Lífið

Prins Alexander heimsfrumsýndur

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Nýfæddur prins Alexander í vöggu sinni.
Nýfæddur prins Alexander í vöggu sinni. Mynd/Kungahuset
Nýjasta viðbótin við sænsku konungsfjölskylduna, Prins Alexander Erik Hubertus Bertil, hefur verið frumsýnd heiminum öllum.

Alexander litli fæddist fyrir fjórum dögum síðan og birti konungshöllin sjálf mynd af honum á heimasíðu sinni.

Á miðvikudaginn fékk heimsbyggðin rétt aðeins að sjá honum bregða fyrir þegar foreldrarnir, Sofia prinsessa og Karl Filippus prins, fóru með hann heim af spítalanum. Þá sást rétt í enni og húfu sem gægðust undan þaki barnabílstólsins.

Á meðfylgjandi mynd sést hvar prinsinn sefur fullkomlega rólegur heima hjá sér í kastalanum við Drottningarhólm þar sem öll fjölskyldan dvelst í rólegheitum og jafnar sig eftir fæðinguna. Samkvæmt upplýsingum sænskra miðla tók faðir prinsins sjálfur myndina. Prinsinn Alexander verður hertoginn af Södermanland, sem er landsvæði suður af Stokkhólmi. Konunglega barnið hefur þegar hitt forsætisráðherra Svía, Stefan Löfven, sem sagðist á blaðamannafundi fyrir nokkrum dögum hafa fengið að halda á nýfædda prinsinum og sagði það hafa verið dásamlega reynslu.  

Foreldrarnir, Sofia Svíaprinsessa og Karl Fillippus prins, með litla Alexander Erik á miðvikudaginn.Mynd/Kungahuset





Fleiri fréttir

Sjá meira


×