan, að Petra hafi kunnað vel að meta stefnumótin við íslensku strákana.